19.7.2009 | 16:39
Staðfesting á yfirgangi.
Sú yfirlýsing Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að yfirráð Ísraelsmanna yfir allri Jerúsalem og réttur þeirra til að hrekja Palestínumenn skipulega og markvisst úr borginni sé óvéfengjanlegur staðfestir þann yfirgang sem þeir beita á öllum sviðum við að ná því markmiði að drottna yfir því landi sem þeir telja sjálfan Guð hafa úthlutað þeim.
Jerúsalem er heilög borg fleirum en Gyðingum. Hún er einnig heilög í trú múslima og yfirlýsingar og hegðun Ísraelsmanna gengur þvert á alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna.
Margslungin og mögnuð helgi Jerúsalem er þess eðlis að einstakt er í heiminum. Að einn trúflokkur fari þar fram með offorsi og hervaldi gegn öðrum í hinni helgu borg er eitt sorglegasta fyrirbæri okkar tíma.
Yfirlýsingin um hinn óvéfengjanlega rétt Ísraelsmanna hefur enga stoð nema í þeirra eigin hugarheimi sem hervaldið hefur skapað þeim.
![]() |
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
19.7.2009 | 13:20
Stefnubreyting er löngu tímabær.
Þegar Íslendingar hófu sólarlandaferðir var það frægt hve margir drukku sleitulaust í þessum ferðum, allt frá því á leiðinni út og þangað til þeir komu heim.
Hugsunin á bak við þetta var sú, vínið væri svo ódýrt að menn græddu þeim mun meira sem þeir drykkju meira!
Þessir menn gleymdu ekki aðeins því að þeir voru að tapa í raun og sólunda fé, heldur einnig því að það eru takmörk fyrir því hve mikið áfengi er hægt að innbyrða.
Hliðstæð stefna hefur rekin á Íslandi í orkumálum í hálfa öld.
Í þennan tíma hafa virkjanfíklarnir með stanslausum áróðri sínum gert það að trúarbrögðum á íslandi að þeim mun orkufrekari sem starfsemin sé, því betra.
Af þeim sökum sé hægt að selja orkuna ódýrara en erlendir keppinautar vegna þess að hið gríðarlega magn bæti það upp.
Við skulum máta saman þessar tvær setningar Íslendinga:
Þeim mun meira ódýrt vín sem hægt er að drekka á sem skemmstum tíma, því betra.
Þeim mun meiri og ódýrari orku sem hægt er að selja á sem skemmstum tíma, því betra.
Þetta hafa hin erlendu orkubruðlsfyrirtæki notað sér og tekið heilu landshlutana í gíslingu.
Alcoa hefur nú Norðurland í gíslingu viljayfirlýsingar, sem iðnaðrarráðherra vill ólmur endurnýja.
Það þýðir að í raun er bægt frá öðrum erlendum orkukaupendum, sem nota miklu minni orku sem þar að auki gefur af sér miklu fleiri störf miðað við orkueiningu en álvinnslan gerir.
Alveg eins og það voru takmörk fyrir vínneyslunni í sólarlandaferðunum eru takmörk fyrir því hve mikla orku er hægt að nýta.
Sóun, neyslunnar einnar vegna, er skaðleg.
Þeirri stefnu þarf að breyta að öll fáanleg orka Norðurlands fari til eins stórfyrirtækis sem stundar mesta orkubruðl sem hugsanlegt er.
Það er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að menn fórni ekki að óþörfu því dýrmæti sem felst í einstæðum náttúruverðmætum.
Það er líka skynsamlegt viðskiptalega að breyta þessari skaðlegu stefnu.
![]() |
Fréttaskýring: Þeistareykir þrá kaupanda að orkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)