Staðfesting á yfirgangi.

Sú yfirlýsing Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að yfirráð Ísraelsmanna yfir allri Jerúsalem og réttur þeirra til að hrekja Palestínumenn skipulega og markvisst úr borginni sé óvéfengjanlegur staðfestir þann yfirgang sem þeir beita á öllum sviðum við að ná því markmiði að drottna yfir því landi sem þeir telja sjálfan Guð hafa úthlutað þeim. 

Jerúsalem er heilög borg fleirum en Gyðingum. Hún er einnig heilög í trú múslima og yfirlýsingar og hegðun Ísraelsmanna gengur þvert á alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna.

Margslungin og mögnuð helgi Jerúsalem er þess eðlis að einstakt er í heiminum. Að einn trúflokkur fari þar fram með offorsi og hervaldi gegn öðrum í hinni helgu borg er eitt sorglegasta fyrirbæri okkar tíma.  

Yfirlýsingin um hinn óvéfengjanlega rétt Ísraelsmanna hefur enga stoð nema í þeirra eigin hugarheimi sem hervaldið hefur skapað þeim.

 

 


mbl.is Hafnar kröfum Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

gott daemi um hversu slaem thessi gudsblekking getur verid.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 19.7.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Ómar, 

Gyðingdómur fer ekki með offorsi. Hann hefur aldrei verið ekki notaður til hryðjuverka og áforma um heimsyfirráð. En það hafa Kristni og Íslam; Og var það ekki nasismi sem fékk suma Íslendinga til að marsjéra og hæla hér um árið, og vildu þeir ekki fara með offorsi gegn gyðingdómi og útrýma gyðingum? Ég man ekki betur. Kannski ættum við að rifja það betur upp saman?

Jerúsalem er heilög gyðingum og hefur verið það lengur en múslímum og trúarbrögðunum Íslam, sem urðu til við að "lána frá" og skrumskæla gyðingdóm.

Ýmsir hafa ríkt yfir borginni síðan gyðingar misstu hana og sumir hafa leyft sér að skýra hana upp á nýtt. Nú er Jersúsalem höfðuborg Ísraelsríkis, sem stofnað var árið 1948. Ísraelsríki er ríki gyðinga, og trú þeirra er gyðingdómur. Gyðingdómur æsir ekki upp til haturs gegn öðrum trúarbrögðum. Þannig er gyðingdómur öðruvísi en ýmsar greinar Íslams og ýmsar útleggingar á Kristni gegnum tíðina. Gyðingar voru oftast fórnarlömb haturs Íslam og Kristni. Við gætum líka rifjað það upp ef þú ert búinn að gleyma.

Í Jerúsalem eru öll trúarbrögð velkomin (það er því miður ekki er hægt að segja um ríki Múslíma). Í Jerúsalem eru þeir ekki velkomnir sem nota Guð sinn og trú til að réttlæta morð og sem óska eftir heimsyfirráðum í nafni trúarbragða sinna og Guðs. Múslímar eru velkomnir í Jerúsalem ef þeir vilja ekki útrýmingu gyðingum, gyðingdómi og Ísraelsríki. 

Jerúsalem er í Ísrael. Jerúsalem er í hjarta allra Gyðinga. En hún er krabbi í æðum þeirra sem hata gyðinga, Gyðingdóm og Ísraelsríki.

Farðu til Jerúsalem, Ómar, og blóð þitt mun hreinsast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

. Ísraelsmenn hafa alltaf átt vísan stuðning USA..... þar eru allir peningarnir sem Ísraelsmenn nota óspart til að pynta Palestinumenn.

Eitt sinn var send þingmannanefnd til Palestinu og reyndar til Ísrael og hvernig Ísraelsmenn komu fram við Palestínumenn er einn alsherjar hryllingur. Ísraelsmenn ættu að skammast sín  fyrir að nota sömu aðferðir og notaðar voru á þá.....Helförin....

Palestínumenn eru að verja heimili sín fyrir þessum árasaher sem Ísraelsmenn eru.

Ég tek það fram að ég er ekki rasisti  ég á barnabörn og tengdabörn sem eru ekki af okkar litarhætti.....svona til öryggis tek ég þetta fram.

Hvernig myndi okkar lika það að innrásarher mætti við húsdyrnar hjá okkur ....og segði....út með ykkur ég ætla að búa her. Myndum við ekki snúast til varnar. Það er mannlegt. Og þannig bregðast Palestíumenn við.

Ég er enn sama sinnis.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.7.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: brahim

Ómar og Vilhjálmur ég vil benda ykkur á bloggsíðu ungs manns sem hefur verið sjálfboðaliði í Palestínu og verið í Ísrael...Ef mér skjátlast ekki...þá er þessi Vilhjálmur sá sami og var með skítkast í garð Arons fyrir nokkrum mánuðum á blogginu hans.

http://sjalfbodaaron.blog.is/blog/sjalfbodaaron/

Ættuð kanski að líta einnig á myndir og frétt sem fylgir myndunum og eru á bloggi mínu...

http://brahim.blog.is/blog/brahim/?offset=20

brahim, 19.7.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú fullyrðing að Gyðingar hafi aldrei farið með hernaði og Gyðingdómur hafi aldrei verið notaður til hryðjuverka er alröng.

Ég er nógu gamall til að muna eftir hryðjuverkum Gyðinga í Palestínu 1947-48, sem þeir notuðu miskunnarlaust til að ná fram markmiðum sínum um Ísraelsríki.

Þetta rifjaðist upp með mér þegar ég gluggaði í bókina ""20th Century Day by Day" hve þetta setti mikinn svip á heimsfréttirnar.

Hámarki náði þessi óöld þegar Bernadotte greifi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, var drepinn.

Ég er kristinn maður en fellst ekki á að önnur trúarbrögð heims séu eftirlíkingar eða "skrumskælingar" hver á öðrum.

Ómar Ragnarsson, 19.7.2009 kl. 19:01

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ástæða þess að Sameinuðu þjóðirnar studdu við Ísraelsríki og Ísland var fyrst  til að viðurkenna að var ekki síst sú að gyðingar höfðu verið ofsóttir víða í Evrópu og þær ofsóknir náðu nýju stigi kristalnóttina frægu og leiddu síðan til skipulagðrar útrýmingar.  Þá töldu margir gyðingar að þeir gætu engum treyst betur en sjálfum sér fyrir öryggi sínu. Lái þeim hver sem vill, ekki fengu þeir maklegan stuðning t.d. frá okkur Íslendingum. Hingað komu samt nokkrir landflótta gyðingar og nutum við Íslendingar ríkulega góðs af hæfileikum þess góða fólks.  Ég kann ekki neina lausn á þessum deilum en vona að sá dagur komi að fólk af öllum trúarbrögðum geti lifað í friði og öryggi.

Sigurður Þórðarson, 19.7.2009 kl. 19:55

7 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 19.7.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ómar Ragnarsson, þegar Bretar sýndu skítlegt eðli sitt sem nýlenduþjóð og Gyðingar börðust við þá, börðust þeir ekki í nafni Guðs síns eða Gyðingdóms. Þeir börðust fyrir land sitt, sem hafði verið tekið af þeim.

Þeir sem yfirlýst vilja útrýma Ísraelsríki, Gyðingum og sem formæla Gyðingdómi og gyðingum í trúarritum sínum berjast hins vegar í nafni Guðs síns og trúar.

Þú skrifar: 

"Ég er kristinn maður en fellst ekki á að önnur trúarbrögð heims séu eftirlíkingar eða "skrumskælingar" hver á öðrum."

Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séð frá þér nýlega. Mundu það, að Jesús var gyðingur. Mundu að Musa er dregið af Móses, að Ibrahim er dregið af Abraham.

Kristnir menn lánuðu nokkuð mikið úr Gyðingdómi, ef það skyldi hafa farið fram hjá þér, en kristnir menn bættu við hatri á þeim sem þeir lánuðu frá, þegar gyðingar vildu ekki beygja sig undir "hið rétta orð". Múslímar bættu um betur. Í trúarboðskap þeirra er ráðist á trúarbrögð annarra, og sagan sýnir okkur að Múslímar hafa boðað sinn sannleika með báli og brand, og fyrirlitningu á öðrum trúarbrögðum og þjóðum. Þess vegna stunda Súdan-menn þjóðarmorð.  

Gyðingdómur hefur ekki þröngvað  trú sinni upp á aðra, ekki einu sinn þá sem lánuðu ritningu þeirra. Gyðingar hafa með nokkrum undantekningum ekki stundað hryðjuverk í nafni trúar sinnar.

Veist þú nokkuð hvað þú ert að tala um, Ómar Ragnarsson.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Því mega gyðingar ekki byggja í Austur-Jerúsalem? Það er sífellt verið að tala um að þeir séu að leggja undir sig land araba, en Jerúsalem varð ekki arabískt land fyrr en Jórdanar lögðu það undir sig í stríðinu 1948. Þetta land hét ekki Vesturbakkinn fyrr en eftir 1967 stríðið. Áður hét það Júdea eða Handan Jórdan.

Ef við viljum rekja uppruna orðsins Júdea þá þarf ekki mikið hugmyndaflug til að tengja það gyðingum, en nafngiftin "handan Jórdan" gefur hins vegar ekki ýkja mikið til kynna; getur varla talist land. Nafnið vísar frekar til að það hafi verið einhvers konar einskismannsland eftir ´67 stríðið. Ég get ekki betur séð en að gyðingar eiga sama tilkall til þessa lands og aðrir íbúar á svæðinu sem eru af arabískum uppruna.

Hugtakið Palestínumenn er síðari tíma hugtak.

Ragnhildur Kolka, 19.7.2009 kl. 23:05

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Ómar, Bernadotte. Aðalsmaðurinn sem bjargaði stríðshrjáðum í Hvítu Rútubílum til Svíþjóðar.

Vissir þú, að greifinn fíni ætlaði sér ekki að hafa gyðinga í þessum rútubílum? Lestu, lærðu og reyndu að fræðast áður en þú lætur fordóma fara með þig:

Lestu þessa grein eftir mig og Bent Bludnikow, kaflann sem ber heitið White Buses and the Red Cross.

Þú ert greinilega ekki nógu vel að þér í sögu þeirrar þjóðar sem þú leggur svo mikla fæð á að þú láir henni ekki réttin að eiga höfuðborg í sjálfstæðu ríki sínu.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2009 kl. 23:11

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt hjá Ómari.  Framferði israela er bara villimennska.   Eins og blóðsugur.

Palestinumenn reyna af veikum mætti að verja sig.  Afar veikum mætti.

Eg efast um að Obama takist að breita einhverju.  Kannski að hafa örlítinn hemil á árásargirninni og yfirganginum - þ.e. ef vilji hjá Obama og stjórn hans er virkilega fyrir hendi. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 00:50

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ragnhildur. Svæði það, sem Jerúsalem stendur á hefur verið land forfeðra Araba í árþúsundir. Gyðingar réðu yfir þessu landi í um 700 ár af þeim þúsundum ára, sem það hefur verið byggt menningarþjóðum. Ísraelar eiga því ekkert meira tilkall til þess en aðrir, sem eiga ættir að rekja til þessa svæðis.

Jerúslaem öll er hluti af ólöglegu hernámssvæði Ísraela. Þeir hernámu vesturhlutan í stríðinu 1948-1949 og austurhlutann árið 1967. Þeir eru því að byggja þarna á hernumdu og þar með stolnu landi og það er brot á alþjóðalögum. Þessar aðgerðir þeirra eru hluti af þjóðernishreinsunum þeirra í Austur Jerúsalem, framkvæmdar með það að markmiði að innlima hana endanlega í ríki sitt. Það er alltaf full ástæða til að fordæma þjóðernishreinsanir og það er ekkert, sem réttlætir slíkt

Ég tek undir með Ómari varðandi fullyrðingu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar um að gyðingar hafi aldrei notað trú sína til að réttlæta hryðjuverk. Það var gert í hinum grimmilegu þjóðernishreinsunum stofnenda Ísraelsríkis á árunum 1947-1948 og hafa Ísraelar alla tíð síðan framið grimmilega hryðjuverk/stríðsglæpi gegna Pelstínumönnum og eru enn að. Þar er skemmst að minnast fjöldamorða þeirra á íbúum Gasa í desember og janúar. Hver mannréttindasamtökin á fætur öðrum, bæði virt alþjóðleg samtök eins og Amnesty International og einnig ísraels mannrettindadamtök hafa lýstu því yfir að þar hafi verið framdir magir grimmilegir stríðsglæpir og einnig að innrásin sjálf hafi verið stríðsglæpur. Allt er þetta gert til að ná því lokamarkmiði Ísraela að leggja undir sig sem mest og helst allt land Palestínumanna.

Sigurður M Grétarsson, 20.7.2009 kl. 02:03

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurður M: Palestína hefur lengst af verið á yfirráðasvæði Tyrkja og aldrei sem sjálfstætt ríki. Tyrkir gera ekki tilkall til landsins, en það gera gyðingar sem fengu þar griðastað eftir hörmungar síðari heimstyrjaldarinnar. Tilkall sem byggir ekki hvað síst á sögu gyðinga og menningu. Herveldin sem réðust inn í landið ´48 gerðu það ekki til að ná undir sig gjöfulu og gróskumiklu landi, því það var landið ekki á þeim tíma, heldur til að útrýma gyðingum.

Hvað varðar átökin á Gaza vísa ég í orð Richards Kemp, herforingja, en hann hefur stýrt herjum Breta meðal annars í Afganistan. Kemp segist telja að "í allri sögu stríðsátaka hafi engir gert eins miklar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að saklausir borgarar hljóti skaða eða bíði bana en gert Ísraelsher hefur gert í átökunum á Gaza".

Hann telur að hryðjuverkahópar vinni saman og deili með sér tækni sem byggir á að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Í slíku ástandi þá eru það borgararnir sem þjást. 

En maður hlýtur að spyrja sig hvort ábyrgðin liggi ekki alveg jafnt hjá þeim sem beita samborgara sína slíkum fantabrögðum. Það gerir þú greinilega ekki. 

Ragnhildur Kolka, 20.7.2009 kl. 07:53

14 Smámynd: Skríll Lýðsson

Vilhhjálmur og fleiri, takið nú höfuðið uppúr sandinum,Tora eða Gamla Testamentinu, ísraelar hafa gerst sekir marga viðbjóðslega glæpi frá stofnun ríkisins sama hvar þið eruð í trúarflokk sett.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/07/15/greint_fra_ofbeldi_a_gasasvaedinu/

Skríll Lýðsson, 20.7.2009 kl. 09:25

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gott, Sigurður, þú ert greinilega ekki að skrifa í vinnunni í dag. En þú ferð með rangt mál. Forfeður araba? Hvað er það? Hver segir að Palestínumenn séu allir arabar? Arabi er svona álíka fræðileg stærð og "kelti". Sagan, fornleifafræðin og erfðafræðin skáka þessu rugli þínu. Ef einhverjir forfeður Palestínumanna bjuggu fyrr á tímum í Jerúsalem, þá eru það þeir gyðingar sem múslímar neyddu til að beygja sig undir Íslam. Morðalda múslíma á gyðingum er ekki nein ný bóla.

Til gamans getum við tekið hauskúpuna af Gyðingi á tímum Jesús, sem BBC lét klæða holdi, húð og hári og sagði vantrúa heiminum að þar væri á ferðinni Jesús eða frændi hans. Íslendingar sjá Jesús fyrir sér sem mjónulegan Norðmann. En það eru vissulega lítil líkindi með þeim karli sem vísindamenn á vegum BBC skópu og flestum Palestínumönnum nútímans, sem eru blanda allra þjóða kvikenda.

Untitled-Duplicated-01

Hatur þitt er ótakmarkað, Sigurður. Ég vissi ekki að búddistar væru svona miklir æsingamenn. Vera er það með fáfræði þína og fordóma.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.7.2009 kl. 12:13

16 identicon

Eina lausnin er að mennta þetta fólk allt saman... taka af því súperkarlabækurnar, fræða börnin á að súpergeimgaldrakarlar eru ekki til.

Þessi landsvæði eru hrópandi staðreyndir um áhrif trúarbragða, þarna er það íslam og gyðingdómur sem eru áhrifavaldarnir

DoctorE (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:03

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekki sammála því að trúarbrögð skipti öllu þarna.  Það eru villandi fréttir á v-löndum oft þessu viðvíkjandi.  Þar er allt hjá Palestínumönnum tengt við trúarbrögð, ofsamuslimar etc.  Menn þekkja þetta.

Þetta er mikil einföldun.  Grunnurinn er yfirgangur eins gagnvart öðrum.  Þegar ákveðinn hópur ætlar að sölsa undir sig allt besta land á svæinu og hrekja íbúanna sem fyrir eru inná harðbýli og óbyggðir - þá Þarf ekkert rokket sæens, býst eg við,  til að átta sig á að slíkt endar með ósköpum.  Jú jú upp rísa ýmsir hópar því viðvíkjandi sem kenna sig við eitt og annað.  En bakgrunnurinn er yfirgangur og ofbeldi eins gagnvart öðrum.

Fólk á líka að skoða sögu israels aðeins betur.  Margt sem kemur á óvart ef grannt er skoðað.  Td. er mikil svona rómantík hjá mörgum íslendingum yfir Kíbútum og lífsháttum þar.  Það er misskilningur.  Kíbútin fyrr á tímum skiluðu stórskemmdum einstaklingum frá sér.  Spurning hvort það hafi ekki verið hálfgerður heilaþvottur.

Israel er mjög skrítið land og hálf fokked upp.  Alveg spurning hvort það gæti ekki hrunið bara innanfrá.  Rétt eins og td. Sovét,  eins og forseti Írans bennti eitt sinn skarplega á (en var afflutt á v-löndum sem kunnugt er)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 13:28

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ómar Bjarki, ég hélt að það væri Ísland sem væri að hrynja innan frá. Hvað er annars Kíbút???

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.7.2009 kl. 13:49

19 Smámynd: Gísli Gíslason

Gott innlegg hjá Ómari.  Síðast þegar Ísraelar réðust inná Gaza, þá drápu þeir á annað þúsund manns sem var svipaður fjöldi og fórst með Titanic.  Nú ætla Ísraelar greinilega að útloka araba frá Jerúsalam.  Margt fleira mætti týna til. Það er sannarlega ekki kristinn kærleikur sem blessar svona yfirgang og ótrúlegt að fólk skuli réttlæta svona framferði.  Það er athyglisvert og ótrúlega dapurt hvað Ísraelsmenn komast upp með mikinn yfirgang. 

Gísli Gíslason, 20.7.2009 kl. 14:30

20 identicon

Ég man eftir því þegar ég var strákur í barnaskóla hér fyrir norðan að í heimsókn kam svokallaður „trúboði“. Þetta var einhver furðufugl, sem ég man ekki lengur hvað hét, en hafði verið í Kína, hvorki meira né minna, til að kristna Kínverja. Á þeim aldri þorði maður auðvitað ekki að opna kjaft, né spyrja spurninga.  En ég minnist þess að ég var að velta vöngum yfir því, hví þessi maður skyldi leggja það á sig og sína fjölskyldu, að þvælast alla leið til Kína til að koma vitinu fyrir eina elstu menningar þjóð veraldar. En af hverju er ég að minnast á þetta? Vegna þess að bæði kristnir menn og Múslimar hafa lengi verið trylltir í þessum trúboðaofsa og notast þar við ýmiss óskemmtileg meðul. Þetta hafa Gyðingar hinsvegar ekki gert. Þeir hafa leyft öðrum þjóðum að hafa sína guði og skurðgoð, án afskipta. En auðvitað er aðeins ein lausn við þessari fjárans trúarbrgaðavitleysu.

Atheismus eða heilbrigð skynsemi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 15:39

21 Smámynd: Skríll Lýðsson

mér sýnist hatur Vilhjálms á palestínu aröbum vera ótæmandi og hann vera uppfullur af fordómum og rasisma í þeirra garð, greinilegur öfgasinni sem sér ekkert athugavert við framferði ísraela,þetta er jú þeirra guðsgefni réttur að murka lífið úr þeim með öllum tiltækum ráðum og nýjustu vopnum frá usa.

Ég hygg að Ómar bjarki sé að meina samyrkjubú þegar hann nefnir Kíbút.

Skríll Lýðsson, 20.7.2009 kl. 15:45

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er athyglisvert að fylgjast með þessari umræðu og sjá hvernig húskarlar Hamas samtakanna verja ofbeldi þeirra gagnvart gyðingum jafnt sem eigin þjóð. En arabarnir hafa náð tökum á áróðursmaskínunni á Vesturlöndum og vita að vesturlandabúar eru "suckers" sem hæg er að beita fyrir vagninn.

Mig langar að spyrja þessa galvösku Hamas-brjóstvörn, hvernig á því standi að Kínverjar geti útrýmt þjóðarbroti múslima á sínu landsvæði, beitt það ofríki og rekið það af landi sínu án þess að hinn múslímski heimur æmti eða skræmti? Skyldi það vera vegna þess að Kínverjar beita múslima nákvæmlega sömu bolabrögðum og hinn múslímski heimur beinir að Vesturlöndum.

Hæfir kjafti skel?

Ragnhildur Kolka, 20.7.2009 kl. 18:13

23 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ragnhildur Kolka. Það að Palestína hafi aldrei verið sjálfstætt ríki skiptir nákvæmlega engu máli. Það réttlætir samt ekki að fólk, sé rekið frá heimilum sínum og landi þess rænt. Fólk, sem jafnvel á ættir að rekja til landsina í hundruð ef ekki þúsundir ára. Það er því ekkert, sem réttlætir landrán Íslraela og það er ekkert, sem réttlætir tilkall þeirra til Jerúsalem.

Vilhjálmur. Ég var bara að benda á að öll þjóðarbrot í Palestínu og Ísrael eiga ættir að rekja til þessa svæðis í þúsundir ára. Því hafa Ísraelar ekkert tikall til lands í krafti þess að vera gyðuingar umfram önnur þjóðarbort. Það er því ekkert, sem réttlætir kröfu þeirra um að sitja einir að Jerúsalem. Öll Jerúsalem er hluti af ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu.

Sigurður M Grétarsson, 20.7.2009 kl. 19:15

24 identicon

Sigurður M. Grétarsson skrifar um hin „ólöglegu hernámssvæði Ísraela“ frá árinu 1967.

En Sigurður, hvað gerðist árið 1967? Stutt „recall“. 5 Júní réðist her manna frá Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan á Ísrael. Þeim til styrktar voru einnig menn og vopnabúnaður  frá Írak, Saudi-Arabíu, Túnís. Marokkó og Alsír. Einni komu flugmenn frá Pakistan, Libýu, og Kuwait Aröbum til hjálpar eftir fyrsta dag átakanna.

Eftir 6 daga hafði hið litla Ísrael gjörsigrað her Araba, sem var mörgu sinnum stærri.

Hið óhugsanlega hafði gerst. Eftir allar styrjaldir verða breytingar á landamærum hinna stríðandi ríkja. Skoðaðu bara landamæri Evrópu fyrir og eftir heimstyrjöldina síðari.

Og hvað heldur þú að hefði gerst, hefðu Arab borið sigur úr bítum í júní 1967. Þá hugsun vil ég ekki hugsa á enda. Síðan kemur að því að Egyptar koma skríðandi á fjórum fótum og vilja fá Sinai skagann til baka. Biðjast afsökunar, segja að þetta hafi allt verið einn mikill misskilningur. Sorry. Og þeir fengu Sinai skagann. Einnig hefur Ísrael látið eftir Gaza lengjuna. En enn ekki Golan hæðirnar, Vesturbakkann og Austur Jerúsalem. Og það er gott svo. Þú semur ekki við lönd sem eru einræðisríki, það er tilgangslaust.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 20:20

25 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurður M: Hvenær á að byrja að telja? Voru gyðingar ekki flæmdir af landi sínu í eina tíð og þeir sem eftir urðu hnepptir í ánauð múslímskra yfirboðara.
Til upplýsingar þeim sem halda því fram að gyðingar eigi ekki tilkall til Jerúsalem.

Wickipedia greinir frá manntali sem framkvæmt var af Tyrkjum sem réðu yfir því landi sem nú nefnist Ísrael alla 19. öldina. Það má reikna með að gyðingar hafi jafnvel verið enn fleiri en þarna kemur fram. Má búast við að margir gyðingar og kristnir hafi farið huldu höfði vegna hinnar þungu skattbyrði sem Tyrkjasoldán lagði á "infidelana". Skattaundanskot eru ekki uppfinning Íslendinga þau hafa fylgt mannkyninu frá upphafi.

1840
The Ottoman Turks retake the city. (Jerúsalem)
1844
The first census: 7120 Jews, 5760 Muslims, 3390 Christians.

 Varla hefur Tyrkjasoldán fegrað tölurnar 21. aldar gyðingum í vil.

Ragnhildur Kolka, 20.7.2009 kl. 21:33

26 Smámynd: Arnar Guðmundsson

SAMMÁLA ÞESSU,. KJÁNAR

Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:39

27 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sorglegt að sjá menn eins og Ómar opinbera skilningsleysi sitt. Hann skilur ekki að Múslimir hafa slegið eign sinni á allan heiminn og hví þá ekki á Jerúsalem sem þeir hernámu 638, en þá höfðu Gyðingar ráðið borginni í 1000-1500 ár.

Í Kóraninum er Jerusalem nefnd Al-Quds og Arabarnir nefna hana það ennþá. Þetta nafn merkir líklega Judah-borg (Gyðinga-borg) og "Quds" samsvarar þá "Judah". Takið eftir að Messias er ritað Messiah á Hebresku og sama gildur um fjölmörg Hebresk orð, að endingin "-ah" varð "as" í Grikknesku og Evrópskum málum.

Arabarnir viðurkenna því að Jesusalem er borg Gyðinga. Til samanburðar má nefna að Gotarnir (Goti) á Spánu báru heitið "Quti" á Arabisku.

Hvað getur verið eðlilegra en að Ísraelsmenn byggi hús í höfuðborg sinni, eins og þeim lystir ? Eiga þeir að biðja alla trúarleiðtoga heims leyfis til að byggja smávegis í þessari borg eftir 3000 ára búsetu ? Þú ert ekki í lagi Ómar minn, ef þú ætlar að halda fram svona öfgaskoðunum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 00:21

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef hvergi haldið því fram að Jerúsalem megi ekki vera höfuðborg Ísraelsríkis. Raunar tel ég að í sáttum þjóðanna tveggja geti borgin vel verið höfuðborg beggja ríkjanna.

Íslendingar hröktust margir undan Haraldi hárfagra frá vesturhéruðum Noregs. Eigum við þá að taka upp á því að hópast þangað til baka og endurheimta lönd okkar þar?

Það er fráleitt að ætla sér að taka eitthvert ártal fyrir 1100 til 1500 árum og segja að allar þjóðir sem bjuggu þar þá eigi rétt á að endurheimta það land sem þeir bjuggu þá.  

Ómar Ragnarsson, 21.7.2009 kl. 00:47

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú segir, Ómar, um Jerúsalem: "Hún er einnig heilög í trú múslima." – Uppfræddu okkur nú, hvernig eða hvers vegna hún er heilög í trú múslima.

Jón Valur Jensson, 21.7.2009 kl. 01:00

30 Smámynd: brahim

Loftur: Al Quds þýðir ekki borg Gyðinga heldur...Hin höfugi og heilagi staður. Og því engin viðurkenning á að Jerusalem sé borg Gyðinga. Kynntu þér hlutina sjálfur fyrst, áður en þú ásakar aðra um kunnáttuleysi.

Jón Valur: Jerusalem er kunn sem borg spámannana á meðal múslíma...þeirra sömu og nefndir eru í Biblíunni...og eru einnig nefndir í Kóraninum.

Fyrsti staðurinn (Quibla) fyrir Múslima var Jerusalem...þ.e.a.s. staður sem Múslímar sneru sér til í bænum sínum. Og það var áður en Mecca varð sá heilagi bænastaður sem hann er í dag.

Sagt er að Múhammeð hafi sagt að aðeins 3 staðir kæmu til greina sem Múslimar í bæn ættu að snúa sér í átt að. Mecca í S-Arabíu...Madinah í S-Arabíu og Al Aqsa moskunnar í Jerusalem. Því er Mecca og Jerusalem tengd órjúfanlegum trúarlegum böndum meðal múslíma.

brahim, 21.7.2009 kl. 01:58

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ófullnægjandi svar, hér vantar í, brahim (en hvert er þitt rétta nafn?).

Svarið felur þó í sér viðurkenningu á einum helzta kjarna Gyðingdómsins: boðun spámannanna. Heimildirnar um þá eru hebreskar og gyðinglegar. Þetta var svo cóperað og úr því valið á 7. öld o.áfr. meðal Araba. Ísraelski grunnurinn (og frumheimildirnar) er því primer og hinn rétti mælikvarði.

Hin gamla Jerúsalem er helgistaður bæði Gyðinga og kristinna; varla mótmælir nokkur því. En hvar er hin gamla Jerúsalem? Aðallega í austurhluta núverandi borgar, Arabamegin.

Jón Valur Jensson, 21.7.2009 kl. 02:26

32 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kristinn - brahim.

Sýndu okkur hvað þú hefur fyrir þér um þessa kenningu ? Þetta virðist venjulegur Araba-tilbúningur !

Höfugur merkir: þungur, syfjaður.

Er nú líklegt að Jerusalem sé mjög syfjuð ? Hvernig tengist "syfjaður" og "heilagur" í sama orðinu ? Þetta virðist barnalegur tilbúningur, en upplýstu okkur "fáfróð".

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 11:20

33 identicon

Vilhjálmur,

Þú biður aðrir um að lesa og læra. Lestu þá eftirfarandi:

"Neither Jewish ethics nor Jewish tradition can disqualify terrorism as a means of combat. We are very far from having any moral qualms as far as our national war goes. We have before us the command of the Torah, whose morality surpasses that of any other body of laws in the world: "Ye shall blot them out to the last man."

Þetta voru pólitíkin hjá Stern Gang sem drap Folke Bernadotte. Að drepa með mósebókunum í hægri hönd og byssan í vinstri.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:53

34 Smámynd: Arnar Guðmundsson

VILLIMENN

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 14:00

35 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Ómar.

Ég er nýkominn frá Jerúsalem (Ísrael), eftri fjögurra mánaða dvöl þar. Þetta er einnig tuttugasta og níunda árið þar, sem ég hef verið árlega sem leiðsögumaður og unnið  við hjálparstörf meðal Gyðinga og Palestínu/araba. Ég bendi aðeins á þetta til þess að þú skiljir betur vonbrigði mín við grein þinni.

Þar sem ég vinn mest með Palestínumönnum og hef oft búið meðal þeirra, þekki ég vel hugsun og skoðanir þeirra varðandi Jerúsalem.

Eldri palestínumenn sem muna eftir því hvernig borginni var skipt fyrir 1967, hafa sagtt mér hve mikil gleði var hjá þeim þegar Ísraelska varnarliðið sigraði í "6-daga stríðinu" og rak óvinina (Jórdani) sem höfðu hertekið mestan hluta Palestínu 1948 og haldið landinu í herkví í 19 ár. það var ekki Ísraelski herinn sem hélt yfirráðum í Palestínu og austur-Jerúsalem í 19 ár. það voru Jórdanir. Þetta veistu vonandi Ómar.

Eftir að Ísrael hafði frelsað Jerúsalem, var nú opið á milli austurs og vesturs. Áður var öllum Gyðingum meinaður aðgangur að helgistöðum sínum. þeir sem gátu komist yfir og fundust, voru drepnir.

Í dag fer fjöldi araba á milli og er mikill fjöldi þeirra sem hvern dag koma til að versla og þar sér maður fjölda þeirra, bæði barna og eldri sitja á veitingahúsum og njóta þess frelsis, sem er í dag.

Ég hringdi í gær til vina minna í Austur-Jerúsalem og nefndi að hér á Íslandi blaðaskrif varðandi þau ummæli sem þessi grein þín ber. Hann var undrandi yfir því að heyra að á Íslandi væru talsmenn Hamas og óvinir Ísraels. hann minnti  mig á að Ísland hefi verið með þeim fyrstu löndum sem viðukenndu Ísraelsríki.

Varðandi umræddar byggingar Gyðinga í Austur-Jerúsalem, sagði hann að mestur fjöldi íbúa þar væru mjög þakklátir fyrir t.d. Hótelsbyggingu sem er verið að byggja þar.

Þetta væri von um að fjöldi ferðamanna myndi koma oftar inní þennan borgarhluta. Hann sá hið jákvæði við þetta og sagði einnig að fjöldi Palestínumanna óttuðust, ef borginni yrði aftur skipt.

Jerúsalem er höfuðborg Ísrael (hefur verið það í meir en 3000 ár) og þeir Palestínumenn sem búa þar, hafa það mjög gott. Þeir óttast ef borginni verði skipt aftur og Hamas-samtökin verði með í stjórn í ríki Palestínu, verði fólksflótti mikill, eins og hefur verið í Betlehem.

Ómar! Veistu að Gyðingar mega ekki búa í Jeríkó, mega ekki búa í Jenin, mega ekki búa í Betlehem, né á öðrum stöðum þar sem palestínumenn hafa stjórn

Veistu að fjöldi araba búa í Vestur Jerúsalem, hafa vinnu þar, heimili og öll almenn réttindi.

En hversvegna mega Gyðingar ekki búa á landsvæði Palestínu?

Gyðnga eiga fullan rétt á að búa í friði í sínu eigin landi og ættu ekki þurfa að hafa vopnað varnarlið  til að vernda borgara sína.

Að endingu vil ég vitna íþín eigin orð : Margslungin og mögnuð helgi Jerúsalem er þess eðlis að einstakt er í heiminum.

Ég skora á þig að fara þangað og sjá með eigin augu þetta yndislega land Biblíunar.

Láttu ekki íslenska Hamas liða, sem eru "Ísraels/Gyðinga hatarar" hafa áhrif á þig.

Óska þér og þínum alls þess besta (sjá einnig vefsíðuna, zion.is)

Shalom kveðja.

Ólafur Jóhannsson, 21.7.2009 kl. 14:13

36 identicon

Vandamálið hjá Íslendingun er þessi „latente“ Antisemitismus, sem er ekki síst einkennandi fyrir hóp manna, sem kennir sig gjarnan við Intellectualism, en er oft á tíðum heimalningar, þröngir í anda, sjúgandi upp í nefið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:52

37 Smámynd: brahim

Loftur:Dugir þessi skýring fyrir þig, þar að segja ef þú telur þig meðal Kristinna fylgjanda...Vatnið og vínið eiga sannarlega sinn sess hér. Nú er það vínið sem umbreytist ef svo má segja. Kristur talar um það sem blóð sitt. „Þetta er blóð mitt sem fyrir yður er úthellt gjörið þetta í mína minningu“. Þannig eru innsetningarorðin og þau tökum við beint úr frásögnum af þessum degi. Nei, vökvinn höfugi og hátíðlegri öðlast nú enn dýpri og varanlegri sess. Hann verður að „tákni“ fyrir fórnina stóru sem Kristur færir okkur með dauða sínum og upprisu. Og um leið verður blóð hans og líkami að tákni fyrir það samfélag sem við hér í kirkjunni eigum. Þetta er líkami minn, þetta er blóð mitt....Heldur þú að þarna sé verið að tala um syfju eða drunga? Nei svo er ekki...heldur eitthvað sem er gott.

brahim, 21.7.2009 kl. 22:22

38 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:25

39 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Gyðingdómur hefur ekki þröngvað  trú sinni upp á aðra"

Hvað kallarðu það, Vilhjálmur, þegar strangtrúaðir Gyðingar grýta fólk sem vogar sér að "vinna" á hvíldardeginum? Hvað segirðu um Irgun? Hvað með Brit HaKanaim? Hvað með "velsæmislögregluna" sem hefur refsað fólki grimmilega fyrir "glæpi" eins og að sitja við hliðina á einstaklingi af hinu kyninu, og hafa jafnvel hellt sýru yfir ungar stúlkur sem þeim þóttu ekki nægilega siðlega klæddar? Minnir slíkt framferði ekki á öfgamúslimana sem þér er svo illa við?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.7.2009 kl. 10:18

40 Smámynd: brahim

Tinna: Ekki láta þér til hugar koma að hann Vilhjálmur svari þér... Enda þekktur fyrir það að svara aldrei þeim sem geta komið með eitthað á móti hans rökum...ef hann finnur einhver svör máttu búast við að hann geri grín að nafninu þínu um leið...það er hann einnig þekktur fyrir að gera...ef þú hefðir sett þessa færslu inn á hans blogg...þá hefði hann fjarlægt hana sem og útilokað þig frá bloggin hans...Vilhjálmur vill aðeins hafa já fólk inni á sinni síðu...þar að segja þá sem eru sammála honum í einu og öllu sem hann skrifar... þannig að "don´t hold your breath" hvað svar varðar frá honum.

brahim, 22.7.2009 kl. 11:25

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ítreka spurningu mína, sem Ómar hefur ekki svarað: Þú segir, Ómar, um Jerúsalem: "Hún er einnig heilög í trú múslima." – Uppfræddu okkur nú, hvernig eða hvers vegna hún er heilög í trú múslima. – Svar þitt (ókomið) skiptir máli, enda eru þessi orð þín um heilagleika borgarinnar í augum múslima mikilvæg forsenda alls sem þú segir hér.

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 11:43

42 identicon

Setti óvart eftirfarandi texta undir nýrri færslu Ómars:  Ef það er flug.  Fékk þó strax viðbrögð þar.

Sæll Ómar! Þú virðist þjást af ýmsum ofur-grillum varðandi gyðinga í Ísrael og
framkomu þeirra við palestínuaraba.Nokkur dæmi:

Ofur-grimmdar-grillan: Þú reynir að útmála gyðinga sem grimmdarseggi gagnvart
óbreyttum palestínuaröbum.Staðreyndir segja allt aðra sögu. Yfirráð Ísraela
á svæðum palestínumanna hafa einkennst af afar samviskusömu,borgaralegu
umsjónarstarfi og mannúðlegri yfirstjórn á öllum málum arabanna,þrátt fyrir
stöðugar árásir öfgahreyfinga þeirra.Að þetta er staðreynd sést á þeim
gífurlegu framförum sem orðið hafa á öllum lífskjörum palestínuaraba síðustu
hálfa öldina undir yfirstjórn Ísraels.Þessi afar vanþróaða arabaþjóð
 sem var nánast ólæs og óskrifandi við stofnun Ísraels,er núna meðal
menntuðustu arabaþjóða, með tíu stóra háskóla þar sem nemendafjöldi er um
hundrað þúsund manns og lífskjör öll hafa lengst af verið með því besta sem
gerist meðal araba utan olíuríkja.Ber þetta vott um grimmd Ísraela gagnvart
þessum skjólstæðingum sínum? Viltu þá vera svo vænn að skilgreina grimmd?

Yfirgangs og útrýmingar-grillan:  Þú talar um yfirgang Ísraela og gefur í skyn að
ætlun þeirra sé að kúga og niðurlægja og að lokum útrýma palestínuaröbunum.
Eftir sjálfstæðisstríðið og stofnun Ísraels 1948 var þeim mikla fjölda palestínumanna,sem ekki
hafði flúið land vegna átakanna boðinn ríkisborgararéttur í hinu nýja
gyðingaríki. Hversvegna skyldu gyðingarnir hafa boðið uppá slíkt,ef ætlun
þeirra var aðeins að útrýma aröbunum?Er það vænlegt til árangurs að bjóða
þeim ríkisborgararétt sem þú ætlar síðan að útrýma?Ég er hræddur um það kæri
Ómar,að það séu ekki gyðingarnir sem vilji útrýma aröbunum,heldur séu það
arabarnir og múslimarnir sem vilji útrýma gyðingunum! Hljómar það mjög ótrúlega,
jafnvel þrátt fyrir marg-ítrekaðar yfirlýsingar araba- og múslimaleiðtoga í
þá veru?Þær yfirlýsingar fara nú líka kannski,skiljanlega, fyrir ofan garð og neðan
hjá ofur-uppteknum ofurbloggurum á gyðingahaturs-flippi!

 

hreiðar þór sæmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:56

43 identicon

JVJ hún er heilög vegna þess að menn halda að flugmiði sé í boði, flugmiði til lúxuseyjunnar á himnum... þar sem kristnir verða allir gerðir kvenkyns til að fylla upp í vöntun á hreinum meyjum fyrir múslíma...
Þið hafið jú sama guð og því verður guddi að gera þig að kerlingu fyrir múslíma JVJ minn... hahahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:09

44 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Tina sem nefnir sig kverúlant, leggur út af eftirfarandi ummælum Vilhjálms:

Gyðingdómur hefur ekki þröngvað trú sinni upp á aðra, ekki einu sinn þá sem lánuðu ritningu þeirra. Gyðingar hafa með nokkrum undantekningum ekki stundað hryðjuverk í nafni trúar sinnar.

Mér virðist Tinna ekki skilja merkingu hugtaksins "þvinguð trúskipti". Hún virðist ekki heldur skilja, að upprisu-hreyfing Gyðinga (Tsiyon) hafði endursreisn Ísraels að markmiði, en ekki trúarlega útbreiðslu. Gyðingar hafa ekki stundað að neyða fólk til trúskipta. Hins vegar geta allir sem það vilja tekið upp trú á Yahweh og fengið fræðslu í Gyðingdómi.

Við vitum að fylgismenn Allah hafa ekki gengið þannig fram, heldur hafa að markmiði að allir lúti í duft fyrir Mána-gvuðnum. Það er Allah þóknanlegt að drepa óvini hans og þeirra Mújahida sem falla í Jihad bíður sæluvist með 72 óspjölluðum meyjum. Þessi tvö trúarbrögð eiga fátt sameiginlegt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.7.2009 kl. 13:21

45 Smámynd: brahim

Loftur: Hér geturðu fræðst um orðið Tsiyon (Zion) http://en.wikipedia.org/wiki/Tsiyon

Og hér geturðu fræðst um þá sem ofsóttu Gyðinga en hvorki þú né Vilhjálmur Ö V nefna nokkurn tíman. Og þarna er ekki verið að tala um Múslíma.http://www.hafnarfjardarkirkja.is/Tr%C3%BAarbrag%C3%B0ahorni%C3%B0/Gy%C3%B0ingd%C3%B3mur/tabid/429/Default.aspx 

Og að endingu getur þú lært hér um réttu meininguna á orðunum Jihad http://en.wikipedia.org/wiki/Jihad  og orðinu mujahid (ekki mújahida) http://en.wikipedia.org/wiki/Mujahideen  Þetta er ágæt lesning fyrir þig...því þetta comment þitt til Tinnu er algert bull.

brahim, 22.7.2009 kl. 15:36

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, hefurðu í alvöru ekki hugmynd um það, hvernig eða hvers vegna Jerúsalem er að þínu mati heilög í trú múslima? Af hverju er svona erfitt að svara?

Jón Valur Jensson, 26.7.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband