Ekki of sigurvissir.

Ķslenska landslišinu ķ handbolta hefur oft gengiš einna best žegar vonirnar hafa veriš minnstar. 

Žannig var žaš 1961 viš kepptum į heimsmeistaramóti og įttum žó ekkert bošlegt ķžróttahśs, heldur lékum ķ bragga sem var allt of lķtill, - unnum žó fyrrum silfurliš Svķa og vorum skammt frį žvķ aš fara ķ undanśrslit en lentum ķ 6. sęti.

Vonirnar voru miklar fyrir einum og hįlfum įratug žegar viš héldum heimsmeistarakeppnina sjįlfir og vonbrigšin žeim mun meiri.

Į įttunda įratugnum sendum viš sterkt liš til keppni ķ Austur-Žżskalandi, en lišsmenn fengu einhverja umgangspest og guldi afhroš. 

Vissulega er naušsynlegt aš stefna aš sigri og hafa sjįlfstraustiš ķ lagi, en ķ ljósi reynslunnar held ég aš rétt sé aš varast of mikla siguvissu.

Enginn leikur mun vinnast fyrirhafnarlaust.  


mbl.is Allir klįrir ķ slaginn
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Ógleymanleg lyftufesta.

Sagan af konunni sem var föst ķ lyftu ķ įtta daga minnir mig į aš fyrstu bśskaparįr okkar Helgu bjuggum viš į tólftu hęš aš Austurbrśn 2.

Hśsiš reisti samvinnubyggingarfélag sem ég var félagi ķ og hafši ég unniš viš byggingu žess frį 17 įra aldri og gjöržekkti žaš, ekki bara aš utan og innan, heldur lķka hvaš var inni ķ veggjum žess, žvķ aš ég var jįrnamašur. 

Eitt sinn heimsótti okkur kona frį Ķsafirši sem hafši stašiš fyrir žvķ aš ég kęmi vestur į Ķsafjörš aš skemmta žar og žekkti Helgu mjög vel frį fornu fari žegar hśn hafši veriš į Patreksfirši. 

Konan sagšist vera sjśklega hrędd viš lyftur og vildi frekar ganga.

Hśn sagši, aš ef lyftan stöšvašist og kęmist ekki aftur aš staš myndi hśn gjörsamlega ganga af göflunum.  

Žegar hśn kvaddi okkur baušst ég til aš verša henni samferša nišur ķ lyftunni til žess aš sżna henni aš žetta vęru öruggustu farartęki ķ heimi, enda hefši ég kynnt mér rękilega öll gögn um fįanlegar tegundir af lyftum įšur en žessi tegund var valin. 

Konan vildi frekar fara ķ stóru lyftunni en žeirri litlu, af žvķ aš ķ žeirri litlu myndi hśn bugast af innilokunarkennd.

Mér tókst samt aš lokka hana til aš fara meš litlu lyftunni meš hįstemmdum lżsingum į žvķ aš ekkert gęti fariš śrskeišis. 

Į leišinni nišur vildi ég sżna henni fram į aš žaš hefši veriš rétt sem ég hefši sagt henni aš śtilokaš vęri aš klemmast į milli į leišinni nišur, žvķ aš sérstakur žröskuldur kęmi ķ veg fyrir slķkt.

Hśn įtti erfitt meš aš trśa žvķ svo aš til aš sanna žetta og įrétta fullyršingu mķna steig ég į žröskuldinn og žetta gekk eftir, - lyftan stöšvašist.

Sķšan żtti ég į hnapp til aš fara aftur af staš en žį geršust ósköpin: Lyftan haggašist ekki.

Ķ hönd fór einhver skelfilegasta stund ęvi minnar žvķ aš blessuš konan trompašist alveg.

Og žaš sem verra var, į žessum tķma voru engir farsķmar og langan tķma tók meš hrópum og köllum og barsmķšum aš lįta vita af žvķ hvernig komiš vęri.

Žessi hróp og köll og lęti espušu konuna aš sjįlfsögšu svo hśn veinaši og grét og žaš žurfti ekki meiri hįvaša en žaš. 

Aš lokum kom svo hśsvöršur til hjįlpar og af žvķ aš lyftan stóš föst į milli hęša, varš draga konuna meš miklum erfišismunum upp og śt um rifu sem myndašist žegar nęstu dyr fyrir ofan lyftuna voru opnašar.

Žetta var mikil žrautastund og konan hefur įreišanlega veriš margar vikur aš jafna sig eftir žessa algerlega misheppnušu tilraun mķna til žess aš lękna hana af lyftuhręšslunni.  


mbl.is Var föst ķ lyftu ķ įtta daga
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Hvenęr skelfur Bakki?

Lesa mį śr gögnum jaršfręšinga og jaršskjįlftafręšinga aš um Hśsavķk liggi brotalķna sem veldur žvķ aš žar megi bśast viš eins höršum jaršskjįlfta og oršiš geti hér į landi. 

Hins vegar veit enginn hvenęr žetta mun gerast og ķ umręšunni um įlver į Bakka er aldrei minnst į žetta. Gęti žessi skjįlfti žó oršiš hvenęr sem er. 

Lķklega skiptir žessi risaskjįlfti ekki mįli ķ hugum okkar Ķslendinga žvķ aš möguleikarnir į žvķ hvenęr hann veršur eru ašeins tveir.

1. Hafi hann ekki oršiš įšur en įlveriš rķs er öllum sama. Ef hann veldur skemmdum į žvķ veršur žaš verkefni žeirra sem žį verša uppi aš fįst viš žaš. Den tild, den sorg. 

2. Verši hann rétt įšur en įlveriš rķs veršur sagt: Nś er svo langt žangaš til aš nęsti risaskjįlfti kemur aš žaš skiptir ekki mįli.

Žannig hugsum viš Ķslendingar oft. Réttara er aš setja öll eggin ķ eina körfu sem stašsett er į hęttulegasta staš ķ stašinn fyrir aš dreifa įhęttunni og hafa minna brothętt fóšur į fleiri stöšum. 


mbl.is Jaršskjįlftahrina viš Grķmsey
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Bloggfęrslur 18. janśar 2010

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband