5.10.2010 | 22:22
Undir koddanum, ef það er eitthvað ?
Allt frá föstudeginum eftirminnilega þegar fólk flykktist á Íslandi til að ná peningum út úr bönkunum, hefur ríkt ástand fáránleikans hér á landi í þessum málum.
Svo mjög brenndu flestir sig á viðskiptum við fjármálastofnanir að mörg ár munu líða þar til von á að vera um eðlilegt ástand í þessum efnum.
Gríðarleg tortryggni hefur breiðst út um þjóðfélagið þegar upplýst er um stórfellda mismunun hvað varðar það hvernig bankarnir umgangast viðskiptavini sína.
Nú síðast í dag er upplýst að átta sjávarútvegsfyrirtæki hafi fengið afskrifaðar skuldir upp á tæpar 55 milljarða króna og þegar horft er á það að svona fyrirtæki skulda víst um 400 milljarða virkar hálf einkennilega allt talið um hagkvæmni útgerðarinnar.
Einkum virkar hún sérkennilega þegar í ljós kemur að allt önnur og skárri staða er hjá vinnslufyrirtækjunum.
Skýringin skyldi þó ekki vera sú að kvótagreifarnir margir hverjir hafi braskað með kvótann og flutt stór verðmæti í aðra starfsemi eða jafnvel úr landi?
Þegar horft er yfir allt sviðið skal engan undra að upp úr sjóði þegar þrýstingurinn er orðinn svo mikill að lokið lyftist af potti hinnar kraumandi óánægju þúsunda fólks.
Vantraust á fjármálakerfið verður síðan til þess að margt fólk reynir að koma eigum og peningum undan og geyma peningana kannski frekar undir koddanum heldur en að láta þá inn í bankann þar sem óvíst er um ávöxtun en skattmann hins vegar nærri til að næla sér í sneið.
![]() |
Viðhorf bankanna hafa breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.10.2010 | 13:09
Öfugt við Landeyjahöfn? Eða hvað?
Ég hef fyrir allnokkru bloggað um þá mótsögn að Vegagerðin hafi annars vegar byggt garða út í ár til um allt land að safna sandburði að þeim, vegna þess að slíkir garðar "drepa" strauminn svo að sandurinn sekkur til botns við garðana, - en hins vegar látið sér koma það á óvart að tveir slíkir garðar sem ganga út frá ströndinni sitt hvorum megin við Landeyjahöfn virki nákvæmlega eins, það er, dragi að sér sand sem fylli höfnina af sandi.
Nú ætlar Siglingastofnun að laða sand að Víkurfjöru með því að gera svona garð út í sjóinn þar og mun mörgum sem fljúga eða sigla meðfram suðurströndinni þykja stinga í augu að þeir sem geri svona garða búist við gerólíkum áhrifum af þeim.
Nú er það svo að það er að sjálfsögðu háð sjávarstraumum hvernig svona garðar virka, en ég bendi á athyglisverða blaðagrein eftir Pál Imsland nýlega þar sem hann færir að því rök að vandamálið með sandburð í Landeyjahöfn verði fyrir hendi um alla framtíð, burtséð frá eldgosum og framburði af þeirra völdum.
![]() |
Hugmyndir um garð út í sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)