Öfugt við Landeyjahöfn? Eða hvað?

Ég hef fyrir allnokkru bloggað um þá mótsögn að Vegagerðin hafi annars vegar byggt garða út í ár til um allt land að safna sandburði að þeim, vegna þess að slíkir garðar "drepa" strauminn svo að sandurinn sekkur til botns við garðana, -  en hins vegar látið sér koma það á óvart að tveir slíkir garðar sem ganga út frá ströndinni sitt hvorum megin við Landeyjahöfn virki nákvæmlega eins, það er, dragi að sér sand sem fylli höfnina af sandi.

Nú ætlar Siglingastofnun að laða sand að Víkurfjöru með því að gera svona garð út í sjóinn þar og mun mörgum sem fljúga eða sigla meðfram suðurströndinni  þykja stinga í augu að þeir sem geri  svona garða búist við gerólíkum áhrifum af þeim. 

Nú er það svo að það er að sjálfsögðu háð sjávarstraumum hvernig svona garðar virka, en ég bendi á athyglisverða blaðagrein eftir Pál Imsland nýlega þar sem hann færir að því rök að vandamálið með sandburð í Landeyjahöfn verði fyrir hendi um alla framtíð, burtséð frá eldgosum og framburði af þeirra völdum. 


mbl.is Hugmyndir um garð út í sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Ómar, ég held að okkur Víkurbúum muni hugnast mun betur að fá garð þvert út frá ströndinni heldur en garð langs með fjörunni, sem sjórinn mun svo innan tíðar liggja á og okkar fræga svarta og túristavæna sandfjara þar með hverfa.  Enda held ég líka að þessi aðferð ásamt smávægilegri grjótvörn í grasbakkan komi til með að virka miklu betur en hitt þegar fram í sækir.

Þórir Kjartansson, 5.10.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég held að Landeyjarhöfn verði aldrei til friðs nema að setja nýjan garð talsvert austar til að gera akkúrat þetta að fanga sandinn og stoppa hann af en samt þarf að dæla reglulega úr höfninni.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.10.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Karl Ingólfsson

Fram hefur komið snilldarhugmynd um tengingu Vestmanneyja við fastalandið!

Grjótgarðarnir sem mynda Landeyjahöfn hafa þegar sannað virkni sína sem fyrirtaks sandgildrur. Hægt og rólega mun innri hluti þeirra umlykjast sandi (þið þekkið PétursEY og HjörleifsHÖFÐA). Þegar svo er komið má grafa upp innsta hluta stórgrýtisins og aka því fram grjótgarðana og lengja til hafs.

Með tíð og tíma (og hjálp Kötlu) er hægt að framlenga garðana, með selflutningi þessara sömu steina, þennann 10 km spotta til Heimaeyjar, -sem þar með verða orðnar nk Landeyjar.

Lílega má ráða strax þrjá kalla og kaupa tvo trukka og eina beltagröfu og láta þessa þremenninga dunda sér á dagtíma næstu 4 kynslóðir við að vegtengja Vestmannaeyjar með þessum líka fína sandgranda...

Karl Ingólfsson, 5.10.2010 kl. 15:15

4 identicon

Þetta sem Jón Vilhjálmsson nefnir er nokkuð sem mér flaug í hug á flugi þarna yfir á fallegu kvöldi í sumar. Þótt að aldan smá væri í austurátt var greinilegur taumur af sandi/ösku/leir í gagnstæða átt frá Markarfljóti á meira dýpi. Og það mátti merkja skugga ofan í sjónum þar sem sandur var að hlaðast upp austan við höfnina.

Svona gildra sem tangi myndi virka engu síður en höfnin sjálf, og alveg eins við Vík hugsa ég. Þá kæmi vísast til röst utar vegna hringstraumsins um eyjarnar.

Árstraumur hefur verið notaður nýverið til að halda farvegi hreinum. Það var í Þverá, þar sem nokkrir bændur (alveg verkfræðingslausir og leyfislausir) brutu árstrauminn með þvergörðum á nokkrum stöðum. Útkoman var vægast sagt mjög áhrifarík, - áin gróf sig niður í ál á örfáum árum, og töluvert land stóð eftir á bökkum og er nú að gróa.

Það var nýtt sem til var, - Beltagrafa, traktorar og vörubílar, ónýtar rúllur, net, torf, steypuhlunkar ofl, og fyrirætlunin (sem var að hemja Þverána þannig að hún hætti að sullast um allt og yrði kannski fisk-geng) tókst algerlega.

N.B.: Margar hafnir eru byggðar við árósa, eða á þeim, ekki til hliðar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 15:58

5 Smámynd: Njörður Helgason

Þó að sandburðurinn í Landeyjahöfn sé allmikill núna þá er um allt annað að ræða í Víkinni. Þar er fjaran, eða botninn svo nýr að enn er ströndin að ná jafnvægi eftir gosið í Kötlu haustið 1918.

Njörður Helgason, 5.10.2010 kl. 18:09

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er nú ekki að öllu leyti rétt hjá þér Njörður. Ég hef skoðað og borið saman dýptarmælingar hérna út af Vík  allt frá árinu 1919 til þessa dags. Þó undarlegt megi virðast er dýpið hér nánast óbreytt allan þennan tíma, þ.e.a.s þegar komið er út fyrir það svæði  sem fjaran hefur verið að færast út og inn á þessum tíma.  Sennilega nær strandlínan sjálf seint jafnvægi, nema Katla hætti bara alveg að gjósa.

Þórir Kjartansson, 5.10.2010 kl. 20:22

7 Smámynd: Njörður Helgason

Starfsmenn Siglingastofnunnar sögðu þetta sem ég segi á kynningarfundi sem þeir héldu áður en framkvæmdir hófust við sjóvarnargarðinn framan við Víkina.

Njörður Helgason, 5.10.2010 kl. 22:33

8 identicon

Og við höfum jú öll séð hversu rétt þeir höfðu fyrir sér með Landeyjarhöfn!!!   ;)

karl (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 23:51

9 Smámynd: Njörður Helgason

http://nhelgason.blog.is/blog/nhelgason/entry/1102777/

Njörður Helgason, 6.10.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband