Þetta megum við ekki heyra!

Michael Porter er ekki fyrsti maðurinn til að efast um stóriðjustefnuna, sem fylgt er hér á landi.

Það eru allmörg ár síðan menn fundu það út að stóriðjan skilar næstum því þrefalt lélelgri virðisauka inn í þjóðfélagið en til dæmis sjávarútvegur og ferðaþjónusta.

Álvinnsla er "orkufrekur iðnaður", orkubruðl á hæsta stigi en menn láta alltaf eins og íslensk orka sé svo gríðarleg að við gætum stjórnað orkuverðinu í Evrópu ef við seldum hana í gegnum sæstreng.

Er staðreyndin þó sú að öll virkjanleg orka Íslands er innan við eitt prósent af orkuþörf Evrópu. 

Ég var að blogga áðan um það sem Porter sagði um að hugsa til framtíðar, - að í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að láta stóriðjuna fá alla orku landsins á hálfvirði og hafa hana í gíslingu á leiðinni til þess lokatakmarks stóriðjufíklanna. 

Ég sé að þegar er farið að gera lítið úr orðum Porters á blogginu. Nei, þeitta megum við alls ekki heyra!


mbl.is Er álvinnsla arðbærust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfa til framtíðar? Nei, það má alls ekki.

Álfyrirtæki eru nú með orku Íslands í gíslingu. Íslendingar eru búnir að gera lista yfir þá sem hafa sýnt áhuga á orkunni á Norðausturlandi og á þeim lista trónir Alcoa efst á blaði.

Aðrir, sem kynnu að hafa áhuga sjá strax að þetta þýðir að engin orka yrði afgangs handa neinum eftir að  Alcoa hefur eyrnamerkt sé alla orku landshlutans og meira til.

Á þennan hátt hefur stóriðjan í raun hefur tekið orku landins í gíslingu og allt beinist að því að koma álverunum á koppinn og fórna því jafnvel til að álfyrirtækin reisi og eigi orkuverin. 

Lengra nær hugsunin ekki. "Ég, núna!" "Take the money and run!" Svipað er að gerast á suðvesturhorninu. Það er hugsað til næsta stöðugleikasáttmála og kjarasamninga eða til næstu kosninga. 

Michael Porter bendir á mannauðinn og þekkinguna sem enn meiri auðlegð en megavöttin en Íslendingar leggja kollhúfur.

Orkumálastjóri bendir á að í vegna þess að eðli jarðvarmaorkunnar er allt annað en vatnsorkunnar og að það krefjist rólegrar, yfirvegaðrar og öruggrar nýtingar jarðvarmans í stað þess að setja strax niður á blað orkumagn sem engin trygging er fyrir að náist. 

Af þessum sökum sé skynsamlegast og gróðavænlegast þegar litið sé til framtíðar að kaupendurnir séu margir og ekki of stórir og kominn jafnt og þétt í samræmi við þá orku sem sannanlega er í hendi.

Nú er hins vegar uppi þveröfug stefna.

Að horfa til framtíðar á Íslandi?  Nei, það má alls ekki. 

 


mbl.is Horfið til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af sjö merkustu eldfjöllum heims.

Niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar á því hverjar séu merkustu eldstöðvar heims var listiyfir tíu þær merkustu, en af þeim eru sjö á yfirborði jarðar en þrjár í sjó.

Grímsvötn eru í hópi þessara sjö, en meðal eldfjalla, sem ekki komast á blað, eru Hekla, Katla, Askja, Fujijama, Kilimanjaro og Vesuvius. 

Ég hef áður bloggað um þetta og er hægt að finna það blogg með því að slá inn nafnið Grímsvötn í leitardálkinn hér vinstra megin. 

Myndir úr myndasöfnum, sem birtar eru þegar fjallað er um hugsanlegt gos núna, eru misvísandi, því að þær sýna sumar flóðin og hamfarirnar 1996, en þá voru aðstæður allt aðrar en nú. 

Þá var íshellan við útfallið úr vötnunum svo þykk og sterk, að það leið mánuður þar til vatnið, sem Gjálpargosið bræddi, braut sér leið fram undir jökulinn og geystist niður Skeiðarársand.

Hin síðari ár hefur fyrirstaðan verið lítil og hlaupin því einnig lítil. Gosið í Grímsvötnum 2004 var líka frekar lítið, en fallegt var það og merkilegt. 


mbl.is Vatnsborð í Gígju hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband