Eitt af sjö merkustu eldfjöllum heims.

Niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar á því hverjar séu merkustu eldstöðvar heims var listiyfir tíu þær merkustu, en af þeim eru sjö á yfirborði jarðar en þrjár í sjó.

Grímsvötn eru í hópi þessara sjö, en meðal eldfjalla, sem ekki komast á blað, eru Hekla, Katla, Askja, Fujijama, Kilimanjaro og Vesuvius. 

Ég hef áður bloggað um þetta og er hægt að finna það blogg með því að slá inn nafnið Grímsvötn í leitardálkinn hér vinstra megin. 

Myndir úr myndasöfnum, sem birtar eru þegar fjallað er um hugsanlegt gos núna, eru misvísandi, því að þær sýna sumar flóðin og hamfarirnar 1996, en þá voru aðstæður allt aðrar en nú. 

Þá var íshellan við útfallið úr vötnunum svo þykk og sterk, að það leið mánuður þar til vatnið, sem Gjálpargosið bræddi, braut sér leið fram undir jökulinn og geystist niður Skeiðarársand.

Hin síðari ár hefur fyrirstaðan verið lítil og hlaupin því einnig lítil. Gosið í Grímsvötnum 2004 var líka frekar lítið, en fallegt var það og merkilegt. 


mbl.is Vatnsborð í Gígju hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband