Þetta megum við ekki heyra!

Michael Porter er ekki fyrsti maðurinn til að efast um stóriðjustefnuna, sem fylgt er hér á landi.

Það eru allmörg ár síðan menn fundu það út að stóriðjan skilar næstum því þrefalt lélelgri virðisauka inn í þjóðfélagið en til dæmis sjávarútvegur og ferðaþjónusta.

Álvinnsla er "orkufrekur iðnaður", orkubruðl á hæsta stigi en menn láta alltaf eins og íslensk orka sé svo gríðarleg að við gætum stjórnað orkuverðinu í Evrópu ef við seldum hana í gegnum sæstreng.

Er staðreyndin þó sú að öll virkjanleg orka Íslands er innan við eitt prósent af orkuþörf Evrópu. 

Ég var að blogga áðan um það sem Porter sagði um að hugsa til framtíðar, - að í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að láta stóriðjuna fá alla orku landsins á hálfvirði og hafa hana í gíslingu á leiðinni til þess lokatakmarks stóriðjufíklanna. 

Ég sé að þegar er farið að gera lítið úr orðum Porters á blogginu. Nei, þeitta megum við alls ekki heyra!


mbl.is Er álvinnsla arðbærust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til viðbótar: Við erum langt komin að nýta öll arðbærustu orkutækifæri hér á landi. Við höfum þó ekkert hugað að því, að í framtíðinni verðum við að knýja samgöngur á landi með raforku og ennfremur framleiða með rafgreiningu orkubera fyrir fiskiskipastólinn. Hvar ætlum við að fá orku í það? Það eru ekki nema í mesta lagi 30 ár þangað til að jarðefnaeldsneyti verður orðið ókaupandi vegna verðs.

Neytandi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:47

2 identicon

UssUsssUsss, þetta er bannað að tala um.

Birkir (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:55

3 identicon

Hvar er Gunnar?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf sama steypan í þér, gamli.

"Álvinnsla er "orkufrekur iðnaður", orkubruðl á hæsta stigi". Þetta er auðvitað alrangt hjá þér, Ómar en ég ætla að gefa mér í þetta sinn, að þú vitir ekki betur.

Álvinnsla er vissulega orkufrek en álið hefur líka margfalda endingu á við aðra málma. Sömuleiðis er engin málmur eins "umhverfisvænn" vegna endurvinnsluhæfileika sinna. Ekkert fer til spillis við endurvinnslu áls og gæðin og eiginleikar efnisins haldast 100%, á meðan t.d. stál rýrnar í veðrun og endurnýtingin er mjög léleg.

 Orkunotkunin er sáralítil við endurvinnslu áls og um 85% alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi, er enn í notkun.

Þegar horft er á hlutina heildstætt, þá komast hugsandi menn að þeirri niðurstöðu að ál er umhverfisvænn málmur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 16:36

5 identicon

Það má vel vera að ál sé umhverfisvænn málmur, en það er bara toppurinn á ísjakanum.

Með sömu rökum getum við sagt að kók sé hollt af því að vatnið sem er notað hér á landi sé Íslenskt, og vatn er hollt og gott.

Hugsum lengra en nef okkar nær, styðsta leiðin er ekki alltaf best.

Birkir (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 16:55

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Birgir er greinilega góður skákmaður því hann heimaskítsmátaði Gunnar frekar léttilega :)

Óskar Þorkelsson, 1.11.2010 kl. 17:10

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

...og þú kannt greinilega ekki mannganginn Óskar. Ekkert mát þarna... sami moðeykurinn og bullið

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 17:38

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gagnaver er fótanuddtæki 21. aldarinnar. Allir vilja eitt en engin notar það.

Tölvuþróunin er svo hröð að engin veit hvernig gögn verða geymd í framtíðinni. Kannski úti í geimnum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 18:32

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 18:44

13 identicon

Mikki refur sagði við Hérastubb bakara " Afi þinn er rugludallur". (Dýrin í Hálsaskógi).

Umræðan yrði forvitnileg ef allir afgreiddu hlutina eins og Mikki refur.

Minnir svoldið á plammeringarnar sem þeir fengu sem voguðu sér að efast eitt augnablik um að "bankamennirnir" okkar væri algjörir snillingar.

En nú er ég hættur áður en allt hverfur í bull og moðreyk. 

Birkir (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 18:49

14 Smámynd: SeeingRed

Söngur dýranna í Straumsvík

Í stórum stórum steini

er skrítinn álfabær

þar býr hann Álver bóndi

og Álvör álfamær

álfabörn með álfatær

huldukýr - hulduær.

Ísland elskar álver

og alvör elskar það

þau kyrja fyrir landann

gleyma stund og stað

"ó guð vors lands".

við útlent lag.

1977 Spilverk þjóðanna

SeeingRed, 1.11.2010 kl. 18:49

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lykillinn sé að gera (...) orkuna að útflutningsvöru er boðskapur Porters. Ég get ómögulega lesið að hann sé á móti stóriðju.

Sagði hann nenn verða að velta fyrir sér hvort álvinnsla væri sá iðnaður sem skilaði Íslendingum mestu fyrir jarðvarmaorku sína. Álvinnsla væri ágæt og noti mikið af orku en menn yrðu að spyrja sig hvort hægt væri að gera betur.

Ég tel að Porter sé málpípa þeirra sem vilja einkavæða orkuauðlindir og færa mikla fjármuni í vasa fárra.

Ég skil t.d. ekki hvernig það á að hugga "vælið" í þeim sem lepja dauðann úr skel að einhverjir íslenskir auðkýfingar græði mikið á því að leggja eignarhald á jarðvarmaauðlindir í öðrum löndum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2010 kl. 18:49

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2009:

"Áliðnaðurinn er á niðurleið í Evrópu vegna hás orkuverðs og mikils umhverfiskostnaðar og gæti horfið með öllu úr álfunni í náinni framtíð.

Þetta er mat Patricks de Schrynmakers, aðalritara evrópsku álsamtakanna (EAA).

Í samtali við fréttastofuna Reuters segir hann að hætta sé á því að tveim þriðju af álverum í álfunni verði lokað.


Blaðamaður Reuters, Andy Home, skrifar að margt styðji þá fullyrðingu.

RioTinto lokaði nýlega fyrir fullt og allt 150 þúsund tonna álveri sínu í Anglesey í Bretlandi eftir að orkukaupasamningar fyrirtækisins runnu út.

Alcoa hótar því nú að loka báðum álverum sínum á Ítalíu ef stjórnvöld geti ekki boðið samkeppnishæft orkuverð.

Það er hins vegar ekki heiglum hent fyrir Ítalíu, því sem Evrópusambandsríki verður það að fara eftir Evrópureglum um niðurgreiðslur og opinbera styrki. Málaferli eru nú í gangi um það hvort niðurgreidd orka til álvera þar í landi sé ólögleg.

Í Þýskalandi er séð fram á að 230 þúsund tonna álveri Norsk Hydro verið lokað."

Evrópa bráðlega án álvera? - mbl.is

Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 18:58

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gott innlegg, Jakobína

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 19:02

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2010:

"Framlag menningar til landsframleiðslunnar er 4%, sem er meira en öll starfsemi raf-, hita- og vatnsveitna og nær þrefalt meira en landbúnaður eða ál- og kísiljárnframleiðsla."

Hagræn áhrif skapandi greina metin

Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 19:43

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 20:31

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.8.2010:

"Verði fjármögnun Vaðlaheiðarganga tryggð er talið raunhæft að hefja framkvæmdir á fyrrihluta næsta árs.

Síðustu rannsóknum vegna Vaðlaheiðarganga á að vera lokið fyrsta nóvember [í dag].

Nú er unnið að því að setja á stofn hlutafélag um gerð Vaðlaheiðarganga, þar sem hlutafé verði um 400 milljónir króna. Þar af leggi Vegagerðin félaginu til helming hlutafjár og Greið leið ehf., félag í eigu sveitarfélaga á Norðausturlandi og nokkurra fyrirtækja, hinn helminginn."

Fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 20:45

27 identicon

Alcan (Rio Tinto Alcan) lokaði síðasta álverinu (aluminium smelter ) í Sviss, í Sierre, Valais 2006. Auðvitað voru ekki allir sáttir, en í dag lofa allir þennan dag, þegar HF hætti að streyma út í andrúmsloftið og menga gróður í þessum undurfagra dal (Wallis).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 21:06

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Haukur, þú hefur látið "Saving Iceland", eða einhver álíka vitleysingasamtök rugla þig.

Álver í dag hafa ekki áhrif á gróðurlendi, nema á mjög hægvaxta gróður, s.s. mosa og sumar sígrænar trjátegundir og þá vegna flúormengunar.... sem er langt undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum fyrir mannfólkið, þ.e hefur engin áhrif.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 22:04

29 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér Gunnar. Það var ekki HF eða umhverfisspjöllin. Framleiðslan var aðeins 44.000 tonn per annum og þeir fengu ekki nógu ódýra orku. Sviss er heldur ekki land sem flytur út óunna vöru. Verðmætissköpun Svisslendinga er með ólíkindum. Eitt Breitling, Patek Philippe eða Breguet úr kostar ekki minna en eina milljón. Precision tæki, stærstu túrbínur og spunavélar, frumlyf og svo konfektið, svo eitthvað sé nefnt. En þeir eru líka agasamir, duglegir og eyða ekki um efni fram. Í þessu ríkasta landi heims, sérðu ekki marga jappa eða Porsche bíla. Reiðhjólin eru hinsvegar hvarvetna. Þá eru lestasamgöngur, sem og almenningssamgöngur í borgum og bæjum hvergi betri.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 23:00

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sömu sögu má segja um Holland. Þar er hvergi minna atvinnuleysi í Evrópu; þar eru engar náttúrulegar auðlindir.

Hollendingar þurfa ekki sjálfbæra orku, þeir kaupa sína orku erlendis frá, utan orkunnar frá vindmyllunum, sem víða má sjá í hollensku landslagi. Hollendingar hafa aldalanga hefð í vöruviðskiptum, enda landið í miðpunkti verslunar af hafi og á landi í Evrópu.

Ólíku er saman að jafna, Íslandi og Mið-Evrópu.

Ekki er víst að íslenskir umhverfisverndarsinnar vilji sjá vindmyllur í íslenskri náttúru, en það mun koma í ljós, ..... síðar . 

Að fullvinna hrávöru, eins og ál frá íslenskum álverum, er ekki eins einfalt og margur virðist halda.

 Ef einhver hefur góða hugmynd um slíkt, skora ég á hann að hafa samband við nýsköpunarmiðstöðvar og atvinnuþróunarsjóði, til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Eða einfaldlega að taka eigin áhættu og leggja sjálfan sig og eignir sínar að veði fyrir hugmyndir sínar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 00:10

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

"REVA hefur á undanförnum árum selt rafbíla í 26 löndum. [...] Bílarnir sem koma til landsins koma úr nýrri verksmiðju sem hefur framleiðslugetu upp á 30 þúsund rafbíla á ári. NLE og REVA eru að meta hagkvæmni þess að setja upp sambærilega samsetningarverksmiðju hér á landi sem þjónusta myndi Evrópumarkað."

Samsetningarverksmiðja REVA-rafbíla hérlendis


"Rafbíll getur verið minna en 4 sekúndur að ná 100km/klst.
og ekið á yfir 200 km/klst. Falleg hönnun og mikill kraftur einkennir nútíma rafbíla.

Hægt er að keyra stóran hluta rafbíla 150-400 kílómetra en hérlendis er venjulegum heimilisbíl ekið að jafnaði 35-40 kílómetra á dag og rafhleðslan dugar því almennt 4-10 sinnum þá vegalengd.

Og sumir bílaframleiðendur hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sem valkost rafhlöður sem ætlaðar eru eingöngu fyrir hraðhleðslu og ná til dæmis 95% hleðslu á tíu mínútum."

Háskóli Íslands - Af hverju rafbílar?


Northern Lights Energy


12.11.2009: Northern Lights Energy og REVA skrifa undir samning

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 00:56

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áttu við andlega erfiðleika að stríða, Steini?

Ef svo er, þá skaltu leita þér hjálpar. Það er engin skömm að því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 01:11

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... af því

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 01:13

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Undirritaður var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði þar daglega fjölmargar fréttir sem allar birtust í blaðinu og margar þeirra á útsíðum blaðsins, auk þess að gefa þar vikulega út sérblað um sjávarútveg við annan mann.

Þú ert hins vegar fáviti og hefðir aldrei fengið vinnu sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 01:25

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... ef þú átt við andlega erfiðleika að stríða, Steini, þá er ég.... frjálshyggjumaðurinn og einkaframtakssinninn.... , alveg til í að gefa í sjóð, sem kæmi til í að hjálpa þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 02:39

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Það væri nú harla einkennilegt ef Morgunblaðið hefði daglega birt fjölmargar fréttir sem ég skrifaði fyrir blaðið og treyst mér fyrir því að gefa þar einn út sérblað um sjávarútveg þegar Hjörtur Gíslason var erlendis og í sumarfríum, ef undirritaður ætti við mikla andlega erfiðleika að stríða, elsku kallinn minn.

Ef einhverjir eru alvarlega veikir á geði ert það þú og félagar þínir, stóriðjufíklarnir,
litli geðsjúklingurinn minn.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 03:11

38 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég skil Porter alls ekki á þann veg að hann sé á móti stóriðju heldur að hann vilji að við skoðum vel hvernig við nýtum orkuna upp á að missa ekki af hagkvæmari nýtingu. Áliðnað telur hann góðan en bendir á þörfina á virðisauka þ.e. að auka afleidd störf og útflutningsverðmæti. Það sem ég skil alls ekki er þetta blinda hatur á áliðnaði. Hann getur farið mjög vel saman við annan iðnað og umhverfisvernd. T.d. er unnt að nota útblásturinn ásamt rafmagni og jurtaleifum s.s. þara til þess að búa til lífeldsneyti sem hægt er að setja á flesta bíla án breytinga. Útblásturinn verður þá vatn. Fljótlega væri hægt að fullnægja bíla og bátaflota landsmanna. Hvar eru þá vandamálin? Sérstaklega ef við nýtum þetta til virðisaukandi starfsemi innanlands áður en við flytjum þetta út. Porter varar aftur á móti við því að selja orkuna beint út án þess að nýta hana innanlands. Porter er samkvæmur sjálfum sér og skoðar alltaf heildarmyndina þ.e. samkeppnishæfni þjóðarinnar gagnvart nágrönnum sínum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.11.2010 kl. 06:44

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir,

Við Íslendingar eigum ekki álver og erlend álfyrirtæki vilja reisa stór álver sem þurfa mjög mikla raforku.

Það er ekki hægt að reisa hér stór álver í hverjum bæ og við verðum að fá eins hátt verð og hægt er fyrir raforkuna.

Þar af leiðandi er mun skynsamlegra að stofna hér mun minni fyrirtæki sem þurfa minni raforku og greiða mun hærra verð fyrir hana en álverin.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 07:21

40 identicon

Þetta er orðið "flamefest" einvígi, - næst fara þeir Gunnar og steini að slást með sokkum fylltum af hrossaskít :D

En í alvöru, smá punktar:

Gunnar heldur uppi þeirri tölu af 85% af öllu Áli sem unnið hafi verið í heiminum frá upphafi sé enn í brúki. Ekki hef ég séð á þessu sönnur, enda ál að miklu leyti notað í umbúðir og slíkt sem að miklu leyti endar í ruslinu. En hérna kemur punkturinn:

- Ef þetta er rangt svo að miklu muni, er Gunnar bara að bulla og fara með kolrangt mál.

- Ef þetta er rétt, væri skynsamlegast að forða sér eins langt frá áliðnaði og hægt er, þar sem fyrirséð er að ofgnótt verði til við þetta dásemdarhlutfall, og ofgnótt fylgir alltaf verðhrun.

Annars er Ál alveg þrælmagnað efni, og nóg af því til á kúlunni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvaða þróun verður í notkuninni, t.a.m. í raflögnum, og svo er kominn tími á bílasmíðina. Þetta getur breytt reiknilíkaninu eitthvað, en ... 85% er annað hvort endemis bull/misskilningur eða tala sem mun leiða til algers hruns.

Svo partur B

Álkallar taka gagnrýni illa, og stimpla þá sem gagnrýna gjarnan sem "móti á virkjunum" eða yfirleitt á "móti framförum".

Þetta er leiðinleg alhæfing, og enn leiðinlegra að sjá heiftina ef bent er á að nota megi virkjanlega orku í eitthvað annað en að bara bræða ál og helst bara oní 2 kúnna eða svo.

Þá má benda á að iðnaður landsmanna og svo heimili þeirra þurfa borga meira en stóriðjan, og eru þar af leiðandi mun arðbærari kúnni. Og hvaða virkjanir komu fyrst og eru löngu afskrifaðar? Hvað er fyrst virkjað og hvað síðast?

Ég hef ekkert á móti virkjunum, en ef að ég þarf að taka þátt í að niðurgreiða orkuna ofan í stór-korpóröt sem hafa allt að því hreðjatak á orkusölunni fyrir stærðar sakir og fákeppnis sakir, þá finnst mér að betur sé heima setið og aðrir kostir skoðaðir.

Orkubloggarinn er búinn að fara vel yfir þetta, og skilaði frábæru yfirliti í Silfrinu núna um daginn. Varla verður því á hann smurt að hann sé á móti orkunýtingu, - au contraire. En hann benti einbeitt á, að svona fáir og stórir kaupendur væru í svo sterkri stöðu að halda niður verði, að eina lausnin út úr þeim lás væri að finna ANNAN kaupanda, - og þá þarf líklegast að virkja meira. Ég verð að segja, að mér finnst þetta afar skarplega athugað hjá honum. Hann lét það líka gossa að þeir samningar sem við erum með séu ekki nógu góðir.

Eins hefur það komið fram, að við erum komin nokkuð langt með okkar virkjanlegu orku. Nema vindinn. Og virkjanasinninn ég er að hugsa um að smella upp rellu til að kynda vatn, og það hið fyrsta. 12 kr/KW er bara....of mikið. Og svo að rækta repju :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 09:49

41 identicon

her er godur pistil hja honum Magnusi

http://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1111074/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:58

42 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ekki ætla ég að tala á móti því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna og ekki vili ég fá álver í hvern fjörð. Það sem stendur til boða núna er álver sem þegar er byrjað að byggja í Helguvík og líklegast er álver líka hagkvæmasta lausnin á Bakka. Stóriðja er stórnotandi raforku og það er GOTT mál því að slík fyrirtæki kaupa stöðugt rafmagn þ.e. jafna orku 24/7. Heimilin kaupa í toppum og flest smærri fyrirtæki líka og þannig kæmu álagstoppar en léleg nýting á milli. Við þurfum að skoða hvað okkur býðst, reyna að hámarka nytjarnar innanlands og skapa sem flest störf til lengri tíma bæði í beinum og afleiddum störfum. Þá vill gleymast að áliðnaður getur kallað á margskonar annan iðnað í námunda við sig.

Við þurfum því að taka það sem býðst og gera það á sem bestan hátt þ.e. nýta útblásturinn í hreina orku á bíla og bátaflota, auka menntun í orkuiðnaði, skapa mörg afleidd störf og verða græn og umhverfisvæn í stóriðjunni okkar. Við þurfum líka að hafa fleiri egg í körfunni.

Ég og trúlega flestir landsmenn viljum vinna okkur upp úr þessu án þess að eiga bara tvennar buxur og etc og lifa á fallegu umhverfi. Annars fer fólk bara annað þar sem það getur lifað eftir sínum þörfum.

Steini mér er hjartanlega sama hver á virkjanirnar. Ég vil bara að við fáum auðlindagjald fyrir notkunina. Sama hver á orkufyrirtækin þá eru allar reglur um virkjanir og leyfi undir stjórn Ríkisins.Best þætti mér ef lífeyrissjóðirnir kæmu að virkjanamálum í stað þess að kaupa fyrirtæki eins og Vestía því ég sé ekki hag í því að Lífeyrissjóðir starfsmanna kaupi t.d. Húsasmiðjuna í samkeppni við önnur fyrirtæki sem starfsmenn vinna í.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.11.2010 kl. 11:07

43 identicon

"Áttu við andlega erfiðleika að stríða"? "Ertu búinn að taka lyfin þín"?

Dónaskapur, sem menn ættu að forðast. Ég get ekki betur séð en að Steini Briem sé með mjög athygilsverð ummæli og ekki í fyrsta skipti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:23

44 identicon

Ég sé bara ekkerrt gott við það tvennt að sama eða sömu 2 fyrirtækin kaupi kannski 80% af framleiddri orku landsmanna, né heldur að verðið sé óviðunandi. Betra að sitja á rassinum og hugsa aðeins. Sorrý.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:34

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir þetta, Haukur minn.

Þú ert haukur í horni.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 12:42

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir,

Hvað hafa Íslendingar að gera með þrennar buxur?!

Neysluæðið kom þjóðinni í koll og henni á að hefnast fyrir það. Þannig lærir þjóðin af reynslunni, eins og barnið.

Húsvíkingar þurfa ekki á stóru álveri að halda. Þeim nægir minna fyrirtæki.

Landsvirkjun er í eigu ríkisins en ekki eins bæjarfélags.

Haukur Kristinsson býr á Húsavík. Heimtar hann að þar verði reist álver en ekki minna fyrirtæki?

Hægt er að nota ál, sem hér er framleitt, til að smíða bíla í verksmiðju á Akureyri. Þar er nú háskóli og bærinn er nægilega stór til að reisa þar verksmiðju sem framleiddi 30 þúsund rafbíla á ári.

Einnig væri hægt að nota hér í rafbílaframleiðslu koltrefjar frá verksmiðju á Sauðárkróki.

Hér verða tugþúsundir rafbíla hlaðnir á heimilum og í fyrirtækjum á nóttunni þegar minnsta raforkunotkunin er að öðru leyti.

Hægt er að reisa hér stórt gagnaver á Blönduósi og minna í Ólafsfirði, kísilmálmverksmiðju við Þorlákshöfn en jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju í Grindavík.

Þannig að ekkert af því sem þú telur hér upp kallar á fleiri álver hérlendis.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 12:56

47 identicon

Hefur einhver reiknað út hvað mikið af grænmeti,ávöxtum og öðrum matvælum væri hægt að framleiða á Íslandi með þeirri orku sem nú þegar er notuð til stóriðju?Gaman væri að sjá þá útreikninga.                                                                                                         Svo finnst mér þetta hnútukast og uppnefni sem sumir viðhafa hér ekki sæma mönnum sem telja sig hafa vit á þessum hlutum.

Manni (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:41

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 14:36

49 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gunnar Th hefur áður og oft bullað á opinberum vettvangi.. td þegar hann hélt því fram gallharður að norðmenn notuðu gas til húshitunar..

 Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, það er akkurat enginn áliðnaður á íslandi, bara álbræðslur !

Óskar Þorkelsson, 2.11.2010 kl. 14:49

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingvellir er ekki á mörkum Ameríku og Evrópuflekans, svo eitt dæmi sé tekið.

Útflutningsverðmæti per haus er mun hærra á Auturlandi en í Reykljavík, ekki það að það skipti nokkru máli í sjálfu sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 12:19

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 16:16

51 Smámynd: Óskar

Ég er voðalega aumingjagóður og gjarn á að taka upp málstað þeirra minnimáttar.  Ég dauðvorkenni Gunnari greyinu fyrir að vera svona algjörlega aleinn úti á túni í þessari umræðu.  Held að áratuga dvöl hans Reyðarfirði hafi því miður ekki gert honum neitt gott.  -  Eigum við kanski að ræða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og "fólksfjölgun" á austurlandi eftir að álverið kom til sögunnar ? :)

Óskar, 2.11.2010 kl. 16:17

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 16:17

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ég væri ekki svona þunglyndur myndi ég hlæja að þessu.

Þorsteinn Briem, 2.11.2010 kl. 16:24

54 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhver Óskar gerir hér athugasemd.

Já, Óskar, arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hefur þegar farið fram úr björtustu vonum og fólksfjölgunin vegna framkvæmdanna er nákvæmlega á pari við vonir og spár. Um þetta var nýlega gefin út skýrsla sem er aðgengileg á netinu en man bara ekki hvar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 17:05

55 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Óskar er álbræðsla ekki áliðnaður? Hvað er þetta þá...listgrein? Öll vinna umhverfis ál flokkast sem hluti af iðnaðinum þ.e. hönnunarstörf, verkfræðisstörf, vélavinna, hönnun og framleiðsla sem snýr að þessari stóriðju er einu nafni iðnaður.

Steini hversu margir Íslendingar ætli séu sammála þér að við eigum ekki að mega eiga þrennar buxur heldur verðum þá að koma okkur burt?

Þið verðið að viðurkenna að þessi iðnaður hefur sína kosti og getur alveg farið saman við sjálfbæra umhverfisvæna hugsun. Hún getur meira að segja minnkað mengun vegna möguleika hennar á að nýta útblásturinn í lífeldsneyti. Þá má telja til tekna gjaldeyrissparnaðinn af því að geta hætt að flytja inn jarðeldsneyti á báta og bíla. Slíkur innflutningur er í beinhörðum gjaldeyri og því afar verðmætur og reiknast þá sömu megin jöfnunnar og ávinningur af álútflutningi. Annars nenni ég ekki að tönnlast á þessu við ykkur því þið eruð alveg heilaþvegin í blindu hatri á einni tegund iðnaðar og það þykir mér ótrúlegt að horfast í augu við.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.11.2010 kl. 21:56

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegt að sjá fyrsta komment mannvitsbrekkunnar Gunnars.  Þar er nákvæmlega ekkert rétt.  Afrek út af fyrir sig og sjaldséð.

Ég tek undir greiningu Steina Briem á manninum.  

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 11:15

57 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Steinar, vertu ekki með persónulegt skítkast hérna við mig. Ef þú værir hálfur maður, reyndirðu að koma með eitthvað vitrænt inn í umræðuna, en því miður hefur ekki verið slíks að vænta úr þinni áttinni um þessi mál.

Hvert og eitt eitt einasta sem ég segi er rétt en þú vogar þér, undirmálsmaðurinn, að bera upp á mig lýgi. Aumur ertu og hefur alltaf verið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 14:55

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:26

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:33

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12.6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:39

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband