10.11.2010 | 22:48
Áfram, Ömmi frændi!
Ég hygg, að meðan samgöngur eru stundaðar í lofti, verði Reykjavíkurflugvöllur nauðsynlegur á þeim forsendum að samgöngur snúast um það hafa leiðir á landi, sjó og í lofti sem greiðastar og stystar.
Það getur ekki talist framför í samgöngum að lengja ferðaleiðina fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar um 160 kílómetra.
Vísa að öðru leyti í blogg mitt, næst á undan þessu, þar sem fjallað er nánar um þetta mál.
P.S. Hvatningarorðin "áfram, Ömmi frændi" þýða það ekki að hann sé frændi minn, heldur hef ég kallað hann þetta síðan hann starfaði með mér á fréttastofu Sjónvarpsins hér í den og var formaður Starfsmannafélagsins.
Innanhúss fékk hann þetta gælunafn sem tákn um það hve umhugað honum var um hag okkar allra.
![]() |
Hefði ekki blásið miðstöð af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
10.11.2010 | 22:12
Eitt af þessu gamla, sem hefur breyst.
Fyrir hálfri öld var hér malarvegakerfi, 97% útflutningsins fiskur og ekki nóg rafmagn fyrir okkur sjálf. Þá var eðlilegt að hér risi stjóriðja og að næstu áratugi yrði virkjað hæfilega í vatnsafli þar sem vitað var fyrirfram hvað hver virkjun afkastaði. Ég var fylgismaður þessa.
Nú eru aðstæður gerbreyttar, við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf og allt annað gildir um jarðvarmavirkjanir en vatnsafl varðandi vitneskju um afl og endingu.
Samt hamast áltrúarmenn sem aldrei fyrr, rétt eins og ekkert hafi breyst.
Fyrir 50 árum var flugvöllurinn í miðju borgar og ýmsum virtist þá sem hægt væri að anna allri fólksfjölgun með því að byggja þar. Þá var ég á báðum áttum um það hvort færa ætti flugstarfsemina annað.
Þungamiðja byggðarinnar er ekki lengur í Þingholtunjm heldur eru stærstu krossgötur landsins við Elliðaár, þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu rétt hjá krossgötunum, iinnst í Fossvoginum, og flugvöllurinn kominn þrjá kílómetra út fyrir þá miðju verslunar og þjónustu sem var í kvosinni fyrir 50 árum en er nú komin austur í Bústaðahverfi.
Stærstu krossgötur landsins draga óhjákvæmilega að sér miðju verslunar og þjónustu eins og alls staðar í veröldinni. Flestar borgir hafa einmitt risið í kringum slíkar krossgötur.
Þótt aðstæður og forsendur hafi gerbreyst á 50 árum láta menn eins og ekkert hafi breyst.
Þeir halda því fram að hægt sé að flytja þessa þungamiðju út á nesið frá krossgötunum með því að leggja flugvöllinn niður.
Þeir halda því fram að það sé flugvellinum að kenna að byggð sé utan við Elliðaárdal og Fossvogsdal.
Utan þessarar línu búa nú hátt á annað hundrað þúsund manns og augljóst að sá fjöldi hefði aldrei getað komist fyrir í Vatnsmýrinni. Hvaðan á allt þetta fólk að koma, sem á að eiga heima í Vatnsmýrinni? Og hvað mun það kosta að byggja upp samgöngumannvirki, sem anna þeirri umferð til að frá þessari byggð sem mundi bætast við?
Ég efast um að í kommúnistaríkjunum hafi menn ætlað sér að standa fyrir þvinguðum flutningum fólks af þessu tagi.
Því er haldið fram að byggð í Vatnsmýri muni fækka slysum um 40% , af því að umferð muni minnka um 40% eftir að búið er að flytja fólkið í Vatnsmýrina. Ein forsendan er sú að allir sem þarna muni eiga heima muni vinna á svæðinu sjálfu og ganga eða hjóla í vinnuna.
Sem betur fer er enn atvinnufrelsi hér á landi og ekki hægt að setja svona fram.
Því er haldið fram að það sé gott fyrir samgöngur að innanlandsflugið sé flutt til Keflavíkur.
Gætum nú að. Ég hélt að það væri keppikefli í samgöngum að hafa leiðir sem greiðastar og stystar.
Síðan hvenær getur það orðið samgöngubót að lengja leiðina fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur um 160 kílómetra?
Þeir segja að flugvöllurinn taki svo gríðarmikið pláss á svæðinu vestan Elliðaáa.
Flugvöllurinn tekur nú 7% af þessu svæði og hægt væri að minnka það niður í 5% svo að hann taki minna rými en Reykjavíkurhöfn.
Af hverju þá ekki að flytja hafnarstarfsemina til Njarðvíkur og byggja íbúðabyggð í staðinn? Það er þó styttra að sigla frá útlöndum til Njarðvíkur en til Reykjavíkur.
Miklabrautin tekur upp 3% af svæðinu vestan Elliðaáa. Hvers vegna er ekki krafa um að leggja hana niður og byggja þar íbúðabyggð í staðinn úr því að hún tekur svæði á við hálfan flugvöll?
Núverandi samgönguráðherra er Reykvíkingur en sér samt í hendi sér að hin gamla hugmynd um að leggja flugvöllinn niður er gegn yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar og að flutningur flugstarfseminnar er hrikaleg afturför í samgöngum.
Ég segi því: Áfram, Ömmi frændi!
![]() |
Samgöngumiðstöðin rís ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.11.2010 | 18:45
Eitt af því sem Rússar reyndu.
Það er ekki nýtt að menn ætli sé að trufla flugvél í aðflugi með því að beina að henni geisla eins og gerðist við Akureyrarflugvöll í gærkvöldi.
Þetta prófuðu Rússar að gera þegar loftbrúin Vesturveldanna var til Berlínar veturinn 1948 til 49 og mikið var í húfi, því að Stalín og hans menn höfðu reiknað með að Vesturveldin myndu ekki geta flutt nógu mikið af vistum og varningi loftleiðis til borgarinnar.
Þegar það gekk ekki eftir reyndu Rússar ýmis ráð til að trufla flutningana en höfðu ekki árangur sem erfiði.
En það eitt að þetta bragð hafi verið reynt til að trufla flug og gera það hættulegt sýnir að um grafalvarlegt mál er að ræða.
![]() |
Geisli truflaði flugmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)