21.11.2010 | 22:11
"Kommar" í 6 "vinstri stjórnum" hafa "stutt NATO".
Stundum er sagt að "þögn sé sama og samþykki". Ef fallist er á það er það ekki nýtt að þeir, sem eru yst á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum "styðji" NATO. Lítum á 54 ára sögu málsins:
Stjórn Hermanns Jónassonar 1956-58, sem alltaf var kölluð "Vinstri stjórnin", samanber slagorð Sjálfstæðismanna, "aldrei aftur vinstri stjórn!", ætlaði í upphafi að láta varnarliðið fara.
Í mars 1956 samþykkti Alþingi tillögu þessa efnis og þáverandi stjórn sprakk í kjölfarið. Hermann Jónasson sagði fyrir kosningarnar 1956: "Það er betra að vanta brauð..." (...en hafa her í landi)
Stjórnin heyktist á því. Og aldrei kom til þess að ganga úr NATO, jafnvel ekki þegar NATO-þjóðin Bretar fóru í fyrsta þorskastríðið við okkur 1958.Stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-74 var líka kölluð "vinstri stjórn" og ætlaði í upphafi að láta varnarliðið fara í áföngum, en heyktist á því eftir undirskrifasöfnunina "Varið land". Aldrei kom til álita hjá þeirri stjórn að ganga úr NATO jafnvel þótt Þorskastríð væri háð við NATO-þjóðina Breta.
Stjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-79 var kölluð og skilgreind sem "vinstri stjórn" en varnarliðið og veran í NATO voru ekki einu sinni til umræðu. Og þögn er sama og samþykki, ekki satt?,
Björn Bjarnason og helstu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins skilgreindu stjórn Gunnars Thoroddsens 1980-83 sem "vinstri stjórn" sem nokkrir undanvillingar í flokknum hefðu hjálpað Framsóknarmönnum og Allaböllum til að mynda.
Allaballarnir sögðu ekki múkk um NATO í þeirri stjórn.
Stjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1991 var skilgreind sem "vinstri stjórn" en um hana gilti hið sama og um stjórn Ólafs Jóhannessonar.
Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er því sjötta "vinstri stjórnin" á Íslandi sem gömlu "kommarnir" í Alþýðubandalaginu og síðar í VG "styðja" með því að gera það ekki að úrslitaatriði í stjórnarsamstarfi að Ísland segi sig úr NATO.
Átti einhver von á því að 54 ára gömul gróin hefð yrði rofin? Ekki ég. Og ég get ekki ímyndað mér að Björn Bjarnason hafi átt von á því.
![]() |
Vinstri stjórnin styður NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2010 | 21:18
9365: Fimm dagar til stefnu.
Þegar þetta er ritað eru rúmir fimm dagar þar til kosning hefst til Stjórnlagaþings. Þetta er einstæður viðburður, jafnvel á heimsvísu, og því mikilsvert að þátttaka almennings verði sem mest, þótt þetta virðist ekki einfalt við fyrstu sýn. Því meiri þátttaka, því betra mannval og því meiri áhrif mun þingið hafa.
Ég mun þessa síðustu daga velta upp nokkrum málum, sem Stjórnalagaþing þarf að taka fyrir á þeim þremur stöðum sem ég hef aðgang að, hér á mbl.is, á eyjan.is og á dv.is.
Hið fyrsta varðar kjördæmaskipan og í stað þess að skrifa sama pistilinn á þremur stöðum, vísa ég til pistla á eyjan.is og dv. is sem ég páraði í kvöld.
Þetta mun síðan væntanlega víxlast eitthvað næstu daga eftir atvikum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2010 | 18:29
In dubio pro reo.
Þessi fjögur latnesku orð eru eitt af grundvallarhugtökum réttarfars. Þau þýða, að leiki vafi á einhverju atriði skal hann túlkaður ákærða í hag.
Einnig er það kennt að gefi lagatexti ástæðu til að efast um túlkun hans, eigi að athuga eðli máls, umræður um það á þingi og í nefndarálitum og jafnvel að beita svonefndri lögjöfnun.
Erfitt er að sjá hvernig hægt er að efast um að Geir H. Haarde hafi haft stöðu ákærðs manns eftir að það var fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum og aðalumræðuefnið næstu daga að hann yrði fyrsti í íslenski ráðherrann sem dreginn yrði fyrir Landsdóm.
Ofangreind orð hafa ekkert með það að gera hver sé málstaður Geirs varðandi sakarefnið, heldur aðeins það að benda á helstu sjónarmið, sem íhuga verði þegar hann fer fram á að sér sé skipaður verjandi "svo fljótt sem verða má" svo vitnað sé í texta laganna um Landsdóm.
![]() |
Átelur vinnubrögð landsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2010 | 10:19
Hvað um sjálfstæðisflokkinn?
Gaman er að sjá lýsingu Einars K. Guðfinnssonar á VG og það að að þeim flokki sé stýrt þannig að ákveðnum fjölda þingmanna sé leyft að blása í ESB-málinu, svo framarlega sem það trufli ekki foyrustu flokksins.
Þetta er fróðleg lýsing, því að ekki verður betur séð en að hún eigi jafnvel enn frekar við foyrstu Sjálfstæðisflokksins og vinnubrögð þar á bæ.
Samkvæmt skilningi Einars á því hvernig skoðanaskiptum sé stjórnað í stjórnmálaflokkum er ákveðnum áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokknum, sem eru meðmæltir samningumm við ESB leyft að blása svo framarlega sem það trufli ekki forystu flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega enn meira klofinn en VG í ESB-málinu og raunar er ekki fullur einhugur í neinum flokki um þetta mál sem hefur klofið íslensk stjórnmálaöfl í herðar niður um árabil.
![]() |
Segir VG vera ESB-flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)