9365: Fimm dagar til stefnu.

Þegar þetta er ritað eru rúmir fimm dagar þar til kosning hefst til Stjórnlagaþings. Þetta er einstæður viðburður, jafnvel á heimsvísu, og því mikilsvert að þátttaka almennings verði sem mest, þótt þetta virðist ekki einfalt við fyrstu sýn. Því meiri þátttaka, því betra mannval og því meiri áhrif mun þingið hafa.

Ég mun þessa síðustu daga velta upp nokkrum málum, sem Stjórnalagaþing þarf að taka fyrir á þeim þremur stöðum sem ég hef aðgang að, hér á mbl.is, á eyjan.is og á dv.is. 

Hið fyrsta varðar kjördæmaskipan og í stað þess að skrifa sama pistilinn á þremur stöðum, vísa ég til pistla á eyjan.is  og dv. is sem ég páraði í kvöld. 

Þetta mun síðan væntanlega víxlast eitthvað næstu daga eftir atvikum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband