25.11.2010 | 22:40
Hvað, þegar "framkvæmdatíma" lýkur?
Skómigustefnan skín út úr því þegar sagt er að álver á Bakka með tilheyrandi mun "skapa þúsundir starfa á framkvæmdatíma."
Ef hér ætti að halda öllu til haga ætti rétt setning að verða svona: "...mun skapa þúsundir starfa á framkvæmdatíma og þúsundir munu missa vinnuna þegar framkvæmdum lýkur."
Blönduvirkjun var talin allra meina bót og átti að tryggja fólksfækkun á Norðurlandi vestra á sínum tíma.
Hún skapaði "þúsundir starfa á framkvæmdatíma." Síðan misstu þúsundirnar þessa vinnu og menn vöknuðu upp við þann vonda draum að vegna ruðningsáhrifa höfðu þessar einhliða hrossalækningar í atvinnumálum tafið aðra uppbyggingu.
Og hvergi hefur fólki fækkað eins mikið á landinu og á þessu svæði síðan framkvæmdum lauk.
![]() |
Sjáum engin ný skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.11.2010 | 19:50
Frb. 9365: "Kötturinn sagði: "ekki ég..." "
Sama fyrirbærið veldur því nú að umhverfismál þoka fyrir öðrum málum í forgangsröðinni, sem stjórnvöld landa heimsins setja sér í því sem brýnast er að gera.
Kreppan er notuð sem afsökun fyrir því að láta reka á reiðanum í þessum efnum, ekki hvað síst hér á landi, þar sem "brýnustu aðgerðir, sem fara þarf strax í," eru efst á blaði.
Sagan um litlu gulu hænuna, eins sáraeinföld og þessi barnasaga er, er í fullu gildi á heimsvísu, landsvísu og allt niður í einstakar byggðir, einstaklinga og fjölskyldur.
![]() |
Losun gróðurhúsalofttegunda aldrei meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2010 | 08:57
Óvitar? "Sárabót"?
Nú dúkkar upp hvert málið á fætur öðru varðandi furðulega almennan vandræðagang í kringum meðferðarheimili fyrir börn. Í Kastljósi í gærkvöldi var bent á það að Árbótarmálið væri ekkert einsdæmi heldur hefði þessi málaflokkur og stofnanirnar í kringum hann verið í uppnámi síðustu árin.
Einu sinni skrifaði Guðrún Helgadóttir leikrit sem hét Óvitar og var og sneri Guðrún þar við stærðarhlutföllum og hlutverkum barna og fullorðinna á þann skemmtilega hátt sem henni er einni lagið.
Þegar maður horfir upp á allan þann vandræðagang sem fullorðið fólk hefur valdið í kringum hin ýmsu meðferðarheimili fer maður að velta fyrir sér hvort fullorðna fólkið sé kannski aðal "óvitarnir" á svæðinu og meira vandamál en skjólstæðingar þess og að stofna þurfi sérstak meðferðarheimili fyrir þau.
Það gæti fengið nafnið "Meðferðarheimilið Sárabót" og greinilega er úr tugum milljóna króna að moða til að fjármagna það.
Ja, ég bara segi svona.
![]() |
Telur jafnræðisreglu brotna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)