24.12.2010 | 19:56
Hið tónlistarlega gildi jólanna.
Við sitjum hérna hjónin ásamt Erni syni okkar og hlýðum í annað sinn á jólatónleika Cortes-fjölskyldunnar, sem haldnir voru í Háskólabíói 2007 og voru svo mikið "2007" - Lexus-auglýsingar myndu ekki vera aðalprýðin nú, - en um leið voru þessir tónleikar svo einstaklega hátíðlegir og jólalegir, vel heppnaðir og yndislegir.
Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hinu gríðarlega mikla tónlistarlega gildi, sem jólin hafa.
Á öðrum árstímum ráða tískubylgjur ríkjum, og mörg árin myndi tónlist í stíl við jólalögin með útsetningum og blæ, sem kemur aftan úr bandarískum söngvamyndum frá því fyrir fimmtíu árum þykja alveg út í hött..
Útsetningarnar, hljómarnir, yfirbragðið, allt í gamla stílnum.
En á jólunum breytist þetta, þá er allt í lagi að spila, syngja og hlusta á lög sem á öðrum árstíðum myndu þykja gamaldags og jafnvel hallærisleg.
Þetta er mjög mikilvægt, því að um þessa tónlist gildir, að það sem einu sinni var gott, verður að klassík og ævinlega gott aftur.
Nú er komið að því að ganga til dagskrár og tekið fyrir eina málið sem er á dagskrá, pakkastandið, sem hefur verið fastur liður hjá okkur í bráðum 50 ár.
Og seinna í kvöld troðfyllist litla íbúðin hjá okkur á Háaleitisbrautinni af fjölskyldufólkinu og jólin ríkja í öllu sínu veldi!
Gleðileg jól, öllsömul !
![]() |
Jólin eru einstök reynsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2010 | 15:59
Sló í 31 m/sek á Sámsstöðum.
FRÚ-in mín stendur bundin úti við Hvolsvöll. Hún verður þar að minnsta kosti fram yfir áramót því að vitað er að í sparnaðarskyni er Reykjavíkurflugvelli harðlæst og lokað á jóladag og nýjársdag og engin flugumferð leyfð nema neyðarflug.
Þessi ráðstöfun er óþörf að mínu mati því þegar Akureyrarflugvöllur er lokaður breytist hann í flugvöll án flugumferðarstjórnunar og vegna þess að sáralítil hætta er á því að einhver mikil umferð verði þessa daga.
Sama ætti auðveldlega að geta gilt um Reykjavíkurflugvöll.
Fólkið fyrir austan er rósemdin sjálf og kippir sér ekki upp við smágoluþyt.
Þegar farið er á vedur.is sést að þegar hvassast var á Sámsstöðum komst vindurinn í 31 m/sek en það skilgreinist sem ofsaveður.
Á Hellu komst vindurinn mest í 25 m/sek.
Líklegt er að vindurinn við Hvolsvöll hafi verið einhvers staðar á þessu róli.
Nú er allt að fyllast hérna af fólki með pakka í árlegri örtröð, því að hér er skiptimiðstöð hjá stórfjölskyldunni.
Og hátíðin er að detta í garð! Það er að bresta á! myndi Bubbi hrópa.
Gleðileg jól!
![]() |
Enginn veðurofsi við Skálakot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)