Sló í 31 m/sek á Sámsstöðum.

FRÚ-in mín stendur bundin úti við Hvolsvöll. Hún verður þar að minnsta kosti fram yfir áramót því að vitað er að í sparnaðarskyni er Reykjavíkurflugvelli harðlæst og lokað á jóladag og nýjársdag og engin flugumferð leyfð nema neyðarflug.

Þessi ráðstöfun er óþörf að mínu mati því þegar Akureyrarflugvöllur er lokaður breytist hann í flugvöll án flugumferðarstjórnunar og vegna þess að sáralítil hætta er á því að einhver mikil umferð verði þessa daga. 

Sama ætti auðveldlega að geta gilt um Reykjavíkurflugvöll. 

Fólkið fyrir austan er rósemdin sjálf og kippir sér ekki upp við smágoluþyt. 

Þegar farið er á vedur.is sést að þegar hvassast var á Sámsstöðum komst vindurinn í 31 m/sek en það skilgreinist sem ofsaveður. 

Á Hellu komst vindurinn mest í 25 m/sek. 

Líklegt er að vindurinn við Hvolsvöll hafi verið einhvers staðar á þessu róli. 

Nú er allt að fyllast hérna af fólki með pakka í árlegri örtröð, því að hér er skiptimiðstöð hjá stórfjölskyldunni. 

Og hátíðin er að detta í garð!  Það er að bresta á! myndi Bubbi hrópa. 

Gleðileg jól! 

 


mbl.is Enginn veðurofsi við Skálakot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól, Ómar og megirðu hafa það sem notalegast yfir hátíðirnar.

Kveðja að austan

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2010 kl. 16:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Ómar minn!

Þorsteinn Briem, 24.12.2010 kl. 17:17

3 identicon

Gleðileg jól kæri bloggvinur

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 18:40

4 identicon

Gleðileg jól allir. Og Ómar sérdeilis.

FRÚin hlýtur að vera eitthvað íhalds-söm, þar eð hún tosaði ekki svo mikið sem tommu í spotta í hvellinum í morgun. Enda jarðföst hvort eð er í kaupfélags-fríum móajarðvegi hvar ankerin eru það djúpt að undir tekur veðbönd frá því fyrir 1783 og gott betur.

En gott má betur. Er að hugsa um að snúa nú kellu um 120 gráður, þannig að stefnan sé ca. SSW. Ætti þá næsta manndráps-vindáhlaup að standa á væng hliðstæðan. Þetta væri nú skemmtileg tilbreyting á jóladag. Best að vera á tánum með spána þó. En að sjálfsögðu er ákvörðunin hjá Ómari.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 01:34

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir góðar kveðjur.  Ég huga að kellu á morgun og ræði málin, Jón bóndi, við þig.

Ómar Ragnarsson, 25.12.2010 kl. 02:21

6 identicon

Jólakveðjur!!!!

FRÚin hefur það fínt. Það væri hægt að fljúga núna, því veður er með afbrigðum gott, og skýjahæð ca 3000 fet. Á morgun spáir hvelli sem fer með ströndum, þannig að ég held það væri best að snú'enni. WSW?

Láttu mig vita, og nú ef þú ert á ferðinni og hugar að, þá væri fínt að taka smá skrepp ;)

Annars bara bind ég hana í aðra stefnu.

Jólakveðjur úr sveitinni.

(Og, þótt manni sé vorkennt fyrir það að þurfa að rífa sig upp og gegna fénaði, þá er sannleikurinn sá að það bjargar jólunum algerlega. Smá ferskt loft og hreyfing gerir kraftaverk ofan í jóla-ofát)

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 12:33

7 identicon

UPPGREID.

FRÚ stendur vel. Það gustar vel og skellirignir á undan því sem spáin sagði fyrir um. En vindstefnan er þannig að vélin er fín þar sem hún stendur. Vindurinn kemur reyndar í hnútum og stefnan dinglar svolítið. En ég hef augun á henni, og ankerin eru öflug. Ég bæti hiklaust við eins og einni dráttarvél ef þarf. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband