3.12.2010 | 23:47
Af sem áður var.
Fyrir um hálfri öld var Reykjavík enn bær og það voru haldnar bæjarstjórnarkosningar.
Nöfn strætisvangastöðvanna, sem kölluðu voru upp, sögðu sína sögu, til dæmis á leiðinni til vesturs eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi, Múli! Lækjarhvammur! Ás!
Sagt er að þýskir ferðamenn hafi þust út úr strætisvagni þegar þeir heyrðu ekki betur en að bílstjórinn kallaði: "Aus!"
Fúlilækurinn rann úr Kringlumýrinni rétt fram hjá Lækjarhvammi og til sjávar
Einstaka bæir og kot héldu velli furðu lengi víða um borgina. Búskapur var furðu lengi á Sunnhvoli við Háteigsveg og enn lengur á Klömbrum á Klambratúni.
Við Ásvallagötu hélt bærinn Melur lengi velli eftir að íbúðahúsabyggð var kominn þétt upp að honum á alla vegu og þessi litli sveitabær kominn langt inn í húsabyggðina.
Þórarinnn á Melnum vann sem hafnarverkamaður og hafði mun fleira fé en sem nam því litla sem hann gat heyjað á bæjarblettinum sínum, því að hann fékk hey annars staðar frá.
Bakarameistarafélagið hafði hænsnabú með mörg hundruð hænum langt fram eftir öldinni við braggahverfið Múlakamp og í Laugardalnum voru nokkur kot.
Á aldrinum 14-16 ára var ég með nokkrar dúfur í kofa á bakvið húsið að Stórholti 33. Nokkri fleiri strákar á mínum aldri reyndu fyrir sé með búskap af þessu tagi og við höfðum bæði gaman og gagn af.
Allt þetta gerði umhverfið, sem ég ólst upp í, að heillandi blöndu af dreifbýli og þéttbýli og ég held að það hafi haft ákaflega góð og heilnæm áhrif á unga og gamla sem lifðu í þessu lífræna umhverfi.
Nú er aðeins húsdýrahald í Laugardalnum og það er í raun gervi-húsdýrahald til sýnis í stað raunverulegs og hefðbundins húsdýrahalds þegar þar voru litlir bæir á borð við Hálogaland.
Mér finnst það umhugsunarefni að borgin skuli vera komin svo langt frá uppruna sínum að ekki megi halda skitnar fjórar landnámshænur við Hjallaveg og engin leið að finna því farveg sem allir geti við unað.
Við ættum kannski að fara skoða upp á nýtt þær reglur sem virðast miða að því að dauðhreinsa næstum borgina og svipta hana lífi og fjölbreytni.
![]() |
Fær ekki að halda hænur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 20:28
Kominn tími til að skilja hlutina.
Tengingar bóta og tekna hafa löngum verið meira en hæpnar. Þannig varð til ástand á ákveðnu tekjubili öryrkja að skattprósenta af viðbótartekjunum gat komist upp í 75%.
Kominn er tími til að lagfæra þetta og halda því verki áfram.
Stundum virðist vera talsvert skilningsleysi í gangi gagnvart kjörum og aðstæðum öryrkja og á ráðstefnu um þessi mál fyrir nokkrum árum kom það fram á broslegan hátt á ráðstefnu um kjör fatlaðra.
Talsmaður ráðuneytisins sýndi ráðstefnugestu flóknar töflur, fullar af tölum og línuritum.
Þegar hann var búinn að vera að þessu í nokkurn tíma varð hann þess var að stór hluti ráðstefnugesta náði ekki því sem hann var að segja og sýna.
Hann kallaði þá fram í salinn: "Eru einhverjir hérna sem eru ekki með á nótunum varðandi það sem ég er að sýna og tala um?"
Nokkrir menn úti í sal réttu þá upp hönd og einn þeirra svaraði: "Þetta er ráðstefna fyrir fatlaða og við erum hér nokkrir sem erum blindir eða heyrnarlausir" !
![]() |
Afnema víxlverkun bóta og tekna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 13:23
Þegar hugsað var til framtíðar.
Íslenska þjóðin lifði af hallæri, drepsóttir og eldgos öldum saman með því að ástunda hugarfar veiðimannasamfélagins, með því að nýta það sem landið gaf frá degi til dags.
Hún hafði engin tök á að hugsa til lengri framtíðar og gekk því á auðlindirnar, eyddi skógum, gróðri og dýraífi. Útrýming geirfuglsins er eitt dæmið.
Ýmsum fannst atvinnurekendur sleppa billega á sinni tíð og verkalýðurinn ekki vera nógu harður í því að sækja til þeirra beinar kauphækkanir þegar lífeyrisréttindi og bætur urðu hluti af kjarasamningum.
Í dag værum við verr stödd ef framsýnir menn hefðu ekki hugsað lengra nefi sínu fyrir tæpri hálflri öld og hafið uppbyggingu á sjóðum, sem nú koma sér vel.
Þess vegna verður líka að hafa það í huga nú að ekki sé gengið að þessum sjóðum á óábyrgan hátt, þótt gott sé að geta gripið til þeirra.
Allt of lítið er um þann hugsunarhátt enn hér á landi að líta til hagsmuna kynslóðanna, sem eiga eftir að taka við landinu.
![]() |
Markvissar leiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)