Kominn tími til að skilja hlutina.

Tengingar bóta og tekna hafa löngum verið meira en hæpnar. Þannig varð til ástand á ákveðnu tekjubili öryrkja að skattprósenta af viðbótartekjunum gat komist upp í 75%.

Kominn er tími til að lagfæra þetta og halda því verki áfram. 

Stundum virðist vera talsvert skilningsleysi í gangi gagnvart kjörum og aðstæðum öryrkja og á ráðstefnu um þessi mál fyrir nokkrum árum kom það fram á broslegan hátt á ráðstefnu um kjör fatlaðra.

Talsmaður ráðuneytisins sýndi ráðstefnugestu flóknar töflur, fullar af tölum og línuritum.

Þegar hann var búinn að vera að þessu í nokkurn tíma varð hann þess var að stór hluti ráðstefnugesta náði ekki því sem hann var að segja og sýna.

Hann kallaði þá fram í salinn: "Eru einhverjir hérna sem eru ekki með á nótunum varðandi það sem ég er að sýna og tala um?" 

Nokkrir menn úti í sal réttu þá upp hönd og einn þeirra svaraði: "Þetta er ráðstefna fyrir fatlaða og við erum hér nokkrir sem erum blindir eða heyrnarlausir" ! 


mbl.is Afnema víxlverkun bóta og tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar, fyrsta verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðard. var einmitt að skerða bætur og tekjutengja og taktu eftir því að ríkisstjórnin lofar því að úr verði bætt árið 2013 þegar stjórnin er farin frá völdum.

Sigurjón Þórðarson, 3.12.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, eins og ég segi, kominn tími til að skilja hlutina.

Ómar Ragnarsson, 3.12.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband