Lokahnykkurinn! Falleg eða ljót?

"Guð minn almáttugur, hvað þetta er ljótt!" hrópaði Kolbrún Bergþórsdóttir upp yfir sig í gær þegar ég kom með myndir af hraunfossinum mikla.  Ég reyndi að afsaka mig með því að málefnið væri svo gott og hún samþykkti það. 

P1011310

Svona eru nú viðbrögðin misjöfn við mottunni sem ég hef verið að safna að beiðni Krabbameinsfélagsins í mars. Og þetta þekkja sjálfsagt allir sem hafa tekið þátt í mottusöfnuninni.

Flestum hefur fundist mottan mín ágæt og rökstutt það með orðum eins og "gerir þig blíðlegri", "afalegri", "friðsamlegri", svona rétt eins og ég hafi verið hörkulegur, unglegur og illúðlegur án hennar.

Sjálfum finnst mér hún heldur mislit.  

Ég ákvað sem ungur maður, studdur dyggilega af konu minni, að safna aldrei skeggi.

En kannski blundaði einhver löngu samt til þess í mér því að ég mér hefur fundist þetta gaman.

Líka skemmtileg tilviljun að faðir minn heitinn var á hækjum og með mottu síðustu árin sem hann lfiði.  

Og í kvöld, þegar hámark söfnunarinnar verður í sjónvarpi, mun ég raka hana af mér við hátíðlega athöfn að viðstaddri konu minni og aldavinkonum hennar frá Patreksfirði.

Og kjörorð söfnunarinnar eru í mínum huga: Við gerum þetta fyrir okkur sjálf!  Þjóðin gerir það fyrir sig sjálfa!  


Gæti orðið "landbætur".

Hraunfossinn niður í Hrunagil hefur fyrst í dag sést allur og vel eins. Þetta sést á meðfylgjandi mynd, sem ég tók í gær á öðrum tímanum þegar hann færðist skyndilega í aukana og breikkaði á tveimur stöðum. Skömmu áður hafði ég tekið kvikmyndir af honum í enn meiri ham. p1011308.jpg

Þegar ég flaug síðan í kvöld yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi hafði hraunáin komist meira en helming leiðarinnar niður á flatar áreyrnar sem liggja inn í Hrunagil. Ég ræddi við Harald Sigurðsson, jarðfræðing, sem skoðaði gosstöðvarnar fyrr um daginn og hann kvað það vera áhugavert umhugsunarefni, hvaða áhrif hraunstraumur út í Krossá hefði.

Kannski myndi það enda með því að hraunið þrýsti ánni upp að hlíðinni norðan auranna og kæmi henni þar í stokk og þá myndi hún hætta að flæmast sitt á hvað um eyrarnar eins og hún hefur gert og orðið mönnum oft til ama. 

Haraldur ræddi líka um þann möguleika að hraun færi að renna utar vegna þess að það væri að byrja að hlaðast upp við vestanverðar gosstöðvarnar. Myndi það þá koma niður nær Básum en hraunið, sem rennur niður Hrunagil.  

 


mbl.is Hraunfoss á við tvo Dettifossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband