Gæti orðið "landbætur".

Hraunfossinn niður í Hrunagil hefur fyrst í dag sést allur og vel eins. Þetta sést á meðfylgjandi mynd, sem ég tók í gær á öðrum tímanum þegar hann færðist skyndilega í aukana og breikkaði á tveimur stöðum. Skömmu áður hafði ég tekið kvikmyndir af honum í enn meiri ham. p1011308.jpg

Þegar ég flaug síðan í kvöld yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi hafði hraunáin komist meira en helming leiðarinnar niður á flatar áreyrnar sem liggja inn í Hrunagil. Ég ræddi við Harald Sigurðsson, jarðfræðing, sem skoðaði gosstöðvarnar fyrr um daginn og hann kvað það vera áhugavert umhugsunarefni, hvaða áhrif hraunstraumur út í Krossá hefði.

Kannski myndi það enda með því að hraunið þrýsti ánni upp að hlíðinni norðan auranna og kæmi henni þar í stokk og þá myndi hún hætta að flæmast sitt á hvað um eyrarnar eins og hún hefur gert og orðið mönnum oft til ama. 

Haraldur ræddi líka um þann möguleika að hraun færi að renna utar vegna þess að það væri að byrja að hlaðast upp við vestanverðar gosstöðvarnar. Myndi það þá koma niður nær Básum en hraunið, sem rennur niður Hrunagil.  

 


mbl.is Hraunfoss á við tvo Dettifossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Eitthvað hljóta aurarnir að vera seinfarnari fyrir hraunrennslið en niður þröngt og brattara Hrunagilið. Já og ef það færi vestanmegin kæmi hraunið þá út Hvannagil, andspænis Valahnúk!

Allt er þetta til að auka áhugann fyrir Þórsmörkinni.

Ólafur Þórðarson, 26.3.2010 kl. 03:23

2 identicon

Ef að hrauntunga myndi ná það langt að áin yrði að fara í stokk, þá væru það landbætur, - en yrði líklega að brúa hana vegna þess hve hún myndi dýpka (grafa sig niður).  Alveg eins og Þveráin, þar sem bændur brutu strauminn með görðum, og hún gróf sig niður undir eins og skilaði töluverðu þurrlendi fyrir vikið.

Svo má fabúlera með það hvar þetta endar. Of snemmt að spá í þetta allt.

Nú er búið að vera ágætt útsýni á gosstöðvarnar og spáin er mjög góð. 

Ómar, það er lendingarhæft í Hvolsvelli, ekki á neinum brautarhákum, en léttar vélar fara létt með. Er búinn að setja upp vindpoka við bæinn, og það er hægt að lenda á spildunni frá honum til norðurs /stefna ca NNA), lengd er a.m.k. 500 m, og bæði harðari og sléttari flöt en flugvöllurinn sjálfur.

TF-Rex var hjá mér í fyrradag, - hann lenti á miklu mýkri spildu, en fór lauflétt með.

Þú ert velkominn, svo og aðrir fljúgandi. Hægt að leggja heim við bæ. og 400 m. í Hvolsvöll.

Kv.

Jón Logi

V-Garðsauka.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 07:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka fyrir, Jón Logi. Gallinn er bara sá eins og er að FRÚ-in er í viðamikilli ársskoðun og lendingarstaðirnir þurfa að vera á skrá og viðurkenndir af Flugmalastjórn.

En um leið og FRÚ-in getur flogið verður gott að vita að vellinum þínum. Hafðu heiður og þökk fyrir hann.

Ómar Ragnarsson, 26.3.2010 kl. 08:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ketill féll þar allur í eld,
ofur sagan Kristjáns seld,
aldrei leggst hann undir feld,
en alveg galinn þó ég held.

Þorsteinn Briem, 26.3.2010 kl. 08:16

5 identicon

Sæll aftur Ómar.

Það er lendingarhæft á brautinni gömlu (Hvolsvöllur). Veit bara ekki hvort hún er ennþá lögleg. En ertu hættur í fis-flugmennskunni?

Kveðja úr Garðsauka.

Jón Logi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband