Lokahnykkurinn! Falleg eða ljót?

"Guð minn almáttugur, hvað þetta er ljótt!" hrópaði Kolbrún Bergþórsdóttir upp yfir sig í gær þegar ég kom með myndir af hraunfossinum mikla.  Ég reyndi að afsaka mig með því að málefnið væri svo gott og hún samþykkti það. 

P1011310

Svona eru nú viðbrögðin misjöfn við mottunni sem ég hef verið að safna að beiðni Krabbameinsfélagsins í mars. Og þetta þekkja sjálfsagt allir sem hafa tekið þátt í mottusöfnuninni.

Flestum hefur fundist mottan mín ágæt og rökstutt það með orðum eins og "gerir þig blíðlegri", "afalegri", "friðsamlegri", svona rétt eins og ég hafi verið hörkulegur, unglegur og illúðlegur án hennar.

Sjálfum finnst mér hún heldur mislit.  

Ég ákvað sem ungur maður, studdur dyggilega af konu minni, að safna aldrei skeggi.

En kannski blundaði einhver löngu samt til þess í mér því að ég mér hefur fundist þetta gaman.

Líka skemmtileg tilviljun að faðir minn heitinn var á hækjum og með mottu síðustu árin sem hann lfiði.  

Og í kvöld, þegar hámark söfnunarinnar verður í sjónvarpi, mun ég raka hana af mér við hátíðlega athöfn að viðstaddri konu minni og aldavinkonum hennar frá Patreksfirði.

Og kjörorð söfnunarinnar eru í mínum huga: Við gerum þetta fyrir okkur sjálf!  Þjóðin gerir það fyrir sig sjálfa!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolla er með skrítið skegg,
skyldi ég sjá ef út af legg,
þar í körfu öll sín egg,
ætíð geymir bakvið vegg.

Nei, ég segi nú bara si svona. Ekki að ég viti það, eins og hún amma mín sagði.

Þorsteinn Briem, 26.3.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst hún bara fín mottan þín Ómar minn, gerir þig ... já blíðlegri, afalegri og virðulegri.  En þú ert nú alltaf spes. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Iss þú ert eins og ég lítur út eins og allir hinir Pólverjarnir sem er hér á landi, má taka þetta af sér núna eða þarf að bíða eftir 31. mars? Veit það einhver.

Sverrir Einarsson, 27.3.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sverrir Einarsson Í þínum sporum myndi ég sleppa því alveg að raka mig, Sverrir.

Þorsteinn Briem, 27.3.2010 kl. 12:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mottan fauk í morgun eins og ætlunin var og kemur sennilega ekki aftur.

Ómar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband