31.3.2010 | 12:16
Munum: Einn maður hefur þegar farist.
Það eru takmörk fyrir því hve nálægt hraunjöðrum er óhætt að fara. Þetta kom í ljós í Heklugosinu 1947 þegar glóandi hraunmoli féll úr hraunbrúninni og banaði Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi.
1947 hafði verið ívenju langt goshlé á Íslandi. Hekla hafði ekki gosið í 102 ár. Grímsvatnagos var 1934 en síðast gaus á aðgengilegum stað fyrir austan Heklu 36 árum fyrr.
Engir Íslendingar höfðu því reynslu árið 1947 af því að ganga nálægt glóandi hraunstraumum og bröttum hraunjöðrum.
Ekki á að ofvernda fólk á gosstöðvum en hins vegar að byggja að reynslu frá fyrri gosum þegar girt verður í kringum nýja hraunið á Fimmvörðuhálsi. Gott væri að með í för við að afgirða svæðið væri maður sem vanur er umgengni við glóandi hraun.
![]() |
Hraunið verður afgirt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2010 | 10:16
Fólk greiðir atkvæði með hjólunum.
Sagt var á sinni tíð að Austur-Þjóðverjar greiddu atkvæði með fótunum með því að flýja yfir til Vestur-Þýskalands í stórum stíl.
Í vestrænum samfélögum greiðir fólk hins vegar atkvæði "með hjólunum", þ. e. fer þangað á almenningsfarartækjum, bílum, vélhjólum og reiðhjólum sem því finnst henta sér.
Meðan þetta er svona verður miðja höfuðborgarsvæðisins stærstu krossgötur landsins við Elliðaár, - miðja verslunar og þjónustu.
Þungamiðja byggðar á höfuborgarsvæðinu er innst í Fossvogsdal og þungamiðja atvinnustarfsemi er á austurleið, komin vel austur fyrir Kringlumýrarbraut.
Þannig flutti Tryggingamiðstöðin nýlega starfsemi sína frá Ingólfstorgi inn í Síðumúla.
Frá þessari miðju er styttra í Smárann en niður í gamla miðbæinn og vegalengdin til Hafnarfjarðar er ekkert tiltökumál.
Við hjónin, Helga og ég, eigum sjö börn og myndum helst óska þess að þau ættu heima sem næst okkur í Háaleitishverfinu. Eitt barnanna er fatlað og á heima í 105 Reykjavík.
Einu þeirra hugnast best að eiga heima í 101 Reykjavík.
En fimm þeirra eiga öll heima austan Elliðaáa og meirihluta afkomenda okkar býr nú í Mosfellsbæ.
Þetta er barnafólk og líkar betur að búa nálægt jaðri byggðar þar sem stutt er í ósnortin svæði en inni í borginni.
Frá Mosfellsbæ eru 10 kílómetrar að krossgötunum við Elliðaár, en frá Vesturbænum í Reykjavík eru 6-7 kílómetrar þangað.
Það er að sönnu mikilvægt að þétta byggð og stytta vegalengdir. Þó eru takmörk fyrir því hvað hægt er að komast langt í því efni því að fólkið kýs með hjólunum.
Ég tel að fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að minnka eldsneytiskostnað og útblástur sé að búa til hvata til meiri sparnaðar með auknum almenningssamgöngum og raunhæfari skattlagningu á bíla en nú er. Þetta tvennt sparar mikið rými í gatnakerfinu.
Eins og nú er borga bílaeigendur ekkert fyrir malbikið og samgöngumannvirkin sem þeir nota. Þetta er á skjön við það sanngirnismál að þeir borgi sem nota.
Lengd bílanna skiptir miklu máli í því sambandi varðandi umferðartafir. Tölurnar eru nefnilega ótrúlega stórar.
Dæmi: Um Miklubrautina eina fara 100 þúsund bílar á dag. Ef meðallengd bílanna minnkaði úr ca 4,50 m niður í 4 metra, sem er lengd á meðalstórum smábíl, (Skoda Fabia, VW Polo, Opel Corsa) myndu 50 kílómetrar af malbiki verða auðir á hverjum degi sem bílarnir þekja nú.
Japanir hafa um áratuga skeið ívilnað þeim sem nota litla bíla með stærðargjaldi á stærri bíla og það hefur svínvirkað.
Þaðan er
![]() |
Fólk greiðir atkvæði með fótunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2010 | 08:44
Eins og í Sumargleðinni.
Uppákoman á leikvanginum í Króatíu minnir mig á eitt skemmtilegasta atriðið úr Sumargleðinni forðum daga.
Það var þegar Bessi heitinn Bjarnason kom í gervi þvottakarls inn í salinn með fötu og kúst og fór að skúra og truflaði þar með samkomuna, reifst í samkomugestum og öllum, sem á vegi hans urðu á ógleymanlega fyndinn hátt.
Hann fór líka upp á sviðið og eyðilagði listaflutning þar og gerði í raun allt vitlaust í húsinu, bæði í sal og á sviði. Bessi gerði þetta á þann hátt sem honum einum var lagið og engu öðru líkt, einkum vegna þess, að þetta atriði hans var gerólíkt frá sýningu til sýningar og byggðist mjög á mismunandi viðbrögðum áhorfenda.
Stuðmenn gerðu svipað með hjálp Flosa Ólafssonar í mynd sinni þótt ekki væri það með þeim ólíkindum sem Bessa tókst að gæða sitt frábæra atriði, sem aldrei var fest á mynd.
Nei, svona lagað klikkar ekki, það virðist ljóst.
![]() |
Ótrúleg uppákoma í Króatíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)