Forspá "kverúlants" og "öfgamanns."

 Sumarið 2004 far eftirfarandi forspá sett fram á prenti undir fyrirsögninni: "Skömmin mun uppi um þúsundir ára." 

 "...Nú er að hefjast eitt stærsta efnahagslega fíkniefnapartí í sögu þjóðarinnar. Strax í upphafi varð þensla sem Seðlabankinn fann út að stafaði nær eingöngu af auknum viðskiptum með krítarkortum og á vordögum 2004 er eytt fjórfalt meira fé í erlend lán til uppkaupa á fyrirtækjum en til stóriðju. Það verður fjör og allir verða að vera með, annars eru þeir ekki samkvæmishæfir. ..." 

"...það þykir henta að kalla þá sem andæfa svallveislunni öfgamenn. Og eins og oft vill verða verður allt brotið og bramlað í húsnæðinu..." 

Það vill svo til að þessar tilvitnuðu setningar eru á blaðsíðu 17 í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" sem fjallaði um upphaf svallveislunnar sem endaði haustið 2008. 

Þeir voru taldir úrtölumenn, kverúlantar, öfundarmenn, öfgamenn og fáráðar sem vöruðu við því strax í upphafi veislunnar 2002 og 2003 hvert stefndi. Ættu að fara í endurmenntun.

Geir Haarde segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýni, að eftir 2006 hefði bönkunum ekki verið bjargað.

Á vordögum 2007 hengu samt uppi flennispjöld með mynd af honum og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem letrað var á með risaletri: "Traust efnahagsstjórn" !

Meirihluti þjóðarinnar trúði þessu sem og ágæti stóriðjufyllerís, húsnæðislánaloforða, einkavinavæðingar, fjármálasprengingar. ofsaneyslu og gróða í erlendum lántökum.

Nú situr þjóðin í sárum í húsnæði, sem er brotið og bramlað eftir mesta fjármálafyllerí Íslandssögunnar, rétt eins og spáð var í Kárahnjúkabókinni.  


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Áhafnarmeðlimir." Úff!

Eitt hvimleiðasta orðið, sem fjölmiðlamenn hafa tekið ástfóstri við um áratuga skeið, er orðið "áhafnarmeðlimur."

Í frétt af viðbúnaði í Keflavík vegna flugvélar, þar sem einhver leki á viðsjárverðu efni varð um borð, er þetta orð notað einu sinni enn.

Orðið er alveg einstaklega langt og leiðinlegt og gildir einu hvort það er notað á sjó eða landi. 

Íslenskan á þetta fína orð, skipverji, sem helmingi styttra.

Og í fluginu er til orðið flugliði, stutt og þjált.

Nei, - áhafnarmeðlimur skal það vera. Úff!  


mbl.is Mikill viðbúnaður í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband