28.4.2010 | 23:21
Réði Eyjafjallajökull úrslitum?
Ofangreind spurning er að vísu sett fram án þess að hægt sé að svara henni. Þó er ljóst að herslumuninn vantaði fyrir Barcelona að komast áfram því að ef úrslitin á ítalíu hefðu verið 2:1 en ekki 3:1 hefði Barcelona komist áfram á markinu, sem skorað var á útivelli.
Þegar íþróttamenn eru komnir í hæsta gæðaflokk skipta hundruðustu hlutar úr sekúndu og ótal smáatriði skipta miklu máli þegar munur hinna bestu er lítill.
Það er talsverður munur á því að hólkast 1000 kílómetra í rútu eða fljúga í einn og hálfan tíma.
Eyjafjallajökull sá fyrir því að þetta gerðist þegar leikmenn Börsunga fóru til Ítalíu. Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Eyjafjallajökull er að vísu 1666 metra hár en engu að síður í á þriðja þúsund kílómetra fjarlægð frá flugleiðinni milli Spánar og Ítalíu.
![]() |
Inter sló Evrópumeistarana úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2010 | 12:33
Dýrt en brýnt að mæla öskuna hér.
Nú er sagt frá því í hádegisfréttum útvarpsins að fá eigi sérbúna flugvél frá Evrópu til landsins til þess að gera sjálfstæðar mælingar á öskumagni sem berst um Ísland frá gosinu í Eyjafjallajökli.
Þetta er að vísu afar dýrt og mun kostnaður hugsanlega verða talinn í tugum milljóna króna.
En miðað við þær fjárhæðir sem í húfi eru, bæði nú og í gosum síðar, er þetta nauðsynlegt og getur hugsanlega sparað hundruð milljóna ef ekki marga milljarða króna.
Ég bloggaði um þetta fyrir nokkrum dögum og fagna því að þetta verði gert og þótt fyrr hefði verið.
![]() |
Vona að Reykjavík opnist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)