Dýrt en brýnt að mæla öskuna hér.

Nú er sagt frá því í hádegisfréttum útvarpsins að fá eigi sérbúna flugvél frá Evrópu til landsins til þess að gera sjálfstæðar mælingar á öskumagni sem berst um Ísland frá gosinu í Eyjafjallajökli. p1011435_985723.jpg

Þetta er að vísu afar dýrt og mun kostnaður hugsanlega verða talinn í tugum milljóna króna.

En miðað við þær fjárhæðir sem í húfi eru, bæði nú og í gosum síðar, er þetta nauðsynlegt og getur hugsanlega sparað hundruð milljóna ef ekki marga milljarða króna. 

Ég bloggaði um þetta fyrir nokkrum dögum og fagna því að þetta verði gert og þótt fyrr hefði verið.


mbl.is Vona að Reykjavík opnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta helv. reykingabann er komið út í algjörar öfgar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það hlýtur að vera nauðsynlegt að rétta af niðurstöður spálíkananna. Líkön eru aldrei annað en líkön og aldrei betri en forsendurnar sem notaðar eru.

Prófum að ímynda okkur nokkrar forsendur, sem þurfa alls ekki að vera réttar, en eru bara settar fram til að útskýra málið:

Nú er styrkur gosins miklu minni en í upphafi. Aðeins um 1/20 skildist mér um daginn.

Mestur hluti gosefnanna rennur nú frá gígnum sem hraun, en smávegis er enn sem aska. Segjum til dæmis 1/20 til að segja eitthvað. (Jafn vitlaus tala og hvað annað meðan við vitum ekki neitt).

Magn gosefnanna sem fer út í loftið ætti þannig að vera 1/20 x 1/20 = 1/400 af því sem það var í upphafi goss, ef þessar forsendur væru réttar, en þær eru auðvitað bara skot út í loftið...

Auk þess er, skilst mér, askan orðin grófkornaðri og ætti því ekki að berast eins langt. Það er enn einn margföldunarstuðullinn, segjum t.d. 1/2 til að segja eitthvað. Þannig gæti styrkurinn hæglega verið kominn niður í þúsundasta hluta af því sem upphaflega var... 

Um styrkinn getum við ekkert fullyrt nema með því að framkvæma mælingar. Vonandi gengur það vel á morgun.

Þetta  mjög einfaldaða (og líklega vitlausa) dæmi sýnir okkur hve mikilvægt er að vita raunverulegt magn gosefna í loftinu, því margir samverkandi þættir gætu haft áhrif,  en á þessu hef ég þó ekkert annað vit en brjóstvitið :-)

Ágúst H Bjarnason, 28.4.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband