Spánska veikin drap meira en þúsund sinnum fleiri.

Í ljós hefur komið að það var vægast sagt hæpið að nefna svínaflensuna og spönsku veikina í sömu andrá eins og gert var í upphafi faraldursins.

Spánska veikin drap fleira fólk en féll í fyrri heimsstyrjöldinni, svo skæð var þessi drepsótt. 

Þótt skæður sjúkdómsfaraldur sé aldrei smámál hefur komið í ljós að lyfjaframleiðendur nýttu sér hræðslu fólks við svínaflensuna langt úr hófi fram og græddu á því. 

Kannski var skárra að of en van í því efni en alnæmi og fleiri sjúkdómar, sem hrjá mannfólkið, eru mun alvarlegri vandamál en svínaflensan varð nokkurn tíma. 

Slæmu fréttirnar voru að þessi faraldur reyndist óstöðvandi. En það á alltaf að líka líta á björtu hliðarnar. Góðu fréttirnar voru þær að þessi tegund flenstu reyndist langt frá því eins hættulegur og menn óttuðust og ekki mikið skæðari en margir faraldrar svipaðrar gerðar sem farið hafa um heiminn hinn síðari ár. 


mbl.is Svínaflensufaraldrinum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmætur öryggisventill.

Ég hef verið í næsta herbergi við Spaugstofuna í útvarpshúsinu um áraraðir og hef fylgst með störfum þeirra. Ég efa að jafn fámennur hópur hafi nokkurs staðar á neinni sjónvarpsstöð afrekað vikulega það sem Spaugstofan hefur gert.

Mig hefur lengi undrað að ekki skuli vera slatti af Edduverðlaunum inni í herberginu þeirra. 

Síðustu tvö árin hefur Spaugstofan orðið miklu beittari í háðsádeilu sinni en fyrr og ég er ekki viss um að allir átti sig á hve mikils virði það hefur verið fyrir þjóðina. 

Spaugstofan hefur að þessu leyti virkað eins og nokkurs konar öryggisventill fyrir innbyrgða reiði sem annars hefði brotist út annars staðar með slæmum afleiðingum og miklum kostnaði. 

Þess vegna er það afleitar fréttir að Spaugstofunni verði gefið frí í vetur og er vonandi að ef fjárhagurinn skánar komi þeir aftur. 


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband