Dýrmætur öryggisventill.

Ég hef verið í næsta herbergi við Spaugstofuna í útvarpshúsinu um áraraðir og hef fylgst með störfum þeirra. Ég efa að jafn fámennur hópur hafi nokkurs staðar á neinni sjónvarpsstöð afrekað vikulega það sem Spaugstofan hefur gert.

Mig hefur lengi undrað að ekki skuli vera slatti af Edduverðlaunum inni í herberginu þeirra. 

Síðustu tvö árin hefur Spaugstofan orðið miklu beittari í háðsádeilu sinni en fyrr og ég er ekki viss um að allir átti sig á hve mikils virði það hefur verið fyrir þjóðina. 

Spaugstofan hefur að þessu leyti virkað eins og nokkurs konar öryggisventill fyrir innbyrgða reiði sem annars hefði brotist út annars staðar með slæmum afleiðingum og miklum kostnaði. 

Þess vegna er það afleitar fréttir að Spaugstofunni verði gefið frí í vetur og er vonandi að ef fjárhagurinn skánar komi þeir aftur. 


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næ þessu ekki alveg hjá Ómari. Ef spaugstofan átti sinn þátt í því að fólkið sætti sig við ranglætið og spillinguna í samfélaginu, er tími til kominn að leggja hana niður og þótt fyrr hefði verið. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:18

2 identicon

Hjartanlega sammála. Efast um að nokkuð annað komi í staðinn. En hvers vegna er RÚV með 3 spurningaþætti? (Gettu betur, Útsvar og Popppunkt)

Mætti að ósekju leggja tveimur þeirra...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það kemur ekki til greina að spaugstofan starfi ekki áfram!

Hvað er verið að leggja áherslu á hjá RÚV? Hvað skyldi vera að hjá Páli Magnússyni? Skilur hann ekki að hægt er að loka RÚV ennþá fyrr ef hann ætlar að svíkja þjóðina um það eina sem fólk yfirleitt hefur áhuga á að sjá?

Aumingja maðurinn þegar hann kemst á síður sögunnar, og afkomendur hans lesa um að hann hafi tekið út eina sjónvarpsefnið sem þjóðin vildi horfa á (á stöð sem þjóðin var skylduð til að borga af) !  ??? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Vídalín biskup lýsti því vel á sinni tíð hve illa ígrundið ofsareiði getur gert illt verra.

Margt af því sem Spaugstofan hefur gert síðustu tvö ár hefur að mínum dómi verið tær snilld hvað snertir greiningu, útskýringu og flugbeitta gagnrýni á það sem aflaga hefur ferið hjá okkur. 

Það auðveldar okkur að beina reiðinni í þann farveg að hún verði til gagns og umbóta í stað þess að bakarar séu í fljótræði hengdir fyrir smiði. 

Ómar Ragnarsson, 10.8.2010 kl. 23:40

5 Smámynd: Davíð Oddsson

En svo má á það líta að það er nánast útilokað að fá iðnaðarmenn (þ.m.t. smiði), en það er hins vegar til nóg af þessum bökurum :)

Annars er missir að Spaugstofunni.

Davíð Oddsson, 11.8.2010 kl. 22:57

6 identicon

Nú á að leggja niður Spaugstofuna en hugmyndin er að setja annan grínþátt í staðinn. Þar er fallin afsökunin um kostnaðinn. Er ekki verið að leggja niður Spaugstofuna af því hún hefur orðið beittari síðust árin? Er ekki fréttastefna Rúv núorðið meira um pungaþukl en þau mál sem brenna á þjóðinni eða heiminum? Þeir eru sífellt að mýkjast í umræðunni, óþægilegum málum fyrir ákveðna hópa er ekki sinnt til að vernda þessa hópa, skarpri ádeilu hent út í hafsauga fyrir innantómt dægurspaug, samvinnu við helstu miðla heimsins er neitað og öflugustu fréttamennirnir reknir. Kannski þarf að skera niður á fréttastofunni til að eiga fyrir Ugly Betty. Sennilegast er þó að andleysi stjórnenda stöðvarinnar sé að verða henni að fjörtjóni og að fátt geti bjargað þessari annars merku stofnun en gjörbreyting á hugarfari og framkvæmd og það verður ekki gert nema með nýjum stjórnendum.

Kári Waage (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:22

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Uppáhaldsþátturinn minn er þegar Geir Haarde leikinn af Erni Árnasyni stendur við gluggann á Alþingishúsinu og hlustar á hrópin í fólkinu úti og heldur að það sé að biðja um VANA RÍKISSTJÓRN! Gersamlega óborganlegt og kannski smá broddur líka.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.8.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband