Lausungin hefndi sín að lokum.

Um áratuga skeið hefur myndast sú hefð hér á landi að einstakir ráðherrar séu svo miklir kóngar í ríki sínu að þeir geti valið sér hvað þeir bera fram á ríkisstjórnarfundum og hvað ekkii.

Þetta er tilkomið að hluta tll vegna ákveðinnar samtryggingar sem byggist á bandaríska málshættinum "ég klóra þér á bakin og þú klórar mér."

Samtrygging af þessu tagi eru líka nefnd hrossakaup og gilda oft um mikilvæg sem varða alla þjóðina alla en þingmenn þess kjördæmis sem er vettvangur málsins látnir ráða því til lykta í trausti þess að þeir muni gera hið sama gagnvart þingmönnum annarra kjördæma í gæluverkefnum þeirra. 

Einnig hefur orðið alsiða að oddvitum stjórnarflokka hafa komist upp með að ráða mikilsverðum málum til lykta án þess að ríkisstjórnin sem heild hafi verið upplýst um málið eða höfð með í ráðum. 

2003 komust tveir menn upp með það að taka afdrifaríka tímamótaákvörðun um þáttöku þjóðarinnar í ólöglegri innrás í fjarlægt land.

Í aðdraganda Hrunsins var ástandið þannig að þrír ráðherrar ásamt Seðlabankastjóra ráðskuðust með mikilvægasta málið, sem þjóðin hafði staðið fyrir um langt skeið og sniðgengu meira að segja eftir mætti þann ráðherra sem málið heyrði helst undir. 

Þetta er mjög íslenskt fyrirbæri því að hjá öðrum þjóðum tíðkast yfirleitt samábyrgð (collective) hjá ríkisstjórnum og ef einhver ráðherra gerir mistök lætur forsætisráðherrann hann fjúka.

Íslenska kerfið hafa stjórnmálamennirnir hér innleitt til þess að firra sig sjálfa ábyrgð eftir því sem því verður við komið. 

Þetta hefndi sín í Hruninu og í þessu efni þarf að taka upp ný vinnubrögð og nýjan hugsunarhátt. 


mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið er ekki einfalt.

Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn frá 1995 til 2006 og bjó til, ásamt Sjálfstæðisflokknum, þá atburðarás sem var komin svo langt árið 2006 að þá þegar hefði þurft að taka í taumana.

Ef rétt er að Framsóknarmenn vilji láta draga tvo fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks og tvo fyrrverandi ráðherra Samfylkingar fyrir Landsdóm er það skiljanlegt því að með því dreifa Framsóknarmenn athygllnni frá ábyrgð eigin flokks á því hvernig fór. 

Einnig er eðlilegt að Sjálfstæðismenn vilji ekki að neinn verði draginn fyrir Landsdóm því að það er alveg sama hvernig litið er á málið, sá flokkur var við völd samfleytt frá 1991 og fram yfir Hrun og ber því mesta ábyrgð. 

Ef niðurstaða nefndarinnar verður þrjú álit sýnir það vel að málið stendur Alþingi alltof nærri til þess að það geti fjallað um það málefnalega. 

Ég tel þá hugsun sem er á bakvið ákvæðin um Landsdóm í stjórnarskránni samt ekki vera úrelt heldur fyrirkomulagið. 

Best hefði verið að Landsdómskerfið hefði verið tvíþætt: Annars vegar nefnd, óháð Alþingi og framkvæmdavaldinu, sem ákvæði hverja ættia að draga fyrir Landsdóm, nokkurs konar ákæruvald dómsins, og hins vegar dómurinn sjálfur. 

Ef þetta hefði verið svona í því tilfelli sem við stöndum frammi fyrir núna hefði Alþingi ákveðið að fara þess á leit við Landsdóm að taka málið fyrir og láta ákæruvaldhluta dómsins um það að ákveða, hverja skyldi ákæra, ef nokkurn. 

Ýmsir embættismenn áttu drjúgan þátt í að skapa þá fölsku mynd sem haldið var af þjóðinni í gegnum sofandi fjölmiðla. 

Seðlabankinn gaf það til dæmis ítrekað út að bankarnir stæðust álagspróf þótt morgunljóst væri að þeir gerðu það alls ekki. 

Opinberlega fékk þjóðin ekki að vita að bankakerfið og skuldirnar væru orðnar fjórfalt stærri en þjóðarframleiðslan fyrr en rúmum mánuði fyrir Hrun.

Þeir sem að þessum blekkingarleik stóðu hafa þá afsökun að þeir héldu að með því að segja hið sanna myndu þeir "rugga bátnum", upplýsa illviljaða menn um stöðuna og þannig stuðla að þeir gerðu óskunda og yllu hruni.

En auðvitað vissu þessir meintu illviljðu menn um þetta, þeir sem hafa af því atvinnu og gróða að skoða svona mál og hafa aðstöðu til þess að sækja sér upplysingar sem gagnast þeim. 

Það var firra að hægt væri að fela þetta nema þá fyrir þeim sem það varðaði mest, þjóðinni.

Allir helstu aðilar "gróðærisbólunnar" voru á fullu við að bjarga hver sínu skinni og bankarnir tóku meira að segja stöðu á móti krónunni í því skyni.

Við sitjum uppi með stjórnarskrárvarin og ófullkomin ákvæði um Landsdóm sem verður að hlíta og vitanlega verður að draga einhverja línu þegar ákveða á hvort og þá hverjir fari fyrir Landsdóm. 

Vanræksla þeirra, sem koma til greina að verði látnir sæta ábyrgð, verður að teljast því alvarlegri sem málið var lengra komið og helstu einkenni ástandsins að koma betur og betur í ljós.

Ef draga á einhverja línu varðandi það, hverja á að ákæra, verður að taka mið af þessu og þetta vita Framsóknarmennirnir í þingmannanefndinni. 

En svo er að sjá sem Alþingi sé ófært um að draga þessa línu. 

 


mbl.is Ekki samstaða í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Grjótgarðavirknin".

Um allt land má sjá hvernig landbrot af völdum fljóta hefur verið stöðvað og þróuninni snúið við með því að setja stutta garða eða "tennur" frá árbökkunum út í ána til að trufla rennslið svo að sand- og aurburður falli til botns og hlaði upp sandi við árbakkana.

Kalla má þetta "grjótgarðavirkni". 

Gott dæmi voru garðarnir á austurbakka Skeiðarár upp úr 1972 og ég hef fylgst með því hvernig þetta er gert víða um land í áratugi með góðum árangri.

Nákvæmlega það sama er nú að gerast við Landeyjahöfn. Eini munurinn er sá að nú er sandburðurinn ekki til góðs heldur ills. 

Það þýðir ekkert að kenna "langvarandi austanátt" um þetta. Austanáttin er samkvæmt veðurskýrslum langalgengasta vindáttin á suðvesturhorni landsins og ekkert er eðliega en að hann leggist í þá vindátt dögum saman.

Þá situr eftir að framburður Markarfljóts og smáánna, sem falla suður úr Eyjafjallajökli hafi verið miklu meiri en búast mátti við. 

Markarfljót er jökufljót og vitað var að íslensk jökulfljót myndu bera fram miklu meiri aur í hlýnandi loftslagi en áður hafði þekkst. 

Einnig var vitað að frá 1999 voru stórauknar líkur á gosi í Eyjafjallajökli og við erum alltaf að bíða eftir Kötlugosi. 

Jafnvel þótt smám saman minnki áhrifin af framburði í Markarfljót vegna eldgossins liggur hitt fyrir að ekkert bendir til annars en að loftslag verði áfram hlýnandi.

Við verðum því að verða viðbúin því að ekki sjái fyrir endann á því að "ástandið verði mun verra en við bjuggumst við". 

 

 


mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi ekki hér.

Fyrirmæli erkibiskupsins í Melbourne um leyfilega tónlist í jarðarförum eru aldeilis kostuleg og sýna fullkomið vantraust á því að aðstandendur og viðkomandi prestur geti ákveðið sjálf hvað tónlist passi best við útfarir.

Vonandi verða svona fyrirmæli aldrei gefin hér á landi.

Sem betur fer hafa Íslendingar haft lag á að gera jarðarfarir að menningarviðburðum sem hafa oftast verið öllum til sóma sem að þeim hafa staðið, jafnt hinum látna sem hinum lifandi.

Hér á land myndi fólk einfaldlega segja eins og sagt var forðum ef svipað kæmi fram: "Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."

Tengdatóttir, Kristbjörg Clausen, mín bjó í Danmörku í nokkur ár og kynntist jarðarfararsiðum þar í landi vegna þess að hún er lærð söngkona og syngur oft við jarðarfarir.

Það kom henni á óvart hve litlausar, fámennar og tilbreytingasnauðar danskar jarðarfarir eru, að minnsta kosti á Jótlandi þar sem hún bjó.

Íslenskar jarðarfarir eru samkomur fólks, sem tengist ástvinaböndum og þær eru þeim mun mikilvægari fyrir þá sök að í þjóðfélagi þar sem áreiti og streita bitna oft á slíkum tengslum, eru þessar fallegu samkomur góðar kyrrðarstundir sem sameina fólk og sameingarafl erfidrykkjanna er líka mikilvægt. 


mbl.is Popptónlist bönnuð í jarðarförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband