"Grjótgarðavirknin".

Um allt land má sjá hvernig landbrot af völdum fljóta hefur verið stöðvað og þróuninni snúið við með því að setja stutta garða eða "tennur" frá árbökkunum út í ána til að trufla rennslið svo að sand- og aurburður falli til botns og hlaði upp sandi við árbakkana.

Kalla má þetta "grjótgarðavirkni". 

Gott dæmi voru garðarnir á austurbakka Skeiðarár upp úr 1972 og ég hef fylgst með því hvernig þetta er gert víða um land í áratugi með góðum árangri.

Nákvæmlega það sama er nú að gerast við Landeyjahöfn. Eini munurinn er sá að nú er sandburðurinn ekki til góðs heldur ills. 

Það þýðir ekkert að kenna "langvarandi austanátt" um þetta. Austanáttin er samkvæmt veðurskýrslum langalgengasta vindáttin á suðvesturhorni landsins og ekkert er eðliega en að hann leggist í þá vindátt dögum saman.

Þá situr eftir að framburður Markarfljóts og smáánna, sem falla suður úr Eyjafjallajökli hafi verið miklu meiri en búast mátti við. 

Markarfljót er jökufljót og vitað var að íslensk jökulfljót myndu bera fram miklu meiri aur í hlýnandi loftslagi en áður hafði þekkst. 

Einnig var vitað að frá 1999 voru stórauknar líkur á gosi í Eyjafjallajökli og við erum alltaf að bíða eftir Kötlugosi. 

Jafnvel þótt smám saman minnki áhrifin af framburði í Markarfljót vegna eldgossins liggur hitt fyrir að ekkert bendir til annars en að loftslag verði áfram hlýnandi.

Við verðum því að verða viðbúin því að ekki sjái fyrir endann á því að "ástandið verði mun verra en við bjuggumst við". 

 

 


mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Landeyjahöfn er grátlegt daemi um vitleysisgang og vanthekkingu manna á adstaedum. Austanáttir eru jú algengastar á thessum slódum, en ad auki er ríkjandi sterkur vesturstraumur med ströndinni og sérstaklega frá Dyrhólaey og alveg vestur undir Thorlákshöfn. Thetta vita menn, en samt er rádist i thessa dellu. Milljardar settir í thetta rugl og árangurinn eftir thví. Í framtídinni má eflaust fara einhverjar ferdir tharna inn á flatbotna ferju eda svifnökkva vid bestu adstaedur, en í besta falli verdur thessi höfn aldrei nothaef fyrir annad en trillur og skemmtibáta, sem mega thó ekki rista of mikid. Sökum sandrifsins sem ávallt mun ganga vestur úr austari gardinum, er stórhaetta á thví ad í naesta sudvestan stórvidri á stórstraumsflódi muni nánast allur sjógangurinn brotna inn í höfnina sjálfa. Thegar thad gerist, tharf sennilega ekkert ad spá meira í thessa höfn, thví hún verdur thá ekki til lengur, eftir svoleidis ágjöf. Fyrir árid 2012 spái ég thví ad thad eina sem nothaeft verdur í thessari höfn, verdi salernin og hugsanlega kaffiadstadan í bidsalnum.   

Halldór Egill Guðnason, 11.9.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Eigum við ekki að gefa þessu smá tíma, siglingamál finnur kannski lausn á vandamálinu.

Magnús Gunnarsson, 11.9.2010 kl. 16:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki bara lausnin að lengja etstri garðinn og leyfa sandinum að setjast að honum, lengja hann svo meira og þannig koll af kolli þar til komið er til eyja. Það er ekki víst að þetta tæki svo mörg ár, alla vega ekki miðað við þann sandburð sem nú er í gangi á svæðinu. Þannig myndum við láta náttúruna, með smá hjálp, vinna verkið.

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2010 kl. 18:50

4 Smámynd: drilli

.

Gunnar Heiðarsson er með þetta, "lengja hann svo meira og þannig koll af kolli þar til komið er til eyja."

En því að hætta þar ? Bætum bara nokkrum árum og lengingum við og áður en skatan eltir skinn í brók er orðið akfært til Vestmannaeyja frá fastalandinu ! Eða þannig.

drilli, 11.9.2010 kl. 22:49

5 identicon

Ekki ætla ég að rengja þig Ómar heldur taka fullt mark á því sem þú segir hér að ofan, þó tel ég að vandamálin sem verið er að berjast við núna séu vandamál sem vonandi verður hægt að leysa á einhvern hátt.

Þessi svokallaða "I told you so comment" sem hrannast upp um allt eru bara óþolandi en  margt sem sagt hafði verið áður en hafist var handa við framkvæmdir á Landeyjahöfn hefur nú ræst.

Hvað á að gera?   4 milljarðar farnir og ekki sér fyrir endann á þessu verkefni? 

Ég sem Eyjamaður vill koma einu á framfæri sem er að það var siglingamálastofnun og samgönguráðuneytið sem tóku ákvörðun að fara í þetta verkefni, þó vill ég segja að ég var alla tíð hlynntur ákvörðun þeirra og treysti þeim og þeirra fagmönnum sem töldu þetta vera mögulegt.

Nú verður samgönguráðuneytið og siglingamálastofnun að axla ábyrgð á því sem gerst hefur og finna lausn á vandanum sem skapast hefur í landeyjahöfn.

Gefum þeim tíma til að reyna að leysa þetta vandamál áður en við fellum stóradóm yfir þessari framkvæmd. 

Grétar (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband