Vonandi ekki hér.

Fyrirmæli erkibiskupsins í Melbourne um leyfilega tónlist í jarðarförum eru aldeilis kostuleg og sýna fullkomið vantraust á því að aðstandendur og viðkomandi prestur geti ákveðið sjálf hvað tónlist passi best við útfarir.

Vonandi verða svona fyrirmæli aldrei gefin hér á landi.

Sem betur fer hafa Íslendingar haft lag á að gera jarðarfarir að menningarviðburðum sem hafa oftast verið öllum til sóma sem að þeim hafa staðið, jafnt hinum látna sem hinum lifandi.

Hér á land myndi fólk einfaldlega segja eins og sagt var forðum ef svipað kæmi fram: "Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."

Tengdatóttir, Kristbjörg Clausen, mín bjó í Danmörku í nokkur ár og kynntist jarðarfararsiðum þar í landi vegna þess að hún er lærð söngkona og syngur oft við jarðarfarir.

Það kom henni á óvart hve litlausar, fámennar og tilbreytingasnauðar danskar jarðarfarir eru, að minnsta kosti á Jótlandi þar sem hún bjó.

Íslenskar jarðarfarir eru samkomur fólks, sem tengist ástvinaböndum og þær eru þeim mun mikilvægari fyrir þá sök að í þjóðfélagi þar sem áreiti og streita bitna oft á slíkum tengslum, eru þessar fallegu samkomur góðar kyrrðarstundir sem sameina fólk og sameingarafl erfidrykkjanna er líka mikilvægt. 


mbl.is Popptónlist bönnuð í jarðarförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því Ómar, en trúarbrögð eiga mjög undir högg að sækja... og alveg eins og villidýr... þá klóra þau ómarkvisst út í loftið...

Smá ábending í lokin: Þegar eitthvert okkar hrekkur upp af, ekki leyfa að setja auglýsingu fyrir trúarbrögð X á gröfina ykkar... or look silly ;)

doctore (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skyldi hvaða pönktexti sem er verða leyfður við íslenskar jarðarfarir? Þessu er stjórnað hér þó það sé kannski frjálsara en í Ástralíu. Guðmundur Jónsson söngvari sagði einu sinni sögu af gamalli  konu sem vildi að hann syngi ákveðið lag við útför sína. Sjálfsagt, sagði Guðmundur. Og hvaða lag er það? Komdu og skoðaðu í kistuna mína, svaraði konan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minnir mig á brúðhjónin sem vildu endilega láta spila uppáhalds lagið sitt í brúðkaupinu: "Please release me, let me go"!

Það á að treysta aðstandendum, kirkjugestum, organista og flytjendum og prestinum fyrir því að þetta sé smekklegt og viðeigandi. 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband