8.1.2011 | 23:12
"Stóri bróðir vill fylgjast með þér."
Lýsing Orwells á þjóðfélaginu þar sem "Stóri bróðir" fylgist í smáu og stóru nákvæmlega með öllu því sem þegnarnir aðhafast rættist í Austur-Evrópu þegar STASI og KGB voru upp á sitt besta.
Þetta er þjóðfélag óttans og kúgunarinnar.
Nú eru hryðjuverkasamtökin sem sprengdu Tvíburaturnana og frömdu fleiri hryðjuverk að takast að eyða því þjóðfélagi frelsis frá kúgun og ótta sem hefur verið keppikefli vestrænna þjóða.
Því meiri tilburði sem bandarísk stjórnvöld sýna á borð við þá sem nú eru hafðir uppi við íslenskan þingmann, því nær komast þau takmarki hryðjuverkasamtaka um að láta ótta og kúgun koma í stað upplýsinga- og tjáninarfrelsis og frelsis frá ótta sem var tvær af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram fyrir réttum 70 árum.
Það er mikilvægt að berjast gegn þeim aðgerðum sem nú eru í gangi af hendi bandarískra stjórnvalda gagnvart þeim, sem komu upp um þá villimannlegu árás, sem gerð var í Bagdad á sínum tíma.
Þeim væri nær að taka til í eigin ranni hvað varðar stríðsrekstur þeirra.
![]() |
Sérkennilegt og grafalvarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2011 | 19:45
Þetta er hægt!
Mitt í myrkri Hrunsins má sjá sóknarfæri fyrir landið okkar. New York Times er ekkert smá þorpsblað og það er mikilla fjármuna virði að fá ókeypis auglýsingu þar á borð við þá sem lesendur blaðsins hafa fengið í hendur um bestu ferðamannastaði heimsins.
Það sem enn betra er, er það að möguleikarnir eru miklu meiri en þeir sem nýttir hafa verið til þessa.
Ísland er nefnilega meira en Bláa lónið-Reykjavík-Þingvellir-Gullfoss-Geysir og ferðamannatíminn getur vel verið lengri en nokkrir mánuðir á sumrin.
Fyrir áratug hefðu margir talið það fjarri lagi sem nú gerist aftur og aftur að heimsbyggðin setur Ísland ofarlega á þennan hátt.
Og margt af því sem nú er talið fjarlægt gæti gerst í framtíðinni.
![]() |
Ísland vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2011 | 08:35
Bestu lögin!
Það er nú einhvern veginn þannig að í kringum mann er fólk sem hefur gaman af að vera fylgismenn ákveðinna knattspyrnufélaga enskra og því lendir sá á vissan hátt utangarðs sem ekki styður neitt sérstakt félag.
Í Klapparhlíð 30 er svo harður stuðningsmannahópfur Arsenal hjá Iðunni, Friðriki og allri þeirri fjölskyldu og ætt að maður talar í gríni um "þjóðarsorg í Klapparhlíðinni" þegar illa gengur hjá Arsenal.
En valið reyndist auðvelt fyrir mig þegar loksins kom að þessu. Lánið er valt á vellinum og lið sem á að skipa gullaldarliði í dag getur hrapað langt niður hvenær sem er.
Ég ákvað því að velja liðið sem hefði flottasta stuðningsmannasönginn, því að þar væri meiri von til þess að vera á toppnum að því leyti, hvernig sem liði gengi milli markanna.
Og auðvitað varð Liverpool fyrir valinu, ekki hvað síst fyrir það að þetta er bítlaborgin og verður heldur ekki hrundið af þeim stalli. Gamall bítill og bítlaaðdáandi bregst ekki heimaborginni!
Nú eru að vísu dagar hjá liðinu mínu en þá er ekki ónýtt að eiga lag á borð við "You´ll never walk alone".
Ef svo í ofanálag bætist elsta lagið af þessum toga við besta stuðningsmannalagið er auðvelt að vera "Púllari"
Sama á hverju gengur þá "er maður "aldrei einn á ferð!"
![]() |
Fann Liverpool-lag frá 1907 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)