"Stóri bróðir vill fylgjast með þér."

Lýsing Orwells á þjóðfélaginu þar sem "Stóri bróðir" fylgist í smáu og stóru nákvæmlega með öllu því sem þegnarnir aðhafast rættist í Austur-Evrópu þegar STASI og KGB voru upp á sitt besta.

Þetta er þjóðfélag óttans og kúgunarinnar. 

Nú eru hryðjuverkasamtökin sem sprengdu Tvíburaturnana og frömdu fleiri hryðjuverk að takast að eyða því þjóðfélagi frelsis frá kúgun og ótta sem hefur verið keppikefli vestrænna þjóða. 

Því meiri tilburði sem bandarísk stjórnvöld sýna á borð við þá sem nú eru hafðir uppi við íslenskan þingmann, því nær komast þau takmarki hryðjuverkasamtaka um að láta ótta og kúgun koma í stað upplýsinga- og tjáninarfrelsis og frelsis frá ótta sem var tvær af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram fyrir réttum 70 árum. 

Það er mikilvægt að berjast gegn þeim aðgerðum sem nú eru í gangi af hendi bandarískra stjórnvalda gagnvart þeim, sem komu upp um þá villimannlegu árás, sem gerð var í Bagdad á sínum tíma. 

Þeim væri nær að taka til í eigin ranni hvað varðar stríðsrekstur þeirra. 


mbl.is „Sérkennilegt og grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Any society that would give up a little liberty to gain a little security will deserve neither and lose both.

Benjamin Franklin

Óskar Þorkelsson, 8.1.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðséð er að hér talar Samfylginagamaður sem vill koma okkur nauðugum í ESB /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 8.1.2011 kl. 23:59

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Innilega sammála.

Aldous Huxley hefur líka góða punta.
http://www.recombinantrecords.net/docs/2009-05-Amusing-Ourselves-to-Death.html

Teitur Haraldsson, 9.1.2011 kl. 02:04

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Snilldar máltæki hjá Benjamin Franklin.

Sjaldan hafa komið fram eins miklir snillingar og "founding fathers" Bandaríkjanna. Sjálfstæðis yfirlýsingin er mesti sigur einstaklingsins á yfirvaldi/nu sem komið hefur fram fyrr og síðar.

Og eins má segja að sú afbökun sem bandarískt samfélag er orðið í dag er hin mesti ósigur einstaklingsins.

Teitur Haraldsson, 9.1.2011 kl. 02:11

5 identicon

Fyrir þá sem vilja nálgast verk Orwell og upplýsingar um hann á netinu: http://www.george-orwell.org/

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband