18.10.2011 | 19:38
Hvað var sagt fyrir fjórum árum ?
Ég held að fróðlegt sé að rifja upp tvennt sem sett var fram í kosningabaráttu Íslandshreyfingarinnar vorið 2007.
Aftur og aftur var það endurtekið í þessum málflutningi okkar að með því að hætta stóriðjustefnunni væri hægt að fá í staðinn smærri fyrirtæki, sem sköpuðu fleiri og betri störf á hverja orkueiningu og borguðu hærra verð.
Á þetta var ekki hlustað og afgreitt með fyrirlitingartóni þegar sagt var: "Huh, eitthvað annað!"
Nú er að koma í ljós og á eftir að sannast enn betur að þessi málflutningur var réttur.
Hitt atriðið, sem ég vil nefna, var afgreitt með þöggun sem virtist svínvirka. Það var sú staðreynd að jafnvel þótt öll orka Íslands yrði virkjuð fyrir álver myndi það aðeins skapa 2% af vinnuafli landsmanna störf í álverunum og jafnvel þótt gert yrði ráð fyrir að 8% vinnuaflsins fengu samtals störf í álverunum og afleiddum störfum, stæðu meira en 90% vinnuaflsins út af.
Þegar ég nefndi þetta í fyrsta sinn í umræðum í fjölmiðlum bjóst ég við að eitthvað yrði rökrætt um þetta. En af því varð aldrei. Viðmælendur mínir brugðu á það ráð þegar þeir komust að því að þetta var rétt, að þegja um það þunnu hljóði.
![]() |
Gagnaverið sett saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.10.2011 | 19:17
Geta orðið fljótir að vinna þetta upp.
Erfitt er á þessum tímapunkti að spá um það hve miklu til batnaðar samkomulag Ísraelsmanna og Hamas um fangaskipti geti valdið.
Hitt er ljóst að báðir aðilar gætu orðið fljótir til að láta allt fara í sama farið aftur.
Ísraelsmenn taka 300 menn höndum að jafnaði í hverjum mánuði eða 3600 á ári. Þessum mönnum er haldið föngnum án dóms og laga og mannréttindi brotin á þeim.
Þegar Hamasmenn taka ísraelska gísla er það að sjálfsögðu algert brot á mannréttindum og siðlegum samskiptum.
![]() |
Laus úr fangelsi hjá Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2011 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2011 | 19:10
Stóð mjög tæpt 2009.
Það fór ekki hátt sem gerðist þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst, að litlu munaði að lögreglan yrði algerlega uppiskroppa með búnað, sem hún notar í óeirðum.
Þessu tókst að bjarga í horn samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk þá.
![]() |
Alvarlegt þjóðfélagsástand ríkjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2011 | 18:58
Sanngirnismál.
Stundum fara reglugerðir og lög út í öfgar vegna of mikillar smásmygli og ósveigjanleika. Bannið við heimabakstri í þágu góðgerðarmála hefur verið dæmi um það, og því miður hefur svona dæmum fjölgað á fjölmörgum sviðum.
Það er sanngirnismál að aflétta slíkum bönnum og hið þarfasta mál.
![]() |
Heimabakstur leyfður með lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)