Hvað var sagt fyrir fjórum árum ?

Ég held að fróðlegt sé að rifja upp tvennt sem sett var fram í kosningabaráttu Íslandshreyfingarinnar vorið 2007.

Aftur og aftur var það endurtekið í þessum málflutningi okkar að með því að hætta stóriðjustefnunni væri hægt að fá í staðinn smærri fyrirtæki, sem sköpuðu fleiri og betri störf á hverja orkueiningu og borguðu hærra verð.

Á þetta var ekki hlustað og afgreitt með fyrirlitingartóni þegar sagt var: "Huh, eitthvað annað!"

Nú er að koma í ljós og á eftir að sannast enn betur að þessi málflutningur var réttur.

Hitt atriðið, sem ég vil nefna, var afgreitt með þöggun sem virtist svínvirka. Það var sú staðreynd að jafnvel þótt öll orka Íslands yrði virkjuð fyrir álver myndi það aðeins skapa 2% af vinnuafli landsmanna störf í álverunum og jafnvel þótt gert yrði ráð fyrir að 8% vinnuaflsins fengu samtals störf í álverunum og afleiddum störfum, stæðu meira en 90% vinnuaflsins út af.

Þegar ég nefndi þetta í fyrsta sinn í umræðum í fjölmiðlum bjóst ég við að eitthvað yrði rökrætt um þetta. En af því varð aldrei.  Viðmælendur mínir brugðu á það ráð þegar þeir komust að því að þetta var rétt, að þegja um það þunnu hljóði.


mbl.is Gagnaverið sett saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltof margir Íslendingar vilja einfaldar lausnir og halda að einhver stór gerræðisleg ákvörðun reddi öllu (eins og er vel lýst í byrjun Draumalands Anra Snæs), þetta er sennilega í þjóðarkarakter 2/3 þjóðarinnar. "Eitthvað annað" liðið hefur meira fyrir sér en gerræðisliðið, "eitthvað annað" er raunsærra og setur ekki öll eggin í eina körfu.

Ari (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:19

2 identicon

Bara verst að stjórnvöld standa sig ekkert betur í að greiða hinum störfum veginn.

Hvað heyrist t.d. með CCP, fyrirtæki sem er með hátt í 400 hámenntaða einstaklinga í vinnu. Þeir fá ekki undanþágu frá gjaldeyrishöftum því þeir eru ekki með meirihluta starfsemi sinnar erlendis, þó næstum allar tekjurnar séu í erlendri mynt.

Ekki virkar það hvetjandi fyrir þá að stækka hér myndi ég halda.

Karl J. (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:56

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Værir þú til í að útskýra aðeins betur reikningsaðferðina með þessi 2%, 8% og að þá væru 90% eftir atvinnulaus. Næ ekki almennilega að átta mig á þessari stærðfræði. Verið frekar tregur í stærðfræði, en finnst einhvernveginn eins og vanti eitthvað inn í þessa þríliðu ;-)

Halldór Egill Guðnason, 19.10.2011 kl. 02:53

4 identicon

Með fullri nýtingu allrar orku landsins til álframleiðslu OG afleiddra starfa myndu samt 90% að lágmarki starfa við "eitthvað annað". Þannig skil ég þetta hjá kalli.

I því umhverfi væri loku fyrir það skotið að einhver önnur orkufrek starfsemi ætti sér von.

EXTREM dæmi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 09:14

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Dæmi um "Eitthvað annað" er til dæmis ylrækt og garðyrkjan. Matvælaframleiðsla verður sífellt mikilvægari. Ef við Íslendingar gerast meira "nær-ætur" (borða meira úr eigin framleiðslu) í staðinn fyrir að flytja inn matvörur langar leiðir þá er það örugglega þjóðhagslega jákvætt. Hvernig væri að garðyrkjubændur fengu orku á betri kjörum heldur en í dag?

Úrsúla Jünemann, 19.10.2011 kl. 10:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Úrsúlu, það mætti spara mikinn gjaldeyrir með því að veita bændum afslátt af rafmagnsreikningunum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 12:56

7 Smámynd: Sævar Helgason

Í Hafnarfirði hefur verið rekið álver í rúm 40 ár. Það er góður rekstur þar og fyrirtækinu helst mjög vel á starfsfólki. Laun eru ágæt og örugg. 

 Það er gaman að velta fyrir sér tölum.

Fljótlega eftir að rekstur ÍSAL hófst var starfsmannafjöldi kominn í um 700 manns. Tækni við reksturinn var fremur lítil.

Í Hafnarfirði bjuggu þá um 12.000 manns. Gera má ráð fyrir að um 7000 þeirra hafi verið á vinnualdri. Hlutfall Hafnfirðinga af starfsmönnum hefur þá verðið um 500 manns.

Þá hafa starfað hjá Ísal um rúm 7% af vinnandi fólki í Firðinum.

 Þá var framleiðslan um 80 þús/árs tonn af áli. Nú er framleiðslan um 180 þús/árs tonn af áli og starfsmenn um 450. Hátæki við reksturinn er nú beitt.

Nú er Íbúafjöldi Hafnarfjarðar um 26 þús.manns . Gera má ráðfyrir að um 15 þúsund þeirra séu á vinnumarkaði. Um 300 Hafnfirðingar starfa hjá álverinu eða 2% af vinnandi fólki í Hafnarfirði. 

 Hin 98 prósentin vinna við eitthvað annað.

 En auðvitað skiptir álverið Hafnarfjörð verulegu máli - skatttekjur eru verulegar....

Sævar Helgason, 19.10.2011 kl. 14:01

8 Smámynd: Björn Emilsson

Sævar, eitthvað er líka athugavert að Hafnarfjarðarbær er eitt lakast stæðasta bæjarfélag landsins, þrátt fyrir allar skatttekjurnar af álverinu

Björn Emilsson, 19.10.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband