7.3.2011 | 23:49
Líka einstaklingar og fjölskyldur.
Kúgun glæpamanna og ýmis afbrigði af henni sem þekkt er erlendis eru búin að festa rætur hér á landi í ríkari mæli en margur gerir sér grein fyrir.
Í nKastljósinu í kvöld minntist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á nokkurs konar "Sikileyjarvörn" fyrirtækja, þ. e. í stíl Mafíunnar á Sikiley að fyrirtæki kaupi sér frið fyrir glæpamönnunum.
En þetta hefur líka þekkst hér á landi varðandi einstaklinga og fyrirtæki og einn vinur minn, sem var fyrrum í neyslunni og komst þannig í kynni við innviði undirheimanna hér hefur sagt mér merkilega sögu af því að til hans leitaði maður, sem var að reyna að komast út úr sínum ógöngum en var ekki látinn í friði af handbendum undirheimanna, heldur varð hann að búa við stöðugar ógnir og hótanir, sem með reglulegu millibili var fylgt eftir.
Vinur minn þekkti foringjann í þessu neti og kvaðst myndu sjá hvort hann gæti veitt liðsinni.
Skömmu seinna gat hann sagt þeim, sem til hans leitaði, að hann hefði komist í samband við "foringjann" sem hefði lofað því að láta taka fyrir ofsóknirnar.
Þetta er hinn kaldi veruleiki hér á klakanum. Við erum ekki lengur eyland, heldur hluti af hinum harða heimi fíkniefnasölu, mansals og öllu því sem því fylgir, því miður.
![]() |
Fyrirtæki krafin um verndargreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2011 | 12:48
Siðblind réttlæting.
Ég var að hlusta rétt í þessu á siðblinda réttlætingu Guðrúnar Johnsen á ofurlaunum bankastjóra Arionbanka. Hún bítur höfuðið af skömminni með því að segja að það sé rangt að um launahækkun bankastjórans sé að ræða, því að launin hafi hækkað við mannaskipti og bankastjórinn, sem tók við, og fékk þessa ríflegu hækkun, hafi því ekki verið hækkaður í launum!
Engu máli skipti þótt ofurlaunin fyrir þetta starf hafi verið stórhækkuð, svo að þjóðin og forsætisráðherrann standa á öndinni.
Niðurstaða hins siðblinda kerfis: Réttlætanlegt er að greiða hvaða ofurlaun, sem er, þegar skipt er um starfsfólk og nýtt ráðið í störf.
Næsta útfærsla af þessu gæti síðan verið að skipta um starfsheiti viðkomandi manns, þannig að hann teldist vera nýr í starfinu þegar laun fyrir starfið eru stórhækkuð.
Allir sjá hvert myndi stefna á hinum almenna vinnumarkaði ef svona væri látið viðgangast.
Vitað er að í aðdraganda Hrunsins var það farið að líkjast alþjóðlegu samsæri hvernig stjórnir og æðstu ráðamenn fjármálafyrirtækja skrúfuðu upp launakjör sín og flæktu aðra lægri setta millistjórnendur í netið með því að leyfa þeim að fljóta með á ýmsan hátt.
Aðferðin svínvirkaði, því að sagt var að ekki væri hægt að fá nógu hæfa stjórnendur, því að ef þeim væri ekki boðin ofurlaun, færu þeir bara annað þar sem enn betra væri í boði.
Nú er svo að sjá að þessi ofurlaunamafía hafi ekki lært neitt á Hruninu, heldur er siðblindan slík, að þetta lið sér ekki sjálft að neitt sé athugavert við þetta framferði.
Það horfir á afkomutölur upp á milljarða gróða hjá bankanum og er búið að afskrifa það að framferði þeirra olli hundraða ef ekki þúsunda milljarða tjóni í Hruninu.
![]() |
Engin réttlæting fyrir ofurlaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
7.3.2011 | 12:28
Frábært í tvennum skilningi.
Átakið til styrktar börnum í Tógó er frábært og til fyrirmyndar. En síðan er annað sem gert er og það er líka hið besta mál, að minna á öskupokana góðu, sem því miður hafa verið á undanhaldi undanfarin ár.
Ég var að setja saman öskudagslag og texta og þar þarf að fara að með gát, því að þegar lýst er athöfnum krakkanna þennan dag verður að gæta þess að gera ekki of mikið úr því að þeir séu sólgnir í nammi nema þá þennan eina dag.
Einnig gæti ég þess í þessum stutta texta að nefna öskupokana.
![]() |
Öskupokar til styrktar börnum í Tógó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)