Siðblind réttlæting.

Ég var að hlusta rétt í þessu á siðblinda réttlætingu Guðrúnar Johnsen á ofurlaunum bankastjóra Arionbanka. Hún bítur höfuðið af skömminni með því að segja að það sé rangt að um launahækkun bankastjórans sé að ræða, því að launin hafi hækkað við mannaskipti og bankastjórinn, sem tók við, og fékk þessa ríflegu hækkun, hafi því ekki verið hækkaður í launum!

Engu máli skipti þótt ofurlaunin fyrir þetta starf hafi verið stórhækkuð, svo að þjóðin og forsætisráðherrann standa á öndinni. 

Niðurstaða hins siðblinda kerfis: Réttlætanlegt er að greiða hvaða ofurlaun, sem er, þegar skipt er um starfsfólk og nýtt ráðið í störf.

Næsta útfærsla af þessu gæti síðan verið að skipta um starfsheiti viðkomandi manns, þannig að hann teldist vera nýr í starfinu þegar laun fyrir starfið eru stórhækkuð. 

Allir sjá hvert myndi stefna á hinum almenna vinnumarkaði ef svona væri látið viðgangast. 

Vitað er að í aðdraganda Hrunsins var það farið að líkjast alþjóðlegu samsæri hvernig stjórnir og æðstu ráðamenn fjármálafyrirtækja skrúfuðu upp launakjör sín og flæktu aðra lægri setta millistjórnendur í netið með því að leyfa þeim að fljóta með á ýmsan hátt. 

Aðferðin svínvirkaði, því að sagt var að ekki væri hægt að fá nógu hæfa stjórnendur, því að ef þeim væri ekki boðin ofurlaun, færu þeir bara annað þar sem enn betra væri í boði. 

Nú er svo að sjá að þessi ofurlaunamafía hafi ekki lært neitt á Hruninu, heldur er siðblindan slík, að þetta lið sér ekki sjálft að neitt sé athugavert við þetta framferði. 

Það horfir á afkomutölur upp á milljarða gróða hjá bankanum og er búið að afskrifa það að framferði þeirra olli hundraða ef ekki þúsunda milljarða tjóni í Hruninu. 


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

látið helvítin borga til baka

gisli (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 12:56

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar! Þetta er ekki notað bara til að hækka launin. verið er að segja upp fólki og ráða það aftur á lægri launum, en það á bara við almúgann!!!!!                                                                                                                                              

 Þetta eru siðleysingjar, og sama ruglið er enn þá í gangi innan bankanna,eins og margir hafa bent á!!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 13:12

3 identicon

Næsta búsáhaldabylting er framundan,allt virðist vera að læðast í sama gamla spillingarformið. Það er treyst á gullfiskaminni þjóðarinnar.  Þolmörkin eru komin í topp.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 13:21

4 identicon

Þetta pakk veit að íslendingar eru aumingjar sem munu væla eitthvað smá á bloggi og eldhúskrók... svo tekur eitthvað annað við og smávælið endurtekur sig, svo koll af kolli.

doctore (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 13:31

5 identicon

Er hún þá ekki að segja að hann hafi verið á hærra kaupi áður? En sama hvernig hún snýr þessu á hvolf, - bankastjóralaunin hafa hækkað. Þvílíkur truntuhaus!

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:01

6 identicon

Mér þykir það þó ansi kaldhæðnislegt að forsætisráðherra skuli skammast yfir þessu, beinni afleiðingu fractional reserve banking, á sama tíma og það er kappmál ríkistjórnar hennar að henda sér út í næstu skuldabréfaútgáfu svo komandi kynslóðir taki örugglega við nægilega miklum vaxtabagga.

Arnór (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:19

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Ómar

já þetta er furðuleg réttlæting Guðrúnar og ef hún trúir þessu sjálf er hún vitlausari en allt vitlaust, því hækkunin er jafn augljós og gillinæð í fílsrassi.

Væri ráð hjá ógæfu parinu Jóhönnu Sig. og Steingrími J. að hækka skatta á ofurlaunum svo um munaði.

Róbert Tómasson, 7.3.2011 kl. 14:46

8 identicon

Hverju orði sannara hjá þér Ómar. Gefum þessari siðblindu ofurlaunamafíu frí a.m.k næstu 70 árin.  Það sem vantar hjá okkur íslendingum er samstaða,sem á því miður  frekar erfitt uppdráttar meðan stjórnvöld stuðla að hinu gagnstæða.  Hver er annars tilgangurinn með ESB aðlöguninni í óþökk mjög margra landsmanna?                   Gerum upp hrunið og lærum af fyrri mistökum áður en lengra er haldið.                           

þór (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:52

9 identicon

Hver er þessi Guðrún Johnsen? Nennir einhver að fræða mig um það? Takk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 16:30

10 identicon

Nú spyr sá sem ekki veit ... en er ekki Arion banki í eigu erlendra aðila?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 16:35

11 identicon

Fyrir hrun var viðkvæðið við háu launum bankastjóranna að, ábyrgð þeirra væri svo mikil.

Nú nú. Ekki hef ég séð einn einasta af þeim fírum axla svo mikið sem dropa af ábyrgð á fyrirtækjum þeim sem þeir settu jafnvel viljandi á hausinn. Eða skaða þeim sem þeir ollu þjóðinni.

Vantar ekki að skerpa lagaábyrgð þessara manna fyrst þeir ganga allir lausir enn?

Og vantar ekki fyrst að hreinsa út alt siðblinda spillingarliðið á alþingi sem var meira og minna á mútum frá þessum sömu?

Þannig að það er kanski ekki von að ekkert hafi breyst?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:43

12 Smámynd: Snorri Hansson

  er ég sammála þér Ómar. Ofurlauna manían voru fyrstu einkennin spillingarinnar í bönkunum og líklega fyrstu merki þess að þeir er byrjaðir aftur og hafa ekkert lært.

Snorri Hansson, 7.3.2011 kl. 18:27

13 identicon

Staðreyndir á mannamáli ! 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:32

14 identicon

Þetta er rétt hjá Arnóri Valdimars. Spillingin er einnig hjá embættismönnum, í stjórnsýslunni og inn í sölum Alþingis. Jafnvel í Hæstarétti. Ethik og ábyrgð eru orð sem þessir menn skilja ekki. Eiginlega vonlaus staða. Ég ráðlegg ungu fólki að flytja á brott, ef aðstæður leyfa.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:40

15 identicon

Hvar er trommudeildin eiginlega? Gafst hún upp eftir "upp"-skiptin?

Ég myndi annars ráðleggja þessum ofurlaunakálfum að flytja á brott meðan aðstæður leyfa, - sérstaklega þegar aðstæður leyfa ekki lengur þeim sem myndu flytja sig brott ekki lengur að fara. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 19:09

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt, sem stundum er bent á, að það eru takmörk fyrir því hvað við Íslendingar getum farið langt í því að jafna laun, því að þá er hætta á því að við missum vel menntað og hæft fólk úr landi til starfa erlendis. 

Mikil ábyrgð fylgir læknisstarfinu sem og störum flugstjóra og annarra, sem hafa mannslíf í hendi sér. Slík ábyrgð er miklu meiri en sú ábyrgð sem fylgir stjórnunarstörfum í bönkum. 

Hins vegar hefur verið alþjóðleg umræða um hin fáránlegu laun, sem stjórnendur fjármálafyrirtækja skammta sér, einkum eftir Hrunið, og þetta framferði harðlega gagnrýnt á alþjóðlegum vettvangi. 

Það er því fyllilega í samræmi við alþjóðlega strauma að taka þessi mál upp hér. 

Ómar Ragnarsson, 7.3.2011 kl. 20:09

17 identicon

Mikil ábyrgð fylgir starfi læknis, segir Ómar. Mikil ábyrgð fylgir starfi bankastjóri, fékk maður að heyra. Hafa þeir verið gerðið ábyrgir? Ekki svo ég viti. Hvað hafa margir læknar á Íslandi verið gerðir ábyrgir fyrir læknamistök? Mjög fáir, ef nokkur. Auðvitað fylgir því ábyrgð að fljúga flugvél með farþegum. En því fylgir líka ábyrgð að keyra stóra rútu, oft við erfiðar aðstæður og bílstjórinn er einn. Fá orð eru eins mikið misnotuð og orðið ábyrgð. Eða eins og kallinn sagði; þið berið þungu hlutina, ég kem á eftir og ber ábyrgðina.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 20:58

18 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Á meðan Ríkið (les,við almenningur) á 5% í Íslandsbanka og 13% í Arion banka, þá eigum við fullann rétt á því að "röfla" yfir launum sem verið er að borga í þessum stofnunum.

Svo hefur hrunið kennt manni það að allir í samfélaginu bera ábyrgð á hvor öðrum, það er ekki þannig að menn séu eyland í samfélaginu. það sem einn aðhefst hefur áhrif á aðra í kringum hann.

Ábyrgð manna og kvenna eru þeim mun meiri,því meiri völd sem menn fá, því má ekki setja það fólk á svo háan hest að það haldi að það sé yfir aðra hafna, og hætti að hlusta á samfélagið.

En ef svo fer að menn fá mikil völd á sama tíma og þeir sjá sjálfa sig sem æðri eða haldi að þeir séu yfir aðra hafnir, þá hrynur traustið, og þar með verður samfélagið hálf óstarfhætt í langann tíma á eftir.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 7.3.2011 kl. 22:35

19 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sama tjaran kom úr hvofti Friðriks Zóphuss. í síðdegisútvarpinu.

Þráinn Jökull Elísson, 7.3.2011 kl. 23:09

20 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ég tek undir með Núma hér fyrir ofan og segi að þolmörkin séu komin upp í topp. Þetta er ekki það þjófélag sem við vildum fá eftir búsáhaldabyltinguna. Við vildum betra og réttlátara samfélag. Það virðist endalaust hægt að réttlæta það, þegar þeir sem eru með há laun fyrir fá hækkun. Hæstaréttadómarar fengu hækkun af því að það var svo mikið álag á þeim. En málið er eftir hrun hefur álagið margfaldast í minni vinnu vegna sparnaðar og ég hef bara staðið í stað í launum og verða bara að sætta mig við það. Við viljum nýtt Ísland, burt  með spillinguna og siðleysið.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 7.3.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband