17.5.2011 | 21:20
Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Þótt vegir Guðs séu órannsakanlegir er vonandi að leit mannsins að aukinni þekkingu stöðvist aldrei.
En eilífðin og óendanleikinn tryggja það, að jafnóðum og menn halda að þeir hafi komist að hinum endanlega sannleika eða endimörkum sannleikans uppgötva þeir fyrr eða síðar að leitin tekur engan enda því ávallt birtast nýjar og nýjar spurningar og viðfangsefni.
Þetta gerir lífið, dauðann og alheiminn allan og tilveruna svo heillandi og spennandi.
![]() |
Ætla að ráða gátuna um guðsöreindina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.5.2011 | 21:09
Hávaðinn er áhrifamestur.
Það er að vísu tignarlegt að horfa á geimskot frá Canaveralhöfða. En lang áhrifamestur er þó hinn ærandi hávaði og titringurinn, sem fylgir skotinu. Þetta get ég borið vitni um en hins vegar ekki um það, sem mér finnst líklegt að sé satt, að hávaðinn við kappakstursbrautina í Formúlu 1 sé lang áhrifamesti hluti upplifunarinnar.
Og þó. Á Farnborough flughátíðinni fyrir um áratug fór fram keppni þotu og Formúlu 1 kappakstursbíls á flugbrautinni og hávaðinn var lang áhrifamestur.
Þegar ég sá myndina Aviator um ævi Howard Hughes var ég líklegast sá maður í bíósalnum í það skiptið, sem var dómbærastur á útfærsluna á hinu magnaða atriði þegar Hughes brotlenti í skógi vaxinni byggð.
Þar á ég við hljóðsetninguna á hávaðanum, sem Hughes upplifði sjálfur. Ég get borið um það vitni að í atviki sem þessu er hávaðinn langáhrifamesta minningin.
![]() |
Endeavour skotið á loft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2011 | 06:31
Svívirðileg drápstól.
Jarðsprengjur eru einhver svívirðilegustu drápstól okkar tíma og baráttan gegn notkun þeirra er með ólíkindum erfið. Tregða Bandaríkjamanna til að taka þátt í alþjóðlegu banni gegn þeim er þeim til lítils sóma.
Hér á landi olli sprengja á víðavangi dauðaslysi tveimur árum eftir að styrjöldinni lauk, og man ég enn vel hvað sú frétt hafði mikil áhrif á mig, þá aðeins fimm eða sex ára.
Það var einkum vegna þess hvernig slysið bar að, en það varð þegar dætur bónda á Héraði hlupu á móti pabba sínum sem var að koma heim og sprengjan sprakk þegar þær mættu honum.
Hafði hún legið í sverðinum án þess að tekið væri eftir henni. Ég man að bóndinn fórst og gott ef ekki dæturnar líka.
![]() |
Slasaðir eftir jarðsprengju úr seinni heimsstyrjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)