Svívirðileg drápstól.

Jarðsprengjur eru einhver svívirðilegustu drápstól okkar tíma og baráttan gegn notkun þeirra er með ólíkindum erfið.  Tregða Bandaríkjamanna til að taka þátt í alþjóðlegu banni gegn þeim er þeim til lítils sóma.

Hér á landi olli sprengja á víðavangi dauðaslysi tveimur árum eftir að styrjöldinni lauk, og man ég enn vel hvað sú frétt hafði mikil áhrif á mig, þá aðeins fimm eða sex ára. 

Það var einkum vegna þess hvernig slysið bar að, en það varð þegar dætur bónda á Héraði hlupu á móti pabba sínum sem var að koma heim og sprengjan sprakk þegar þær mættu honum. 

Hafði hún legið í sverðinum án þess að tekið væri eftir henni. Ég man að bóndinn fórst og gott ef ekki dæturnar líka. 


mbl.is Slasaðir eftir jarðsprengju úr seinni heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bóndin fórst og dætur hans tvær og einnig bróðurdóttir hans,sem var með dætrum bóndans.

Númi (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Che

Bandaríkjamenn stöðva ekki framleiðslu og útflutningi á jarðsprengjum, vegna þess að lobbýistar frá hergagnaiðnaðinum í USA taka það ekki í mál. Það er þessi iðnaður sem stjórnar varnamálaráðuneytinu og þar með utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Che, 17.5.2011 kl. 13:11

3 Smámynd: Mofi

Rót þessa vanda er illska mannsins og ást okkar á peningum; það er til leið út úr þessu en ég tel litla sem enga von að sjá það í okkar veröld, sjá: http://www.zeitgeistmovie.com/

Mofi, 17.5.2011 kl. 15:27

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Til að forða misskilningi er rétt að benda á, að nánast allar þær jarðsprengjur sem enn eru að drepa og limlesta fólk eru framleiddar í kommúnistaríkjum og lagðar af „þjóðfrelsishreyfingum“. Þetta á líka við um Indó- Kína. Bandaríkjamenn lagðu að vísu dálítið af svonefndum Claymore- sprengjum umhverfis herstöðvar sínar. Þær voru margar fjarlægðar við brottför þeirra en eitthvað lítilræði kann að hafa orðið eftir. Flestallar jarðsprengjur Bandaríkjamanna eru á landamærum Kóreuríkjanna eða á öðrum afmörkuðum, vel kortlögðum svæðum.

Hins vegar eru jarðsprengjur einstaklega hentug „vopn“ fyrir launmorðingja og var óspart beitt af Viet Cong og Rauðum Kmerum í Víetnam. Þær sprengjur eru enn margar virkar og halda áfram að drepa fólk. 

Einna flestar jarðsprengjur undanfarna áratugi hafa verið lagðar í Afríku, fyrst og fremst af herjum sem Castro sendi til Angóla, en einnig í Mósambík. Talið er að „þjóðfrelsishreyfingar“ og hermenn Castrós hafi lagt allt að átta milljón jarðsprengjur í sunnanverðri Afríku.

Það merkilega er að um þetta er aldrei talað. Bandaríkjamenn framleiða og leggja sárafáar jarðsprengjur. Þær koma flestallar frá kommúnistalöndum, en einnig hafa t.d. Ítalir og Finnar verið liðtækir. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.5.2011 kl. 19:20

5 Smámynd: Che

Ég vissi vel, að einn af stórframleiðendum af jarðsprengjum fyrir og eftir lok kalda stríðsins var Tékkóslóvakía. En það breytir samt ekki því að Bandaríkjamenn hafa ekki viljað skrifa undir sáttmála um bann við framleiðslu og útbreiðslu jarðsprengna. Ef þú veizt ástæðuna fyrir þessu, Vilhjálmur, væri ágætt að heyra það.

Che, 17.5.2011 kl. 21:36

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Bandaríkjamenn, ólíkt Íslendingum vita vel, að það eitt að skrifa undir alþjóðasáttmála felur í sér afsal á fullveldi. Það þýðir alltaf, að útlendingar fara að skipta sér af innri ákvarðanatöku landanna. Til dæmis hafa Íslendingar með Schengen- samningnum ekki rétt til að senda útlenda glæpamenn heim. Annar samningur bannar að útlendir glæpamenn séu sviptir ríkisborgararétti. Þetta eru aðeins dæmi af handhófi. Alþjóðasamningar skerða fullveldi, þótt allt of fáir geri sér grein fyrir því. Af þessum sökum hafa t.d. Svisslendingar ekki viljað taka þátt í Sameinuðu þjóðunum fram á síðustu ár og Bandaríkjamenn álíta, að á meðan Kínverjar, Norður- Kóreumenn og margir aðrir framleiði jarðsprengjur óhindrað sé ástæðulaust að binda hendur sínar í þessu efni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.5.2011 kl. 21:47

7 Smámynd: Che

Útlendir glæpamenn, sem ekki hafa íslenzkt vegabréf, eru nær alltaf sendir til síns heima eftir endaða afplánun á Hrauninu, þótt þeir séu frá ESB-löndum (t.d. Hollandi og Póllandi) með endurkomubanni í 5-10 ár allt eftir alvarleika brotsins.

Che, 17.5.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband