Vegir Guðs eru órannsakanlegir.

Þótt vegir Guðs séu órannsakanlegir er vonandi að leit mannsins að aukinni þekkingu stöðvist aldrei.

En eilífðin og óendanleikinn tryggja það, að jafnóðum og menn halda að þeir hafi komist að hinum endanlega sannleika eða endimörkum sannleikans uppgötva þeir fyrr eða síðar að leitin tekur engan enda því ávallt birtast nýjar og nýjar spurningar og viðfangsefni. 

Þetta gerir lífið, dauðann og alheiminn allan og tilveruna svo heillandi og spennandi. 


mbl.is Ætla að ráða gátuna um guðsöreindina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rangt hjá þér Ómar. Leitin tekur oft enda, eins og ótal dæmi sanna. Dæmi; það er nær öld síðan að síðasta frumefnið fannst og eiginleikar þess mældir. Það eru engin frumefni eftir. Engin. Það sem þú fullyrðir er einkennandi fyrir þá, sem vilja ekki viðurkenna kraft og möguleika vísindanna. Tala hinsvegar endalaust um eilífðina og óendanleikinn, eins og ignorant trúboðar. 

sannleika eða endimörkum sannleikans uppgötva þeir fyrr eða síðar að leitin tekur engan enda því ávallt birtast nýjar og nýjar spurningar og viðfangsefni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Óli minn

Það sem þú fullyrðir Haukur minn Kristinnsson er einkennandi fyrir þá sem lifa í rörum og sjá bara út um annan endann.

Óli minn, 17.5.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar minn" Er ekki lífið endalaus lædómur, Á meðan við vitum ekki meira um geiminn en raun ber vitni. Ég er sammála þér í því að þetta gerir tilveruna svo spennandi og heillandi.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.5.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Haukur:
Við höfum séð innan við 1% af alheiminum og snert á broti af þvi svæði, samt ertu tilbúinn að fullyrða að möguleikinn á að það séu til önnur frumefni sé útilokaður.
Þú ert bara þraungsýnn og lokaður, akkúrat eins og vísindamenn eiga ekki að vera.

Teitur Haraldsson, 18.5.2011 kl. 07:42

5 identicon

"Vegir guðs eru órannsakanlegir" <-- Þetta er líklega með ömurlegustu setningum allra tíma... svona í bland við "Guð hjálpar þeim sem HJÁLPA SÉR SJÁLFIR";

Eilífð og óendanleiki... Veistu Ómar, þegar þessi órannsakanlegi galdrakarl var að segja frá alheiminum í gegnum biblíu, þá var alheimurinn svona eins og .. .tja Breiðholt, menn fóru ekki mikið lengra en það; Hinn órannsakanlegi guð sagði einnig að hægt væri að sjá alheiminn með því að klifra upp í tré, eða upp á fjall.. .þá gæur menn séð 4 HORN alheimsins... þetta versnar svo og versnar, þetta sem biflían segir um alles... fer út í að guð breiðir galdrateppið sitt yfir á nóttunni...
Sama er með íslam, stjörnur eru lampar og svona.


það er árið 2011 krakkar, hver sá sem blandar guðum og göldrum inn sem einhverjum sannleika, sá hinn sama verður á augabragði eins og dómsdagsspámaðurinn sem segir heiminn enda á laugardag :)

doctore (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 09:10

6 identicon

Áttu við guð í merkingunni alheimur? Allt sem er til, var til og verður til.

Eins og trúleysinginn Stephen Hawkins segir að við munum þekkja huga guðs þegar við skiljum allar ellefu víddirnar og verðum komin með kenningu um allt, alkenninguna.

Sammála um að það verður seinna en vísindamenn vona, vegir alheimsins eru kannski ekki órannsakanlegir, það er þegar búið að kortleggja hluta, en ef alheimurinn er endalaus og eilífur þá er það óendanlega lítið sem mannapinn veit fyrir víst.

Tóti (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 11:06

7 identicon

Vegir alheimsins eru órannsakanlegir.

Við byrjum á BIG BANG ... einu sinni var ein bubbla, smá punktur sem sprakk.

Ok, ég nenni ekki að skrifa of mikið :-) en við erujm að tala um rúm-tíma.  Vandamálið er, að þetta eru hugtök, sem er í stíl við "matrix", ímyndun og hugtök en ekki raunveruleiki.  Himingeimurinn er ekkert endalaus, hann hefur heldur engan endi.  Við erum í sama punktinum og við vorum í upphafi.  Við getum deilt um hvort við séum á sama tíma í rúminu-sem-ekki-er-til, en við erum alltaf í sama punktinum.

Og þegar maður er kominn hingað, þá fyrst byrjar þetta að vera spennandi drengir.  Hvað er fjarlægð? Af hverju koma upp "wormholes"? Hvaða eindir eru þetta sem eru að slengjast út um allt, eftir árekstur í CERN? Eru þetta frum öreindir? Guð öreindir?

Bíddu við, ertu viss um að mælistikan þín sé rétt?

Ertu viss um, að þessi stjörnuþoka séu 100 miljón ljósár? Hvernig getur þessi örlittli punktur, orðið 100 miljón ljósár, þegar ekkert rúm er til fyrir hann að "expandera" út í? Hvað er rúm? einn meter? fjarlægðin sem ljósið ferðast á 1/299 792 458 hlutum úr sekúndu? Hvað er sekúnda? 9 192 631 770 tilfelli, tveggja tillstanda á cesium 133 atómi.

Þetta líkist svolítilli hringavitleysu ... ég get ekki séð, hver sé gáfnaljósið, kristni maðurinn, músliminn, eða vísindamaðurinn ... allir hafa þeir trú á einhverju, sem þeir geta ekki skilgreint, svo vel sé.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 15:50

8 identicon

Varðandi eindirnar sem slengdust út eftir CERN þá held ég að það séu þær sem eiga eftir að koma okkur í vandræði þegar nágrannar okkar taka eftir svona undarlegum eindum á ferð.

 Og þá fyrst verðum við í verulegum vandræðum, aftur s.k.v. S. Hawkins.

Kannski eru til vitsmunaverur fyrir hverjum hugtak eins og tími og/eða rúm eru gamaldags og úreld. Nema það er erfitt að ímynda sér bilið milli mannapa eins og við mannkyn erum og mögulegra þeirra, eins og fyrir lýs að skilja þankagang mannapanna sem byggðu veggina sem það býr á.

Nema svo kannski aftur eru þær löngu búnar að skilja það og dýrka okkur sem guði, þrátt fyrir að við séum alltaf að reyna að drepa þær.

Tóti (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 18:33

9 identicon

"Wormhole" er upprunnið í Hollyvood til að gera skemmtilegar og spennandi framtíðarmyndir. Það hefur ekki sannast að þetta fyrirbrigði sé til, en það gefur endalausa möguleika í " hugmyndaheiminum" eins og Matrix eða hvað sú vitleysa heitir. Að búið sé að fynna öll frumefni? Nei, halló,- menn vita ekki einu sinni hvernig pýramitarnir í Egyptalandi voru byggðir "og þeir voru byggðir í gær", eða eins og Bjarne Ö hefði orðað það " Þeir verða byggðir á morgun, en eru samt í núinu" eða þannig. kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 19:38

10 identicon

Ókei óttarlega leiðinlegar fullyrðingar og blammeringar hér á ferð:

Það er búið að finna öll þekkt frumefni jarðarinnar. Það tók ekki langan tíma að finna þau eftir að við áttuðum okkur á eðli frumeinda. Það er líka búið að finna flest frumefni hins þekkta alheims. Það vanntar (minnir mig) tvö eða þrjú frumefni sem eru hreinlega of óstabíl til að geta myndað þau við tilraunaaðstæður. Ástæðan fyrir því að við getum fullyrt þetta er sú að við þekkjum eðli frumeinda og hegðun þeirra innan hins þekkta alheims. Út frá tilraunum sem við höfum gert hér á jörðinni, tunglinu, mars, júpíter o.s.frv. getum við alhæft með nokkurri vissu að eðli frumeindanna sé nokkurnveigin (ef ekki nákvæmlega) eins allstaðar innan hins þekkta alheims.

Ástæðan fyrir því að ég hef orðin &#132;hinn þekkti&#147; fyrir framan alheiminn er sú að alheimurinn er miklu meira en við þekkjum. Ég er ekki að tala um handan miklahvells eða möguleikan á öðrum víddum veruleikans, heldur efni, orku og krafta innan þessa alheims sem víxlverkast ekki við það efni og orku sem við skynjum né þá krafta sem víxlverkast við okkur. Það er til dæmis til hulduorka sem ljós hefur ekkert áhrif á og við getum því ekki séð, né getum við fundið fyrir þessu efni. Við verðum að reikna út þetta efni út frá áhrifum þess á þyngdarsviðið. Hvað ef það er til efni sem ekki víxlverkast við þyngdarkraftinn? Hvað ef til er kraftur sem ekki víxlverkast við hið þekkta efni? Þessi hluti alheimsins er enn óútskýrður og myndar yfir 90% af hinum sýnilega alheimi. Kannski mun uppgötvun higgs bóseindarinnar hjálpa okkur að skilja þessi 90% betur.

En hingað til eru þessi 90% órannsakanleg. Þetta er ekki vegir guðs heldur alheimurinn. Og við munum leitast við að finna leiðir til að gera þessi 90% rannsakanleg. Fyrir hundrað árum var higgs bóseindin órannsakanleg. Við vissum ekki af henni, gátum ekki gert okkur hana í hugarlund og höfðum ekki aðferðir til að hvorki mæla hana né leiða hana út. Higgs bóseindin hefur verið nefnd hin nýja guðseind vegna trú nokkurra vísindamanna að þar sé guð að finna (við höfum skoðað gjörvallan himingeiminn og ekki er hann þar). Þessir vísindamenn hafna óreiðukenningunni og segja að hegðun öreinda sé ekki random heldur eftir vilja guðs. Það er allt í lagi því þeir nota vísindaleg vinnubrögð til að móta tilgátur sem styðja eða hrekja þessa kenningu (sem er nákvæmlega sú krafa sem gerð er til vísinda, trúaðra eða ekki). Þessir vísindamenn yrðu þannig móðgaðir ef þeir heyrðu fullyrðingu Ómars hér að ofan því, skv. þeim, eru þeir akkúrat að rannsaka vegi guðs. Fyrir þeim eru vegir guðs nefninlega rannsakanlegir.

Rúnar (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 18:53

11 identicon

Margar djúpar pælingar hér á ferð finnst mér (án gríns).

 Vil bæta við pælingu sem flaug mér einu sinni í koll og tengist orðsifjafræði:

 Nafnið á guði skv. múslímum er Alla á íslensku, á íslensku þýðir það allir í hvorugkyni, ekki langt frá alheimur sem aftur er kannski sama og guð.

Tóti (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband