22.7.2011 | 16:15
Fyrirmynd frá nágrannalöndum.
Eins og komið hefur fram á fundum stjórnlagaráðs hafa verið skiptar skoðanir um það hvort setja eigi takmarkanir á það um hvað sé heimilt að greiða þjóðaratkvæði.
Sumir hafa talið í lagi að engin takmörk séu enda gætu ýmis mál lent á gráu svæði, en aðrir hafa bent á að reynslan af því að hægt sé að vísa skattamálum og til dæmis fjármálafrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið slæm á þeim örfáu stöðum þar sem það hafi verið heimilt.
Sú skoðun hefur haft betur í ráðinu að rétt sé að fara að með þeirri gát, sem margar þjóðir sýna í löggjöf sinni, enda sé það mikil breyting í sjálfu sér að 10% kjósenda fái rétt til að kalla fram bindandi þjóðaratkvæðagfreiðslu og að 2% kjósenda geti lagt fram frumvarp á Alþingi.
Sú skoðun kom fram hjá sumum ráðsmanna að rétt væri að núverandi skipan ótakmarkaðs málskotsréttar forseta Íslands væri óbreyttur og þar með væri haldið opinni leið til að öll lög gætu verið undir á borði hans.
![]() |
Þjóðin hefði ekki fengið að kjósa um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.7.2011 | 13:44
Í ökkla eða eyra.
Fyrir Hrun voru lítil takmörk fyrir því hverjum bankarnir lánuðu fé. Eini aldurshópurinn sem þeir virtust tregir til að lána var elsta fólkið.
Lánastefnan hér á landi var gerólík því sem til dæmis hefur tíðkast víða erlendis, til dæmis í Þýskalandi.
Þegar eignalaust fólk vildi fá lán var það mikilvægt að það gæti sýnt fram á að það ætti sparifé.
Ef það átti sparifé var það talið merki um að það hefði bolmagn til að borga af lánum.
Nú er svo að sjá af dæmi viðmælanda Morgunblaðsins að ekki dugi fyrir fólk að geta sýnt fram á með óyggjuandi gögnum að það ráði við afborganir af lánum.
Ef þetta er rétt erum við komin aftur fyrir það sem tíðkaðist erlendi, því að það dugir ekki fólki að sýna fram á greiðslugetu sína.
Já, þetta er annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur.
![]() |
Geta hvorki keypt né leigt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)