27.8.2011 | 23:09
Fleiri en ein leið til að þjóðin kveði upp dóm.
Í því nýmæli sem felst í 66. greininni í nýju stjórnarskránni stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að tveir af hundraði kjósenda geti lagt fram mál á Alþingi.
Þessi grein felur í sér svonefndan frumkvæðisrétt almennings. Hann getur þá lagt inn ti þingsins frumvarp, sem teljist til þess hæft, og geti Alþingi þá, ef það vill, lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps.
Eftir alla þá miklu vinnu sem búið er að vinna, fyrst hjá þjóðfundi, síðan hjá stjórnlaganefnd og loks hjá stjórnlagaráði, verður að gera þá kröfu til Alþingis að það fjalli af aðeins meiri dýpt og alvöru um frumvarp stjórnlagaráðs en sem svarar einni skýrslu og eins dags umræðu eins og nú er rætt um.
Stjórnlagaráðsfólk hefur lagt á það mikla áherslu að nýja stjórnarskráin fái að fara í dóm þjóðarinnar áður en Alþingi tekur endanlega afstöðu til hennar.
Þessir möguleikar sýnast vera helstir hvað varðar framvindu málsinsi:
1. Alþingi nær ekki samstöðu um það hvernig standa skuli að málinu og málið endar með því að daga uppi. Vonandi verður þetta ekki ofaná.
2. Alþingi ákveður að gera breytingar á frumvarpinu og samþykkja það sem nýja stjórnarskrá og mun þá þurfa tvennar Alþingiskosningar áður en frumvarp þingsins verður að lögum.
Þetta er gamla lagið eins og það var til dæmis gert 1959 hvað varðaði breytt kosningalög og kjördæmaskipan. Fyrirfram er erfitt að sjá fyrir hve mikið breytt frumvarpið yrði en hætta er á því að með þessu gæti það orðið steingelt og að þjóðin fái aldrei að koma að málinu beint.
3. Alþingi ákveður að leggja frumvarp stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar. Eftir sem áður verður þingið að afgreiða málið samkvæmt ákvæðum núgildandi stjórnarskrár. Þetta er það sem stjórnlagaráðsfólk hefur viljað láta gera, að láta þjóðina sjálfa dæma um þetta verk líkt og hún kaus beint um síðustu stjórnarskrá 1944.
4. Sá möguleiki er líka til að Alþingi vinni sjálft eigin gagntillögu og leyfi síðan þjóðinni að velja milli hennar og frumvarps stjórnlagaráðs. Það yrði svo sem í anda fyrrnefnds nýs ákvæðis og kæmi því til greina, enda yrði það þá þjóðin sem kvæði sjálf upp endanlegan dóm.
![]() |
Skýrsla um stjórnlagaráð rædd í einn dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.8.2011 | 09:03
Frábær flugklúbbur.
Flugklúbbur Mosfellsbæjar er frábært félag og stórgott hjá þeim að halda sínar árlegu sýningar.
Því miður er þannig veður í dag að ég verð að fara inn á hálendið til myndatöku og síðan til verka á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum. Annars hefði ég komið á Tungubakka á fornbíl og annað hvort TF-TAL eða TF-REX.
FRÚ-in mín hefur verið óflughæf síðan í apríl og hefur því ekkert nýst mér þá mánuði sem bestir eru til kvikmyndatöku, en auðvitað hefði ég helst vilja koma á henni á Tungubakkaflugvöll.
En ég hvet fólk til að kíkja á gripinua á Tungubökkumí í góða veðriinu í dag og teyga að sér ilminn úr grasrót flugs og fornbíla.
![]() |
Tugir flugvéla til sýnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2011 | 08:51
Innlit hjá bresku konungsfjölskyldunni?
Mummar Gaddafi var einræðisherra í Líbíu og uppreisn var gerð gegn honum að því er uppreisnarmenn sjálfir segja til þess að koma á lýðræði og frelsi. Nú þarf að huga að því hvort loforð um þau efni verða efnd.
Hitt er vafasamara að dæma um stjórn hans með því að skoða hýbýli hans og byggja dóma á því hvort þar var "ríkmannlega" búið eða ekki.
Það er nefnilega þannig að hjá flestum þjóðum, líka þeim sem okkur standa næst, má sjá "ríkmannleg" húsakynni hjá þjóðhöfðingjum. Nægir að nefna konungsfjölskyldur á Norðulöndum og í Bretlandi.
Í Kreml eru stórkostlegar þjóðargersemar geymdar og ekki vantar minnismerkin í Washington.
Forsætisráðherrar Íslands bjuggu á tímabili í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu sem var afar "ríkmannleg" bygging og ekki verða húsin á Bessastöðum talin smáíbúðahverfisleg.
![]() |
Innlit hjá Muammar Gaddafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)