Fleiri en ein leið til að þjóðin kveði upp dóm.

Í því nýmæli sem felst í 66. greininni í nýju stjórnarskránni stjórnlagaráðs  er gert ráð fyrir að tveir af hundraði kjósenda geti lagt fram mál á Alþingi.

Þessi grein felur í sér svonefndan frumkvæðisrétt almennings. Hann getur þá lagt inn ti þingsins frumvarp, sem teljist til þess hæft, og geti Alþingi þá, ef það vill, lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. 

Eftir alla þá miklu vinnu sem búið er að vinna, fyrst hjá þjóðfundi, síðan hjá stjórnlaganefnd og loks hjá stjórnlagaráði, verður að gera þá kröfu til Alþingis að það fjalli af aðeins meiri dýpt og alvöru um frumvarp stjórnlagaráðs en sem svarar einni skýrslu og eins dags umræðu eins og nú er rætt um. 

Stjórnlagaráðsfólk hefur lagt á það mikla áherslu að nýja stjórnarskráin fái að fara í dóm þjóðarinnar áður en Alþingi tekur endanlega afstöðu til hennar. 

Þessir möguleikar sýnast vera helstir hvað varðar framvindu málsinsi: 

1. Alþingi nær ekki samstöðu um það hvernig standa skuli að málinu og málið endar með því að daga uppi.  Vonandi verður þetta ekki ofaná. 

2. Alþingi ákveður að gera breytingar á frumvarpinu og samþykkja það sem nýja stjórnarskrá og mun þá þurfa tvennar Alþingiskosningar áður en frumvarp þingsins verður að lögum.

Þetta er gamla lagið eins og það var til dæmis gert 1959 hvað varðaði breytt kosningalög og kjördæmaskipan. Fyrirfram er erfitt að sjá fyrir hve mikið breytt frumvarpið yrði en hætta er á því að með þessu gæti það orðið steingelt og að þjóðin fái aldrei að koma að málinu beint. 

3. Alþingi ákveður að leggja frumvarp stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar. Eftir sem áður verður þingið að afgreiða málið samkvæmt ákvæðum núgildandi stjórnarskrár.  Þetta er það sem stjórnlagaráðsfólk hefur viljað láta gera, að láta þjóðina sjálfa dæma um þetta verk líkt og hún kaus beint um síðustu stjórnarskrá 1944.

4. Sá möguleiki er líka til að Alþingi vinni sjálft eigin gagntillögu og leyfi síðan þjóðinni að velja milli hennar og frumvarps stjórnlagaráðs. Það yrði svo sem í anda fyrrnefnds nýs ákvæðis og kæmi því til greina, enda yrði það þá þjóðin sem kvæði sjálf  upp endanlegan dóm. 


mbl.is Skýrsla um stjórnlagaráð rædd í einn dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augljóslega á að afgreiða þetta mál með því að reyna að sópa því ofan af borðinu.

Sjáum til með það. Hvað gerði ég nú við gömlu sleifina, pottinn og pönnuna frá því í janúar 2009...?

BR (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 23:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjáumst í október.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Þeir sem akváðu að taka sæti í ráði þessu eftir valdboði sitjandi stjórnvalda gegn dómi Hæstaréttar, munu verða að gjöra svo vel að taka meðferð málsins sem amen eftir efninu, þvi miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.8.2011 kl. 01:22

4 identicon

Hef engu við að bæta vingjarnarlegar ábendingar Guðrúnu Maríu.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 02:31

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvert var úlausnarefni þjóðarinnar 1944? Hvernig vaa spurningin á kjörseðlinum?

Sigurbjörn Sveinsson, 28.8.2011 kl. 08:57

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það var aldrei hugmynd sf að taka mark á þessu heldur bara smjjörklpa til að afvegleiða umræðuna frá getuleysi ríkisstjórinnar.
Enda í raun umbolðslaust stjórnlagaráð þar sem hæstiréttur dæmi stjórnlagaþingskosninguna ógilda og þeir sátu í stjórnlagaráði voru ekki í umboði þjóðarinnar

Peninga og tímasóun.

Óðinn Þórisson, 28.8.2011 kl. 09:02

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er í raun grátlegt að þú virkilega haldir að þessu stjórnlaganefndardóti verði ekki öllu snúið á hvolf.

Það var ekki farið eftir forskrift JS og því skal "bæta" frumvarpið uns það gerir svo.

Ég hef hingað til getað horft upp til þín Ómar minn en þú ert nú með hverri vikunni farinn að hljóma mun meira eins og þú trúir ekki lengur rausinu í JS og VG, þess þá heldur því sem að þú lætur út úr þér.

Það er engin hárbeitt, nær háðsleg glettni eftir. Aðeins gamall maður sem er að átta sig á að hann sem og meirihluti þjóðarinnar hefur verið svikinn af atvinnupólitíkusunum enn eitt sinn.

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 01:34

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Lengi skal manninn reyna" segir einhvers staðar og ef maður gefur sér það fyrirfram að allt sem maður gerir fari í ruslakörfuna er eins gott að ger aldrei neitt.

Ólafur Thors hafði það sem mottó að eigin sögn að ætla engum manni illt að óreyndu. 

Það er margt gegnt og gott fólk á Alþingi sem ég vil ekki ætla allt hið versta fyrirfram. 

Að lokum má síðan bæta því við að þjóðin fékk að kjósa um Sambandslögin og stjórnarskrána 1918 og samþykkti hana.  Þótt aðeins 47% allra atkvæðisbærra manna gerði það var það talið lýðræðislegt og rétt. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband