Rassskellingum Mannréttindadómstólsins linnir ekki.

Allt frá máli Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir um þremur áratugum hefur Mannréttindadómstól Evrópu aftur og aftur snúið dómum Hæstaréttar Íslands til baka. 

Líklega eru þessar rassskellingar dómstólsins að nálgast tuginn og í langflestum tilfellum voru dómar í málum blaðamanna til umfjöllunar. 

Vegna þess að þessu linnir ekki má leiða líkum að því að fleiri dómar Hæstaréttar í mannréttindamálum séu á skjön við mannréttindasáttmála Evrópu, mannréttindaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og sáttmála á borð við Árósasamninginn, sem á að tryggja lögaðild samtaka náttúruverndar- og umhverfisverndarfólks að framkvæmdum. 

Í slíkum málum hefur Hæstiréttur kveðið upp afar vafasama úrskurði sem ekki hefur verið áfrýjað til Strassborgar vegna þess hve dýrt og tímafrekt það er. 


mbl.is Braut gegn blaðamönnum DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir Godot í áratugi.

Það hefur verið mögulegt í áratugi að rýmka Miklubrautina í gegnum tvo flöskuhálsa, við vestanvert Klambratún og á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En allan þennan tíma hefur verið rætt um að setja Miklubrautina í jarðgöng á þessum kafla án þess að nokkurn tima hafi hillt undir framkvæmdir í því efni. 

Nú er sú lausn jafnvel fjær en nokkru sinni fyrr. 

Það er liðinn meira en áratugur síðan ég gekk um þennan kafla og mældi þær stærðir, sem ráða um úrbætur. 

Með því að kaupa þrjú hús við vestanvert Klambratún og rífa þau, og lagfæra brautina vestur fyrir Miklatorg er hægt að breikka þennan kafla um eina akrein í hvora átt. 

Málið er erfiðara við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar vegna stærðar og sögulegs gildis blokkarinnar stóru við Lönguhlíð. 

Þar þyrfti líka að kaupa upp húsið á horninu á móti og það myndi nægja til að breikka um eina akrein í aðra hvora áttina. 

En einnig mætti hugsa sér að leggja gangbrautina við hornið á Lönguhlíðarblokkinni undir hana og fá með því þrjár akreinar í hvora átt á allri Miklubrautinni. 

Nú þegar annar þessi kafli við Klambratún  ekki umferðinni á álagstímum. Stóraukin byggð á Vatnsmýrarsvæðinu myndi auka á vandann. 

En almennar umbætur og viðbrögð við fjölgun fólks og farartækja í Reykjavík byggjast á samhæfðum aðgerðum. 

1. Umbætur í gatnakerfinu til að liðka um fyrir bílaumferð. 

2. Fjölgun þeirra sem eru á smáum bílum og öðrum enn minni farartækjum, léttum vélhjólum, rafreiðhjólum og reiðhjólum. Hver sá sem ferðast um á slíku farartæki er í raun að minnka vandann í bílaumferðinni og skapa rými fyrir bíl í stað einkabílsins sem hann væri annars á. 

3. Efling almenningssamgagna, strætisvagna og gerð borgarlína með léttvögnum eða léttlestum. Hver maður, sem ferðast með slíku kerfi sparar rými fyrir einn einkabíl í bílaumferðinni. 

 


mbl.is Breikkun Miklubrautar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingar blæði fyrir sjúklinga og aldraðir fyrir aldraða.

Hugmyndaflugið fyrir fjármögnun aðgerða til þess að létta kjör sjúkra og aldraðra virðist ekki vera mikil hjá íslenskum ráðamönnum. 

Ef eitthvað keyrir fram úr hófi svo sem kostnaður vegna veikinda og lyfja sjá menn ekkert annað ráð en að láta aðra sjúklinga og helst þá sem lökust hafa kjörin og mesta ómegð, blæða fyrir það. 

Þetta minnir á aðgerðir vegna aldraðra fyrir rúmu ári, þar sem ekkert skárra ráð fannst til að rétta hlut þeirra, miðað við aðra þjóðfélagshópa sem fengu bættan hlut aftur í tímann, en að láta aðra aldraða borga brúsann. 


mbl.is Kostnaðaraukningin sláandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband