Fyrirsjáanlegt en hundsað.

Það er búið að vera fyrirsjáanlegt í mörg ár, eins og margoft hefur komið fram á þessari bloggsíðu,  en samt verið hundsað, að með stóraukinni umferð og umsvifum síðustu ára ferðamannasprengingar og verkefnum margra aðila, sem falla undir svokallaða innviði í starfsemi þjóðfélagsins, aukast líkurnar á því að það valdi vandræðum og tjóni að ekki er brugðist við ástandinu. 

Það skiptir ekki máli, hvort þyrla hefði breytt einhverju eða engu varðandi slysið í Þingvallavatni, viðbúnaður Landhelgisgæslunnar er ónógur eftir langvarandi svelti í framlögum, bæði hvað varðar þyrlukost, mannskap og annan viðbúnað. 

Það er til skammar fyrir okkur þegar erlendir ferðamenn moka 500 milljörðum árlega, meira en fjórum sinnum meira en fyrir 2011, af gjaldeyristekjum inn í rekstur þjóðarbúsins, skuli nánasarháttur og níska ráða ríkjum hjá okkur og vera jafn áberandi og raun ber vitni.  


mbl.is Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Edgar Hoover var skæður. Hér á landi líka njósnað.

Það er gömul saga og ný að valdhafar beiti lögreglu eða leyniþjónustu séu til njósna um pólitíska andstæðinga eða aðra, sem vænisýki getur leitt menn til að njósna um. 

Stundum þarf ekki valdhafa til. Edgar Hoover yfirmaður FBI í áratugi, var afbrigðilega vænisjúkur og lét njósna um marga upp á eigin spýtur, líka yfirmenn sína.

Fyrir bragðið kom hann sér upp þvílíkri valdastöðu, en allir óttuðust hann, en þorðu ekki að hrófla við honum í þau 37 ár sem hann byggði FBI svo mjög upp, að menn óttuðust að gæti stefnt í stöðu Gestapo í Þýskalandi Hitlers. 

Hér á landi hefur líka verið njósnað um stjórnmálamenn og má nefna hleranir á símum stjórnmálamanna í Kalda stríðinu. 

Ég hef áður sagt frá líklegum símahlerunum 2005, en hið einkennilega er, miðað við viðbrögðin við hlerunum þá og fyrrum, að okkur Íslendingum virðist vera slétt sama um að slíkt sé stundað. 

Hafi Obama látið njósna um Trump er það að vísu skiljanlegt en ekki afsakanlegt. 

Trump stóð fyrir fordæmalausri ofsókn á hendur Obama í ósvífinni og þráhyggjuþrunginni tilraun til að koma honum frá völdum. 

 


mbl.is Var njósnað um Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskastaða byssuframleiðenda.

Vopnaframleiðendur, hvort sem það eru byssuframleiðendur eða framleiðendur annarra vopna, græða á því þegar ófriðvænlegt verður. 

Undir lok ferils síns sem Bandaríkjaforseti hélt Dwight D. Eisenhower merka ræðu þar sem hann varaði sterklega fyrir auknum umsvifum og áhrifum hergagnaiðnaðarins vegna vígbúnaðarkapphlaups af völdum Kalda stríðsins. 

Þessi orð Eisenhowers voru athyglisverð í ljósi þess að hann var fyrrverandi yfirhershöfðingi Bandamanna á vesturvígstöðvunum í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Þegar árásum á skóla fer fjölgandi vestra bera viðbrögð á borð við viðbrögð vararíkisstjórans í Texas þess merki, að líkur aukist á stórfelldri vígvæðingu í bandarískum skólum. 

"Fjórar til fimm byssur á móti einni" gæti þýtt það, að verðandi fjöldamorðingjar muni telja sig verða að auka vígbúnað sinn á móti með því að nota afkastamestu hálfsjálvirku byssurnar á markaðnum, sannkölluð fjöldadrápstæki, en markaður með slík vopn utan við byssubúðir er galopinn vestra. 

Þar með má hugsa sér að kennararnir telji sig líka þurfa fjöldadrápstæki til að eiga möguleika á að verjast. 

Fyrir byssuframleiðendur, sem þrýsta mjög á að rýmka fyrir aukinni byssusölu og auka vígvæðingu gæti verið að koma upp óskastaða.  


mbl.is Segir að vopna þurfi kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband