25 þúsund Pólverjar búsettir hér á landi hafa ýmis áhrif.

Pólverjar eru fjölmennastir þeirra erlendu þjóða, sem búa á Íslandi, hvorki meira né minna en 25 þúsund.

Það eru næstum eins margir og allir íbúar Hafnarfjarðar og eða allir kjósendur Norðausturkjördæmis.

Áhrifanna af veru þessa hóps gætir miklu víðar en beint í atvinnulífinu.

Fróðlegt væri til dæmis að vita hve mikil áhrif þetta hefur á það hve mikil og stöðug fjölgun pólskra ferðamanna er.   


mbl.is Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynslóðaskipti bjartra vona!

"Unglingalið" Guðmundar Þórs Guðmundssonar hefur heldur betur skotist upp á himininn og vakið einhverjar björtustu vonir sem síðuhafi man eftir að svona "byrjendalið" Íslands hafi vakið á stórmóti. 

Til hamingju Ísland!


mbl.is Ísland í milliriðlakeppni HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstæðurnar skapa rússneska rúllettu.

Fyrir um 20 árum var rætt um það á Alþingi hvort hækka ætti leyfilega hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Niðurstaðan varð sú að gera það ekki. 

Deila má um hvort það hefði verið í lagi á vegum þar sem gagnstæðar akstursstefnur eru kyrfilega aðgreindar, svo sem á tvöföldum brautum eða 2 plús 1 brautum. 

Athuga til dæmis reynslu Svía á þessu sviði.

Slysatölur ljúga hins vegar ekki til um þann grundvallar mun sem er á fyrrnefndum vegum og vegum með einni akrein í hvora átt án vegriðs á milli akstursstefna.

Á hinum mjóu vegum með eina akrein í hvora átt er verið að spila óhjákvæmilega rússneska rúllettu.

Að 8% bíla brjóti umferðarreglur í þéttri umferð við slíkar aðstæður er slæm frétt, og einnig er það slæm frétt að það skuli vera frétt að lögregla geri eitthvað í málinu.  


mbl.is Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu úreltur brandari.

Tékknesku verksmiðjurnar Skoda voru stolt Tékkóslóvakíu fyrri hluta síðustu aldar. Þar voru ekki aðeins smíðaðir góðir og vandaðir bílar, prýðilega vel hannaðir tæknilega með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum, sjálfberandi byggingu og traustar toppventlavélar, heldur líka landbúnaðartæki og hernaðartæki á borð við fyrirtaks skriðdreka. 

Hernám Hitlers 1938-89 færði honum á silfurfati 10% viðbót við  skriðdrekasveitirnar, sem hann þurfti til að taka Niðurlönd og Frakkland á rúmum 5 vikum 1940.

Á fyrstu 15 árunum eftir stríðið, þegar kommúnistar höfðu tekið völdin, virtist rík hefð í traustri bílasmíði ætla að halda velli,

Reisa þurfti Þýskaland úr rústum, en ekki Tékkóslóvakíu.

Sovétmenn héldu Austur-Þýskalandi í hráefnasvelti og Útkoman varð Trabant.

En þá gerði vestur-þýska efnahagsundrið Skodabíla úrelta.

Tékkar reyndu að svara með stælingu á Renault Dauphine og Renault 8, þar sem öllu var umbylt; vélin færð úr framendanum í afturendann "skottið" sett fram í.

En hið staðnaða kommúníska kerfi réði ekki við svo róttækar breytingar.

Gæðunum hrakaði, vandræði jukust, og þegar hinn vestræni bílaiðnaður söðlaði á örfáum árum í kringum 1970 yfir í gerbreytta bíla með vélina þversum frammi í og framdrifi, sat Skoda upp með það að hafa fjárfest í og setið uppi með gersamlega úrelta hönnun.

Mórallinn féll, og í erlendum bílablöðum, var farið að hæðast að Skoda sem "international joke".  

En svo féll múrinn og leitað var á náðir vestræns bjargvætts, Volkswagen, sem endurskapaði alla framleiðluna. 

Það byggist á samþættingu, þannig Skoda og VW bílar eru meginatriðum allt saman VW bílar með mismunandi útliti.

Dæmi:

Skoda  Fabia og VW Polo aeru í meginatriðum sami bíllinn, en Fabian er einni "kynslóð" eldri.

VW er dýrari af því að hann er þróaðri, en Fabia oft með lægri bilanatíðni af því að búið er að sníða "barnasjúkdóma" af í ljósi meiri reynslu. 

Sem sagt: Það eru meira en 20 ár síðan Skodabrandarinn alþjóðlegi varð gersamlega úreltur.  

 


mbl.is Skoda með nýtt heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband