Aksturkostnaðartalan sem flestir gleyma oftast varðandi bíla.

Það er líklega meira en áratugur sem viðmiðunartala varðandi kostnað við akstur einkabíla í þágu ríkisins hefur verið í kringum 100 krónur á kílómetrann. 

Hún er byggð á ítarlegum útreikningum alls kostnaðar við akstur og rekstur fólksbíls af meðalstærð.  

Hún þýðir að það kosti hátt í 80 þúsund krónur að aka bíl fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

En oftast líta menn bara á eldsneytiskostnaðinn og miða kostnaðarvitund sína við það, en þá kostar það allt í einu aðeins bara um 16 þúsund krónur að fara í svona ferð, eða fimm sinnum minna en fullreiknaður kostnaður með inniföldum viðhalds- og viðgerðarkostnaði, sliti á slitflötum, verðfalli og vaxtakostnaði, opinberum gjöldum, o.s.frv. 

Og samt er í opinbera akstursgjaldinu ekki tekið tillit til tímasparnaðar, ef flogið er í stað þess að aka. 

Ef menn segja að fastakostnaður skuli ekki reiknast með, heldur aðeins hlaupandi kostnaður miðað við vegalengd, má kannski varpa fram tölu í grennd við 40-50 krónur á kílómetrann og 30-40 þúsund króna samtals nettó aksturskostnaði í ferðinni. 

 

 


mbl.is Akstursgjaldi breytt í fyrsta skipti í 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samferðabrautir hafa verið notaðar í bandarískri umferð.

Að meðaltali eru innan við 1,2 um borð í hverri bifreið í innanbæjarakstri. 

Tvö svipuð fyrirbæri stuðla að betri nýtingu en þessari:

Annars vegar að hafa fleiri um borð í hverjum bíl, en hver auka maður afsalar sér með því rými fyrir einn einkabíl í staðinn. 

Hins vegar gefur hver maður á hjóli eða um borð í almenningsfarartæki færi á að í staðinn fyrir það rými, sem viðkomandi hefði tekið á sínum einkabíl losni rými fyrir annan einkabíl í staðinn eða rými sem léttir á bílaumferðinni. 

Samferðabrautir hafa verið notaðar víða í Bandaríkjunum í marga áratugi með mismunandi útfærslum. 

Ein útfærslan er sú að þeir, sem vilja nýta sér hröðustu leiðina, séu skyldir til að stansa og borga sérstaklega fyrir það að fara einir í bíl sínum, en geti valið að aka lengri og tafsamari leið ella.  


mbl.is Vilja samferðabrautir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband