1.10.2019 | 21:56
Aksturkostnaðartalan sem flestir gleyma oftast varðandi bíla.
Það er líklega meira en áratugur sem viðmiðunartala varðandi kostnað við akstur einkabíla í þágu ríkisins hefur verið í kringum 100 krónur á kílómetrann.
Hún er byggð á ítarlegum útreikningum alls kostnaðar við akstur og rekstur fólksbíls af meðalstærð.
Hún þýðir að það kosti hátt í 80 þúsund krónur að aka bíl fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar.
En oftast líta menn bara á eldsneytiskostnaðinn og miða kostnaðarvitund sína við það, en þá kostar það allt í einu aðeins bara um 16 þúsund krónur að fara í svona ferð, eða fimm sinnum minna en fullreiknaður kostnaður með inniföldum viðhalds- og viðgerðarkostnaði, sliti á slitflötum, verðfalli og vaxtakostnaði, opinberum gjöldum, o.s.frv.
Og samt er í opinbera akstursgjaldinu ekki tekið tillit til tímasparnaðar, ef flogið er í stað þess að aka.
Ef menn segja að fastakostnaður skuli ekki reiknast með, heldur aðeins hlaupandi kostnaður miðað við vegalengd, má kannski varpa fram tölu í grennd við 40-50 krónur á kílómetrann og 30-40 þúsund króna samtals nettó aksturskostnaði í ferðinni.
![]() |
Akstursgjaldi breytt í fyrsta skipti í 4 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég á bíl sem ég verslaði fyrir 12 árum á 960 þusund og búin að aka bílnum 243000 km, þú segir að þessi akstur hafi kostað mig 24,3 millur, þessir útreikningar eru bull
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.10.2019 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.