Bók á réttum tíma. Efni í stórmynd?

Rétt eins og Draumalandiđ, bók Andra Snćs Magnasonar, fékk gríđargóđar viđtökur 2006 og var afar áhrifamikiđ innlegg í baráttu umhverfis- og náttúruverndarfólks, eru ţađ afar góđar fréttir ađ nýja bókin hans Um tímann og vatniđ fái mun hrađari og víđtćkari viđtökur heima og erlendis en fyrri stórvirki ţessa ritsnillings. 

Í kjölfar bókarinnar Draumalandiđ var gerđ samnefnd kvikmynd sem hafđi ekki síđur mikil áhrif en bókin.  

Nú má sjá fyrir sér, miđađ viđ ţađ hve sögusviđ bókarinnar Um tímann og vatniđ er víđfemt og teygir jafnvel anga sína allt frá auđnum heimsskautanna upp í bráđnandi jökulheima Himalayafjalla, ađ hćgt verđi ađ gera sannkallađa stórmynd á grunni bókarinnar.  

 


mbl.is Ánćgjulegt ađ tala viđ heiminn samtímis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dćmi um einstaka ađlögunarhćfni en jafnframt viđkvćmni náttúrunnar.

Hvítabjörninn er eitt af ađdáunarverđustu dćmunum um dýr, sem lifir af sérlega óblíđ lífsskilyrđi kulda og myrkurs fyrir sakir einstćđrar ađlögunarhćfni, sem lífríki náttúrunnar býr yfir. Ísbjörn. RAX

En jafnframt er nýjasta tegund lífsbaráttu hans vegna loftslagsbreytinga og mengunar áminning um ţađ hve berskjölduđ og viđkvćm náttúran getur veriđ af völdum jarđarbúa. 

Hvítabjörninn og fleiri dýr, fuglar og fiskar á norđurslóđum eru til dćmis afar berskjölduđ gagnvart ţungmálmum, plasti og fleiri ađskotahlutum sem ađgerđir manna blása um norđurslóđir, ţar sem kuldi gerir niđurbrot slíkra efna seinlegri en á suđlćgari slóđum. 

Einnig er vaxandi súrnun sjávar áhyggjuefni. 

Hringborđ norđursins er mikilvćgur vettvangur til ađ upplýsa um ţessi efni, og ţar eigum viđ Íslendingar öflugan liđsmann, Ragnar Axelsson, sem hefur helgađ ómetanlegt starf sitt og list ţessu mikilvćga sviđi í umhverfis- og náttúruverndarmálum. 


mbl.is Ekki annađ hćgt en ađ fyllast lotningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband