Dæmi um einstaka aðlögunarhæfni en jafnframt viðkvæmni náttúrunnar.

Hvítabjörninn er eitt af aðdáunarverðustu dæmunum um dýr, sem lifir af sérlega óblíð lífsskilyrði kulda og myrkurs fyrir sakir einstæðrar aðlögunarhæfni, sem lífríki náttúrunnar býr yfir. Ísbjörn. RAX

En jafnframt er nýjasta tegund lífsbaráttu hans vegna loftslagsbreytinga og mengunar áminning um það hve berskjölduð og viðkvæm náttúran getur verið af völdum jarðarbúa. 

Hvítabjörninn og fleiri dýr, fuglar og fiskar á norðurslóðum eru til dæmis afar berskjölduð gagnvart þungmálmum, plasti og fleiri aðskotahlutum sem aðgerðir manna blása um norðurslóðir, þar sem kuldi gerir niðurbrot slíkra efna seinlegri en á suðlægari slóðum. 

Einnig er vaxandi súrnun sjávar áhyggjuefni. 

Hringborð norðursins er mikilvægur vettvangur til að upplýsa um þessi efni, og þar eigum við Íslendingar öflugan liðsmann, Ragnar Axelsson, sem hefur helgað ómetanlegt starf sitt og list þessu mikilvæga sviði í umhverfis- og náttúruverndarmálum. 


mbl.is Ekki annað hægt en að fyllast lotningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband