Samdráttarskeið eru stundum aðeins eitt til tvö ár.

Eftir margra áratuga stöðuga verðbólgu hér á landi þar sem samdráttarskeið stóðu iðulega í mörg ár, var afar sjaldgæft að samdráttarskeið stæðu í aðeins eitt eða tvö ár. 

Og það voru oft aflabrögð eða óvæntir atburðir, sem réðu miklu um stórfelldar hagsveiflur hér á landi. 

Má sem dæmi nefna síldarbrestinn og verðfall á erlendum fiskmörkuðum sem skópu samdráttarskeiðið sem varð 1966 til 1970; -  samdráttarskeiðið, sem hófst á alþjóðlegaa vísu 1980 vegna olíukreppunnar í kjölfar Klerkabyltingarinnar í Íran - og samdráttarskeiðið frá 1990 og stóð fram undir aldamót. 

En til eru ýmis dæmi um samdráttarskeið, sem eru furðu stutt eins og samdráttarskeiðið í Bandaríkjunum 1938 og samsvarandi samdráttarskeið á Íslandi, sem var mest afleiðing af missi saltfiskmarkaðarins á Spáni vegna borgarastyrjaldarinnar þar. 

Síðan skall stríðið á í september 1939 og í báðum löndunum, sem voru hlutlaus í byrjun, varð uppsveifla; - í Bandaríkjunum vegna vopnaframleiðslu og á Íslandi vegna hernáms Breta. 

Í Bandaríkjunum varð samdráttarskeið 1958, sem varaði aðeins í eitt ár.    


mbl.is Skammvinnt samdráttarskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um úrtöluraddirnar varðandi landeldið?

Leikmenn um fiskeldi hafa hingað til orðið að hlíta þeim dómi aðdáendum sjókvíaeldis, að einungis sé hægt að stunda fiskeldi í sjókvíum vegna þess að landeldið sé alltof dýrt. 

En spyrja hinir sömu leikmenn: Hvers vegna gengur það dæmi um að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Tálknafirði er með sína seiðaeldisstöð uppi á landi? 

Spurningin verður enn áleitnari vegna þess að eigendurnir segjast meira að segja geta stækkað þessa stöð verulega.  

Mikið væri nú gott fyrir almenning að fá nánari útskýringar á þessu. 


mbl.is „Eina stöð sinnar tegundar á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingssögur um rafbíla.

Rafbílar eru ungt fyrirbæri á Íslandi og því geta orðið til ýmsar hryllingssögur af eiginleikum þeirra, sem breiðast út. RAF í hleðslustæði (1)

Ein þeirra, sem sást bregða fyrir í vetrarveðri í hitteðfyrra, var sú, að í frostum lentu rafbílaeigengur í vandræðum með þá bíla, sem stæðu úti í kuldanum, þyldu kuldann ekki og gætu því eyðilagst auk þess sem kostnaðurinn vegna þessara vandræða væri himinhár. 

Sagan sagði, að vegna þess að rafhlöðurnar þyldu ekki frostið, neyddust rafbílaeigendur til þess "að hafa bílana í gangi" á frostnóttum til að halda frosti frá rafhlöðum og rafmótoruum og það gæti endað með ósköpum. 

Orðalagið er sérstakt vegna þess þeir, sem trúðu þessu, trúðu því sem margir halda, að eiginleikar rafhreyfla séu hinir sömu og bensínhreyfla, að það þurfi til dæmis að starta þeim í gang. 

Hefur síðuhafi orðið oftar en ekki að reyna að útskýra fyrir fyrirspyrjendum um þetta, að enginn startari væri á rafhreyflum og að þeir væru ekki í gangi eins og sprengihreyflar, heldur eyddu engri orku nema hreyfillinn hreyfði bílinn úr stað eða setti álag á hjólin, eða að raforkan væri notuð sér fyrir hitamiðstöð í bílnum.

Og rafbíll síðuhafa hefur staðið úti í öllum veðrum í tvo vetur án þess að kuldinn hafi verið neitt áhyggjuefni eða að erfiðleikar við gangsetningu séu vandamál. 

Enda þarf enga upphitun á hreyflinum eins og flestir kannast við að þurfi á sprengihreyflum. 

Þvert á móti hefur aðeins þurft að ýta á tvo hnappa til að tengja rafmagn við hreyfilinn og aka tafarlaust af stað með því að stíga á aflgjöfina. 

Hryllingssagan um skelfileg áhrif frostkulda á rafbíla er aðeins ein af mörgum, sem auðvelt er að koma af stað, vegna þess hve nýtt fyrirbrigði rafbílar eru. 


mbl.is Rafhleðslur fleiri en bensíndælur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband