Hjólastuldafaraldur, - en er hálfrar milljón króna hjól "rándýrt"?

Í sumar hefur staðið yfir mikill hjólsstuldafaraldur, sem er áhyggjuefni, en sérkennilegr verðmat kemur fram í þeim orðum í frétt, að "rándýru" hjóli hafi verið stolið úr bílskúr.Hjólreiðar Geirsnefi

Ef þess er gætt hvert notagildi reiðhjóla, rafhjóla og bifhjóla er, er 500 þúsund króna fjárfesting í farartæki, sem flytur einn mann úr stað á ódýrasta og einfaldastan hátt í borgarumferð, ekkert dýr, því að í meðal einkabíl í borgarumferðinni er aðeins 1,1 maður, og enginn nýr bíll er á markaði, sem kostar minna en 1800 þúsund krónur. 

Á vélhjólamarkaðnum er hægt að kaupa spánnýtt og ónotað "vespu"vélhjól með 110cc - 125 cc mótor, og nær 80-90 kílómetra hraða, fyrir 350-450 þúsund krónur.Náttfari og Léttir

Nefna má hjól eins og Znen f10 Fantazy á 340 þús og kemst á 80 km hraða og Honda Vision, Suzuki Adress og Yamaha Delight á um 400 - 500 þúsund, komast á 90 km hraða og eru ekki nema 100 kíló á þyngd. 

Einum klassa fyrir ofan þau eru aðeins stærri 130 kílóa 125 cc hjól sem ná í kringum 100 km hraða og kosta um 450-700 þúsund krónur. Nefna má Honda PCX og SH 125, Kawasaki J125, Suzuki Burgman 125 og Yamaha NMax. 

Það sést vel í auglýsingum að reiðhjól og rafreiðhjól kosta mörg hver nokkur hundruð þúsund krónur. 

Það er ekkert rándýrt við það á þegar þess er gætt hvað kröfurnar til slíkra hjóla og búnaðar þeirra hafa vaxið jafnt og þétt. Léttfeti og Léttir.

Til dæmis hafa diskahemlar að framan og aftan orðið að stöðluðum búnaði á flestum reiðhjólum og rafreiðhjólum.  


mbl.is Rándýru hjóli stolið úr bílskúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að reikna flugdæmið vandlega.

Bílar heims eru um það bil eitt þúsund milljónir. Flugvélar í farþegaflugi eru þúsund sinnum færri, eða ein milljón. 

Það hefur verið reiknað út að allur flugvélaflotinn mengi samtals um sex sinnum minna en bílarnir. Að meðaltali er aðeins rúmlega einn maður í hverjum bíl. 

Auðvitað væri gott ef hægt yrði að rafvæða flugvélaflotann, en það er því miður tæknilega ómögulegt vegna þyngdar orkuberans, rafhlaðnanna.

Til þess að flugvið verði sem hagkvæmast varðandi tímalengd og eyðslu, er nauðsynlegt að fara upp í hagkvæmustu flughæðina í þunnu lofti, sem er í kringum 10-13 kílómetra yfir sjávarmáli. 

Þegar Boeing 737 Max þotum Icelandair var flogið í ferjuflugi til Spánar á dögunum, fékkst aðeins leyfi til þess að fljúga í 5000 feta hæð, en það, ásamt því að hafa flapa á í minnstu stöðu, olli því að millilenda þurfti á leiðinni og taka eldsneyti.  

Hins vegar blasir við að hægt er að rafvæða bílaflotann og það strax, auk þess sem leitun er að landi eins og Íslandi þar sem hægt er að gera það með notkun hreins orkugjafa. 


mbl.is Umhverfisvænna að fljúga en keyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband