Midflokkurinn leitar af listfengi ad kjósendum.

Páll Magnússon hittir naglann á höfuðiðð varðandi þau atkvæðamið, sem Miðflokkurinn leiti á til að afal sér auðfengis fylgis; þ. e. inn í "hjarta Sjálfstæðisflokksins". 

Þess utan virðist Miðflokkurinn sækjast eftir fylgi vaxandi hópa á Vesturlöndum, sem hefur illan bifur á alþjóðasamvinnu og alþjóðahyggju, styður "sterka leiðtoga" sem boða harða þjóðernisstefnu og sjá tollamúra sem öflugt tæki til að efla hag viðkomandi ríkis inn á við. 

Flokkar af þessu tagi hafa verið skilgreindir sem populistaflokkar og er svo sem ekkert við því að segja í lýðræðisþjóðfélögum að flokkar leiti sér fylgis eftir lýðræðislegum leiðum, svo framaum heimildum m sem helstu skilyrðum lýðræðis sé fylgt og umræðan byggð á yfirvegun og traustum heimildum.

En verra er ef æsingur, falsfréttir, yfirboð og spil á tilfinningar brengla og afvegaleiða umræðuna. 


Skaðinn var þegar orðinn, en hve mikill var hann?

Þegar WOW varð gjaldþrota hafði hallarekstur félagsins þegar valdið miklu tjóni.

Fyrir þá, sem þurftu að taka ákvörðun um aðgerðir, var spurningin aðeins, hvaða aðgerðir myndu valda minnstu tjóni þegar upp yrði stað. 

Það verður ekki fyrr en komin verður reynsla á þá leið, sem var farin, sem hægt verður sð setjast niður og reyna að finna út með samanburði, hvaða fjárhæðir mismunandi leiðir hefðu kostað. 

Hefði til dæmis komið til greina að gera svipað og þegar stórt fyrirtæki varð gjaldþrota síðasta vetur, að þrotabúið hefði haldið rekstrinum áfram til að byrja með?


mbl.is Fall WOW vegur þungt í frumvarpi til fjáraukalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband